Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 14

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 14
Lúxusbústaður í Ölfusborgum Nú í sumarbyrjun lauk gagnger- um endurbótum á orlofshúsi okkar í Ölfusborgum. í endurbótunum fólst aö stækka húsiö og innrétta þaö upp á nýtt. Húsiö er vægast sagt glæsilegt og hefur aö geyma flest þau nútímaþægindi sem hægt er aö hugsa sér. í „Lúxus- bústaðnum" eru eftirtalin þægindi: Svefnaöstaöa fyrir átta, lín á staðnum (innifaliö í veröi), gott baðherbergi meö sturtu, grill, bök- unarofn, örbylgjuofn, fjarstýrt sjón- varp, útvarp, kaffivél og brauörist. í Ölfusborgum er gufubað, heit- ur pottur og leikaöstaöa fyrir börn er til fyrirmyndar. Stutt frá Ölfus- borgum er blómabærinn Hvera- geröi, en nýlega var lagður göngu- stígur þangaö, svo nú er engin fyr- irstaöa fyrir gesti aö fá sér gönguferð í blómabæinn. Þar er m.a. hægt að fara í Tívolí, sund og Eden aö ógleymdri Hótel Örk. Þeir sem til þekkja muna aö til aö kom- ast í bústaðinn þurfti aö ganga á fjall því bústaðurinn er efst í orlofs- byggðinni, nú hefur verið lagður vegur umhverfis svæöiö og bíla- stæöi eru nú um 40 metra frá hús- inu. Hægt er aö leigja húsiö í Ölf- usborgum allan ársins hring. Frá 15. september - 15. maí sér rekstrarfélagið á staðnum um út- leigu í síma 98-34260. Frá 15. maí - 15. september sér FBM um út- leiguna. Félagar, hví ekki aö skella sér. Hinn glæsilegi og endurbætti bústaöur okkar í Ölfusborgum j I ,Jj :* * I 14 PRENTARINN 2.12.’92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.