Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 18

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 18
Það eru erfiðir tfmar, atvinnuþref. . . Undangengin misseri hefur atvinnu- leysivofan herjað á íslenska bókagerð- armenn og eru það mikil viðbrigði frá fyrri tíð, því mikil samkeppni hefur að jafnaði ríkt um hverja vinnufæra hönd er kann til prentverka. Um þessar mundir árar illa í íslenskum prentiðn- aði og er svo komið að nokkrir tugir bókagerðamanna eru iðjulausir. Af því tilefni er stungið niður penna og leitast við að skýra orsakir þessa ástands. Ennfremur verður horft fram á veg og gaumgæft hvort bjartari tím- ar bíði starfsfólks í prentiðnaði. Vaxandi atvinnuleysi í sögulegu tilliti markar aukið at- vinnuleysi þáttaskil í íslenskum prent- iðnaði - einkum þegar litið er til eftir- stríðsára - þar eð starfsmannafjöldi hefur margfaldast undangengna ára- tugi, með nokkrum skammvinnum frávikum. Pví til stuðnings nægir að nefna að opinberar heimildir herma, að starfsfólki er starfar við setningu, plötugerð, prentun og bókband, fjölg- aði um tæplega fjórðung á árunum 1980-1989 (Árbók Reykjavíkurborgar 1990). Á þessu tímabili er aðeins ein- staka bókagerðarmaður skráður at- vinnulaus. Fjölgun nýsveina hefur einnig stutt að vexti greinarinnar. Geta má þess að á árunum 1980-1991 fjölgaði sveinum í prentiðnaði um 409 að tölu, en fjöldinn hefur verið nokk- uð sveiflukenndur milli ára, en hann náði hámarki árið 1985. Atvinnuleysisskýrslur herma að at- vinnuleysi hafi aukist skyndilega í árs- byrjun 1989 en á því ári voru að jafn- aði 11 bókagerðarmenn án atvinnu. Árið eftir var ástand atvinnumála með líkum hætti, en nokkuð dró úr at- vinnuleysi árið 1991 er 8 manns voru atvinnulausir að meðaltali. Undan- farna mánuði hefur atvinnuleysið magnast hröðum skrefum og um þess- ar mundir eru 20-30 bókagerðarmenn á atvinnuleysisskrá, sem mótsvarar Ingi Rúnar Eðvarösson Af þessu má ráða að atvinnu- leysi muni verða viðloðandi bókagerðargreinar á næstu ár- um og að ekki sé að vœnta fjölg- unar í röðum bókagerðar- manna. Því er brýnt að prent- smiðjueigendur og bókagerðar- menn horfi til framtíðar og leiti leiða til að mœta þessum vanda. jan feb mar apr mai jún Fjöldi bókagerðarmanna á atvinnuleysiskrá 1992. því að um 2-3% félagsmanna Félags bókagerðarmanna séu án atvinnu. Það er engum vafa undirorpið að at- vinnuástand er nú með versta móti, en vert er að hafa í huga að ástandið var sínu verra á kreppuárunum líkt og greint er frá í Prentaranum (12. árg., 1. tbl.): „Strax í ársbyrjun [1931] fór að bera á atvinnuleysi í prentiðninni og voru lengst af 8-10 menn atvinnu- lausir í senn, unz vinnuleysið náði há- marki sínu í nóvember er atvinnuleys- ingjarnir voru orðnir 20, eða rúmlega 1/5 hluti allra vinnufúsra félaga. Sem betur fór stóð þetta aðeins skamma stund og í árslok voru flestir komnir til vinnu á ný. Vinnuleysið var að meðaltali allt árið um 8%, og hefir aldrei, síðan félagið var stofnað, verið eins mikið atvinnuleysi í stéttinni.“ Líkt og fyrr er atvinnuleysið mest á fyrri hluta ársins en það minnkar um- talsvert þegar líða tekur að hausti og jólabókaflóðið magnast sem á í leys- ingum. Athyglisvert er, að atvinnuleysið er nokkuð mismunandi eftir greinum prentiðnaðar. Þannig hafa aðstoðar- menn í bókbandi átt erfitt með vinnu um nokkra hríð, en atvinnuleysi á meðal innskriftarfólks hefur aukist umtalsvert á liðnum mánuðum. Einn- ig eiga iðnnemar erfitt um vik um þessar mundir (sjá töflu 1). Tafla 1. Atvinnuleysi meðal hópa bókagerðarmanna 1. júlí 1991 23. júní 1992 Innskrift/ setning 1 10 Aðstoð bók- band 4 7 Iðnnemar - 6 Skeyting - 3 Annað 5 10 Samtals 10 36 18 PRENTARINN 2.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.