Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 8

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 8
Prenttæknistofnun hef fest sig f sessi Pað er ekki langt síðan Bókagerðarmenn tóku höndum saman og settu á fót endurmenntunarskóla sem virðist ætla að standa undir nafni. Pað er rúmt ár síðan Félag bókagerðarmanna og Fé- lag íslenska prentiðnaðarins samþykktu samninginn um Prenttæknistofnun og þetta fyrsta skólaár virðist ætla að skila góðum árangri bæði fyrir félaga FBM og ekki síður fyrirtækin sem fá að njóta þeirrar kunnáttu sem félag- arnir fá í skólanum. Þetta ætti að verða til þess að prentiðnaðurinn ætti að standa á fastari fótum í framtíðinni. Hér á eftir verða birt nokkur stutt viðtöl við félaga sem blaðamaður Prentarans hitti að máli fyrir nokkru, en þeir höfðu allir sótt námskeið í Prenttæknistofnun s.l. vetur. Guðmundur Þór Egilsson er bæði lærður bókbindari og setjari, en vinn- ur nú sem prentsmiður hjá Frjálsri fjölmiðlun. Á hvers konar námskeið fórst þú? Ég fór á námskeið í bæði Rippa- tækni og Photoshop sem er hugbúnað- ur til myndvinnslu á Macintosh tölvur. Hvað er Rippatœkni? Rippatækni er vinnsluferli sem fer í gang þegar valin er prentskipun í rit- vinnslu-, umbrots- og flestum öðrum forritum á PC- eða Macintosh tölvum. Tökum dæmi: Einn situr við sína tölvu og vinnur við umbrot á tímariti með ljósmyndum, grafík, töflum og öðru tilheyrandi í t.d. Page Maker eða Quark Xpress umbrotsforriti. Að umbroti loknu velur hann skipunina (PRINT) eða (PRENTA) og þá tekur rippatæknin völdin. Fyrst býr tölvan til skrá sem inniheldur mjög umfangs- mikla og hárnákvæma verklýsingu á því sem prenta skal og notar til þess sérhæft tungumál sem heitir Póst- skrift. Þessi skrá inniheldur frá nokk- ur þúsund bætum upp í einhverjar miljónir bæta eftir því hve margbrotið verkið er. Þegar skráin er tilbúin flæð- ir hún yfir á svokallaðan RIP. „Raster Image Processor" RIP er tölva yfir- leitt með mjög öflugan örgjörva og mikið minni, sem þýðir skrána fyrir ljóssetningarvélina sem teiknar eftir þessari flóknu verklýsingu fullbúnar blaðsíður á filmu eða pappír með geisla sem er öllu fínni en mannshár, 57 eða 114 línur pr. millimeter (Mono- type Image Master). Er þetta eitthvað sem þú kunnir ekki áður? Ég kunni auðvitað að ýta á FILE og PRINT og oftar en ekki kom skráin út eins og til var ætlast. En námskeiðið opnaði mikinn skilning á öllum þeim stillingum, sem þurfa að vera í lagi til að ná sem mestum gæðum út úr ljós- setningarvélinni, sérstaklega á mynd- um og grafík, og einnig hvernig ljós- setningarvélin vinnur með RlP-num og var greinilegt að leiðbeinandinn kunni á þessu góð skil. Þá komu fram lausnir á ýmsum atriðum sem höfðu verið til ama. Nýtist þér þetta í starfi þínu? Alveg örugglega. Einnig tel ég þau námsgögn sem fylgdu námskeiðinu vera mér mikils virði. Þá var ég búinn að grufla heilmikið í póstskrift áður en námskeiðið kom til en það opnaði þó fyrir mér síðustu dyrnar að lausn verkefnis sem lá á mér, þó var þetta aðeins óbeint póstskriftnámskeið. Hvað finnst þér um Prenttœkni- stofnun. Svarar hún væntingum þín- um? Ég held að Prenttæknistofnun standi vel undir nafni. Hún er mjög vel búin tækjum þó mér finnist að hallað sé á PC-tölvuna þar sem engin slík var til staðar. Ég vona að úr því verði bætt fljótlega því „pésinn“ á bjarta framtíð fyrir sér í okkar at- vinnugrein að mínu mati. Ég vil að lokum fá að nota tækifær- ið og þakka Prenttæknistofnun og leiðbeinendum hennar fyrir þessi tvö velheppnuðu námskeið. Fríða B. Aðalsteinsdóttir er setjari hjá Frjálsri fjölmiðun og fór á Macintosh- grunnnámskeið. Hvað var það sem fékk þig til að fara á námskeið í Prenttæknistofnun? 8 PRENTARINN 2.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.