Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 16

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 16
Tjaldsvæði og þjónustumiðstöð Eitt af nýmælum í orlofsmálum bókagerðarmanna eru tjaldsvæði og þjónustumiðstöð sem tekin var í notkun í Miðdal síðasta sumar. Félagsmenn tóku vel við sér eins og sjá mátti á aðsókninni. Mikið var um það að starfsmannafélög tækju sig saman og færu í útilegu í Miðdal og um Verslunarmanna- helgina var margmenni á tjald- svæðinu jafnt sem í bústöðum fé- lagsins. Tjaldsvæðið og aðstaðan, sem er eingöngu ætluð félags- mönnum FBM er með þeim betri sem þekkjast hér á landi. Um þessar mundir er verið að setja upp leiktæki fyrir börn og ráðgert er að setja upp útigrill fljótlega. Síðla sumars verður útbúin íþróttaaðstaða, þ.e.a.s. bundið slitlag sett á svæði þar sem hægt verður að spila margskonar íþrótt- ir. Leiga fyrir tjaldstæði er kr. 500,- á tjald, aðeins innheimt við komu. í þjónustumiðstöðinni eru sal- erni, vaskar og sturtur sem tjald- búar hafa aðgang að. Nú er um að gera fyrir bókagerðarmenn að drífa sig á tjaldsvæðið, annaðhvort með vinnufélögum eða fjölskyld- unni. En eins og skáldið sagði „troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér, María, María.......“ G.P.S. Hér er tjaldsvæðið í Miðdal. Veðriö leikur við félagana. Hreinlætisaðstöðuhúsið og útivistarsvæðið. 16 PRENTARINN 2.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.