Prentarinn - 01.01.1987, Qupperneq 21
í meðfylgjandi grein gefur höfundru mynd af framtíðinni eins og hún blasir við honum. Ef til vill kann
einhverjum að finnast þessi mynd fjarlæg, en tíminn mun leiða það í Ijós.
af mannlausum réttarsalnum. „Hinn
ákærði bugaður af röksemdum sækj-
andans — það er okkar mynd,“ segir
hann.
Bosse situr við myndskjáinn, hann
sækir andlitsmyndir og myndina af
réttarsalnum í myndasafnið og staðset-
ur þær á skjánum. Með aðstoð tölv-
unnar bætir hann myndgæðin. Skerp-
an verður meiri, aukaatriðin eru fjar-
lægð, litir jafnaðir. Hinn ákærði fær
þjáningarsvip en sækjandinn er gerður
frekjulegur. Myndin af réttarsalnum
birtist á skjánum. Með ljóspenna er
fólkið „sett“ á sinn stað. Síðan eru
skissurnar úr rafeindarissblokkinni
notaðar sem uppistaða að lifandi
mynd af réttarsalnum, svipmót við-
staddra, stellingar o. fl. Allt sem trufl-
ar heildarsvipinn er numið á brott.
Klukkan á veggnum er stillt á æski-
legan tíma. Myndin er „ófalsað“ gagn
og er skráð inn í tölvuminnið til notk-
unar síðar. Bosse er hæstánægður með
myndina sína. En hver ber ábyrgð á
þessari mynd? Hver á höfundarrétt að
þessari mynd?
Áður fyrr var þetta allt einfaldara,
hugsar hann. Hann huggar sig við að
tölvan hafi gert þessa hluti mögulega
— að búa til hina „nákvæmu" og sér-
hæfðu mynd. Takmörk hins skapandi
hafa verið flutt til og þeir sem vinna
við myndir þurfa ekki lengur að dúsa í
myrkrakompum.
Allt er orðið að tölvustýrðum núll-
um, einum og rafeindamerkjum.
Á ritstjórnarskrifstofunni hefur
myndaritstjórinn nóg að gera. Stórir
skjáir sýna í sífellu nýjar myndir.
Ljósmyndari DN í Brákiga Kapstad-
en er búin að hlaða í rafeindamynda-
vélina mörgum myndum. í segulminni
geymir hann litmyndir - litgreiningin
fer fram um leið og myndin er tekin.
Þegar hann kemur á hótelið getur
hann skoðað afrakstur ferðarinnar á
litlum ferðaskjá áður en hann sendir
úrvalið til Stokkhólms í gegnum
símann. Síðan tekur myndaritstjórinn
við og fléttir í gegnum myndirnar og
velur úr. Með hjálp tölvunnar hreinsar
hann úr bestu myndunum alls kyns
aðskotahluti og bætir myndgæðin. Á
öðrum skjá eru skoðaðar myndir frá
stórum myndastofum. Það er ekkert
lát á. Þriðji skjárinn sýnir beina út-
sendingu frá fótboltaleik. Sjónvarps-
myndavélar eru um allt. Ef eitthvað
sérstakt skeður þarf ekki annað en ýta
á hnapp og myndin er „fryst“ með
rafeindum. Það má líka nota rafeindir
til að „stela“ myndum úr útsending-
unni. Tölvan gerir það einstaklega
glæsilega og breytir myndunum í
prenthæfar einingar.
Já, það er orðin breyting á blöðun-
um, áður hrúguðust upp kopíur af
myndum og menn biðu jafnvel eftir að
komast í myrkraherbergin. Frétta-
stjórar nútímans stara á texta sem
hleypur yfir skjá en áður voru menn
að drukkna í smásneplum og handrit-
um. Salurinn lítur út eins og stjórnstöð
í kjarnorkuveri. Takkar, ljós, skjáir
um allt. Gamalreyndur ritstjóri lætur
hugann reika til baka, óskar sér að
hafa lífið, spennuna, óróleikann og
mannlegu samskiptin aftur eins og í
gamla daga á ritstjórn DN. Minning-
arnar sækja á.
í umbrotssalnum standa stórir skjá-
ir. Með ljóspenna, takkaborðum og
öflugri tölvu sprettur fram síða eftir
síðu. Þar eru stríðir straumar af núll-
um og einum. Á þakinu er parabólu-
loftnet í stefnu á gervihnött sem hangir
36.000 km yfir miðbaug. í jörðu liggja
ljósleiðarar. í sameiningu sjá þessir
tveir þættir um dreifingu til áskrifend-
anna. Tæknin er slík að blaðið kemur
út samtímis nyrst og syðst í Svíþjóð.
Tölvukerfið sér um stjórnina.
Hvað varð um setjarana/skeytar-
ana? Lítill hópur fagfólks sér um að
prentunin gangi snurðulaust. Önnur
verk hurfu inn í tölvuna - alveg að
prentplötuskotinu.
Rafeindir breyta röð af núllum og
einum í leshæfar síður. Öflugur laser-
geisli skannar og lýsir prentplötur með
einstakri nákvæmni. Það tekur örfáar
mínútur — svo eru þær tilbúnar.
Ég vakna við skröltið í bréfalúgunni.
Berfættur geng ég fram og tek upp
sunnudagsblaðið mitt, DN 31. júlí
1983.
Með flugi og akstri kom blaðið til
þorpsins míns. Það er afrakstur fag-
legrar þekkingar og samvinnu margra
aðila.
Blaðið angar af handverki og
prentsvertu.
Var draumurinn bara tölvumartröð
eða--------
Snarað úr AGI nr. 158-1985
Þóra Elfa Björnsson
PRENTARINN 1.7. '87
21