Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.01.1987, Blaðsíða 19
Vanur setjari (umbrot) og^ókbind- ari eru tilbúmr aö hefja ston Sinsamband við FBM I síma | 28755. Prentsmiðja hættir Rekstri Prentsmiðjunnar Hóla hefur veriö hætt eins og flestum er kunn- ugt. Mikil eftirsjá er að þessu fyrir- tæki, en á sínum tíma tengdist það verkalýðshreyfingunni meir en önn- ur prentiðnaðarfyrirtæki. Mál og menning sem var bókaútgáfa í þágu alþýðunnar átti drýgstan hlut í fyrirtækinu og í upphafi var bæði bókaútgáfunni og prentsmiðjunni ætlað að vera vopn í baráttu alþýð- unnar gegn auðstéttinni. En hug- sjónir og eldmóður eiga ekki lengur uppá pallborðið, Mál og menning er orðið borgarlegt eða í besta falli krataforlag og búið er að setja Prentsmiðjuna Hóla á haus- inn. Postular pyngjunnar yfirtóku fyrirtæki fólksins. Pað er önnur hlið á gjaldþroti fyrir- tækja. Staða þess fólks sem þar vann. Þegar þetta er skrifað gengur fólk sem í Hólum vann enn atvinnulaust, þó flestum hafi tekist að fá störf. Allt starfsfólk Hóla sýndi mikla samstöðu þegar reynt var að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti, en allt kom fyrir ekki og nú líða nokkrir þessara félaga í skugga atvinnu- leysis. Auk þessa átti fólk inni hjá fyrirtækinu, en vonandi sér nú fyrir endann á því. Afmælishátíð Þann 4. apríl n. k. eru liðin 90 ár frá því að fyrstu samtök bókagerðar- manna voru stofnuð, en Hið ís- lenzka prentarafélag var stofnað 4. apríl 1897. Af þessu tilefni verður efnt til hátíðarsamkomu í Súlnasal Hótel Sögu kl. 13.30 á afmælisdag- inn. Þar verður félagsmönnum og mökum þeirra boðið uppá fjöl- breytta dagskrá og kaffiveitingar. Um kvöldið verður matarfagnaður í Átthagasal Hótel Sögu, sem selt verður inná á kostnaðarverði og verða félagarnir að festa sér miða fyrir 18. mars. Sjá auglýsingar. Grímur Thomsen r A Glæsivöllum Nú er liðin hjá fyrsta hrinan í víga- ferlum flokka og einstaklinga fyrir næstu kosningar. Sjaldan hefur fláttskapur og óheilindi tekið á sig skýrari myndir en í forvölum, próf- kjörum og skoðanakönnunum flokka og flokksbrota. Þó er það bara reykurinn af réttunum, sem fólki verða boðnir í apríl. Prentaran- um þótti ekki óviðeigandi af þessu tilefni að birta snilldarljóðið „Á Glæsivöllum'' eftir Grím Thomsen. Nú bregður mörgu til svipaðra hátta og hjá Goðmundi kóngi. Hjá Goðmundi’ á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Áfengt er mungátið og mjöðurinn er forn, mögnuð drykkjarhorn, en óminnishegri og illra hóta norn undir niðri’ í stiklunum þruma. Á Grím' enum góða af gulli höfuð skín, gamalt ber hann vín; en horns yfir öldu eiturormur gín, og enginn þolir drykkinn, nema jötnar. Goðmundur kóngur er kurteis og hýr, yfir köldu býr; fránar eru sjónir, en fölur er hans hlýr, og feiknstafir svigna í brosi. Á Glæsivöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt; en bróðernið er flátt mjög og gam- anið er grátt, í góðsemi vegur þar hver annan. Horn skella' á nösum og hnútur fljúgja' um borð, hógvær fylgja orð; en þegar brotna hausar og blóðið litar storð, brosir þá Goðmundur kóngur. Náköld er Hemra, því Niflheimi frá nöpur sprettur á; en kaldara und rifjum er konungs- mönnum hjá, kalinn á hjarta þaðan slapp jeg. Skáldið Grímur Thomsen fæddist 15. maí 1820 að Bessastöðum og lést 1896. Hannfórtil Kaupmannahafn- ar að loknu stúdentsprófi og lauk þar meistaraprófi í samtímabók- menntum, lokaritgerð hans fjallaði um Byron lávarð. Grímur hafði nokkur afskifti af stjórnmálum og studdi Jón Sigurðsson í fyrstu og var í ritnefnd Nýrra félagsrita. Seinna gerðist hann talsmaður hins svokallaða skandinavisma. Töluvert af kvæðum liggja eftir Grím og virðast þau flest ort eftir 1880. Grímur starfaði lengi í utan- ríkisþjónustu Dana en keypti Bessastaði af konungi og settist þar að uppúr 1867. PRENTARINN 1.7. '87 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.