Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 17

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 17
Kennslumyndbönd hjá Bókasafni FBM Fyrsta myndbandið Bókasafn FBM hefur á undanförn- um árum reynt aö afla sér ýmissa fræðirita um iöngreinar okkar og þá helst nýjungar á því sviöi, t.d. bækur eftir Danann Eli Raumer og Svíann Áke Söderlund. Meö einni af þessum bókum fylgdi mynd- bandsspóla og var þaö fyrsta kennslumyndbandiö sem bóka- safniö eignaðist. Nokkuð var um að félagarnir fengu þessar bækur lánaðar, en þó alltof sjaldan. Frá Derek Porter Það næsta sem skeði í þessum efnum var að safnið fékk lánaðar myndbandsspólur sem Derek Por- ter kom með til landsins og við fjölfölduðum þær með hans leyfi. Þetta eru aðallega myndbönd sem vélaframleiðendur hafa framleitt og er töluvert um gang Heidel- bergprentvéla og fleira. Þetta efni hefur verið lítið lánað, en var m.a. í kynningu á Iðnskóladaginn fyrir nokkrum árum. Ný Kennslumyndbönd í prentsmíð Snemma á þessu ári komst bóka- safnsnefndin að því að hægt var að kaupa hér kennslumyndbönd í hinum ýmsu forritum sem félag- arnir eru að vinna með og hafa nýlega lært á. Þetta eru tiltölulega dýr myndbönd og úreldast sjálf- sagt á nokkrum árum. Það var því borið undir Prenttæknistofnun hvort rétt væri að fara út í þessi kaup og það var talið gera það. Hér er um að ræða kennsluefni t.d. fyrir PageMaker, Free-Hand, Quark Xpress o.fl. Tvær til fjórar spólur eru fyrir hvert forrit. Myndbönd til útlána Það er skemmst frá því að segja að síðan þessi myndbönd voru keypt hafa þau verið sífellt í útlán- um. Við höfum ekki auglýst þau en sagt félögunum frá þeim þegar þeir hafa komið á skrifstofuna. Það er t.d. upplagt þegar verið er að kenna þessi forrit í Prenttækni- stofnun, að kennararnir vísi nem- endum á, að þeir geti fengið þess- ar spólur lánaðar hjá bókasafninu og notað þær heima í rólegheitum þegar þeir hafa tíma til. Félagarnir geta fengið spólurnar lánaðar í nokkra daga og eru þær afgreidd- ar hjá Bergljótu hjá lífeyrissjóðnum eða Svani hjá FBM alla daga á venjulegum skrifstofutíma. Sv. Jóh. BÓKASAFN FBM hefur aflað sér nýrra myndbanda sem félagarnir geta fengið til afnota. Hér er um að ræða kennslumyndbönd á Apple Macintosh fyrir þá prentsmíð sem nú er al- gengust í prentsmiðjunum. Forritin eru: PAGE MAKER 4.0 - FREE HAND 3.0 - EXCEL 3.0 - QUARK XPRESS 3.0 - MICRO- SOFT WORKS - Væntanleg eru: MICROSOFT WORD og PH0T0SH0P Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 9-17; Svanur eða Bergljót afgreiða útlán. PRENTARINN 2.12. '92 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.