Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 9

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 9
ur þegar Ég fór á þetta námskeið fyrst og fremst vegna þess að DV ákvað að senda allt sitt fólk úr prentsmíðinni á það. Okkur var skipt niður í hópa og fóru fjögur í einu á þau námskeið sem skipulögð voru á Macintosh grunninn. Fannst þér að þú hefðir gagn af náminu? Auðvitað hafði ég gagn af náminu. Það er búin að vera Macintosh tölva niðri á DV í allnokkurn tíma, maður hefur fiktað við hana, en á námskeið- inu voru okkur kennd undirstöðu- atriðin, svo það breytti heilmiklu varðandi getu og áhuga á því að kynn- ast Macintosh tölvunni betur og reyna að vinna sjálfstætt á hana. Fórstu á námskeiðið í vinnutíman- um og á launum eða fórstu í þínum eigin tíma? Ég fór í vinnutíma og á fullum laun- um. Svarar Prenttœknistofnun þeim vcentingum sem þú hafðir um hana? Ég veit eiginlega ekki hvers ég vænti af Prenttæknistofnun í byrjun, en ef framhaldið verður eins og mér þykir byrjunin benda til, er ég viss um að hún mun standa undir því sem til er ætlast, og jafnvel betur. Mig langar til þess að geta þess sér- staklega að Ingvar Hjálmarsson er al- veg frábær kennari, tók kennsluna mjög skipulega og fumlaust. Árni Þórhallsson er lærður hæðar- prentari og hefur verið verkstjóri í Plastprent í mörg ár. Á hvernig námskeið fórst þú Árni? Grunnnámskeið í offsetprentun. Hafðir þú gagn af þessu námskeiði og nýtist þér það í starfi þínu, þar sem allt önnur prentaðferð er í Plastprent? Já þó að Flexó prentaðferð sé að ýmsu leyti ólík offseti þá er margt líkt með skyldum. Þannig að margt sem komið var inn á hefur dýpkað og auk- ið skilning minn á prentun almennt. Hefur þú hug á að sækja fleiri nám- skeið? Því get ég svarað játandi. Mörg námskeið sem Prenttæknistofnun býð- ur upp á eru mjög freistandi, ekki að- eins fyrir mig heldur og líka almennt fyrir prentara Plastprents. Nú þegar hafa fimm prentarar frá Plastprent sótt hin ýmsu námskeið Prenttækni- stofnunar. Svarar Prenttæknistofnun vœnting- um þínum um endurmenntun? Prenttæknistofnun er ung að árum en hefur þegar að mínu mati fest sig í sessi sem hinn ákjósanlegi vettvangur fyrir framhaldsmenntun fagmanna í hinum ýmsu greinum prentiðnaðarins. Það er ljóst að ef prentiðnaður á ís- landi ætlar að standa sig í baráttunni um hylli viðskiptavinanna sem sífellt gera meiri og erfiðari kröfur til tækni- kunnáttu og fagþekkingar starfs- manna, þá verður það aðeins gert með því að byggja upp þekkingu og hæfni starfsmanna með öflugu nám- skeiðahaldi um hin ýmsu svið prent- listarinnar. Við megum ekki láta það verða Akkilesarhæl okkar að við nennum, viljum eða getum ekki fylgst með því nýjasta sem er að gerast í prentiðnaðinum. Það er einnig ljóst að val á leiðbein- endum er ákaflega þýðingarmikið. Það námskeið sem ég sótti var vel skipulagt og leiðbeinandinn Jóhann Freyr hafði yfirgripsmikla þekkingu á því efni sem hann tók til kennslu og náði að skapa lifandi og kröftugt um- hverfi þar sem allir nemendur gátu notið sín og spurt hinna erfiðustu spurninga fræðilega séð og fengið full- nægjandi svör við þeim. Er það eitthvað sérstakt sem þú vild- ir benda á og betur mætti fara? Það segir sig sjálft að ung stofnun sem Prenttæknistofnun er getur ekki boðið upp á nákvæmlega það kennslu- umhverfi sem æskilegast væri. En ég er sannfærður um að undir styrkri stjórn Guðbrandar Magnússonar mun það fljótt breytast til hins betra. Sem dæmi um hvað hefði getað auðveldað kennslu, er að ýmis tæki hefðu verið til staðar til að auðvelda leiðbeinendum starf þeirra við útskýr- ingar á prentvélum og hjálpartækjum. Einnig var tímasetning námskeiðsins óheppileg, byrjað var kl. 8.30 til kl. 12.30. Heppilegra hefði verið að byrja PRENTARINN 2.12. '92 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.