Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 19

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 19
það er Ennfremur vekur það eftirtekt, að stór hluti þeirra er ganga atvinnulausir eru í blóma lífsins. Þannig eru liðlega 6 af hverjum tíu þeirra sem eru án at- vinnu í júní á þessu ári undir fertugu og flestir (14 manns) eru á fertugs- aldri. Af þessu má ráða að það eru ekki öldungar stéttarinnar sem axla hinar þungu byrgðar atvinnuleysis öðru fremur, líkt og margur hefur tal- ið. Nú víkur málinu að orsökum at- vinnuleysis í bókagerðargreinum. Orsakir atvinnuleysis Alkunna er, að orsakir atvinnuleysis geta verið af ólíkum toga. í vissum til- vikum er orsaka að leita í sérstökum atvikum svo sem persónulegum eigin- leikum starfsmanns, eða vanda ein- stakra prentfyrirtækja. Á hinn bóginn er næsta algengt að vandinn sé af al- mennum toga og í því sambandi eru eftirfarandi þættir mikilvægir: Al- mennur efnahagssamdráttur er veldur því að verkefnum fækkar; aukin tæknivæðing og samdráttur verkefna í íslenskum prentiðnaði, ýmist sökum aukinnar prentunar erlendis eða flutn- ing verkefna til einstaklinga og fyrir- tækja utan starfsgeinarinnar. Verður nú fjallað lítillega um hvern þessara þátta um sig. Efnahagskreppa Það dylst engum að samdráttur hefur ríkt í íslensku efnahagslífi að undan- förnu. Þannig hefur þjóðarframleiðsla dregist saman fjögur undangengin ár. Fyrir iðngrein sem prentiðnað, sem að stofni til er þjónustugrein, eru áhrifin veruleg. Allflest fyrirtæki mæta sam- drætti í efnahagslífi með sparnaði svo sem að draga úr auglýsingum, er fækkar fjölda bæklinga, umfangi tíma- rita og annarra prentgripa. Bókaút- gáfa dvínar einnig, þar eð kaupgeta minnkar og upplög dragast saman af þeim sökum. Af þessu leiðir að verk- efni prentsmiðja dragast saman, og í einstaka tilvikum kveður svo rammt að samdrættinum að prentsmiðjur verða gjaldþrota, en aðrar eru keyptar upp af betur stæðum fyrirtækjum. Er þetta sú þróun sem gætt hefur í ís- lenskum prentiðnaði á umliðnum ár- um og orsakað hefur fækkun bóka- gerðarmanna. Athyglisvert er, að at- vinnuleysi á meðal bókagerðarmanna jókst jafnskjótt og þjóðartekjur dróg- ust saman hér á landi árið 1989. Fœkkun verkefna Þær umbreytingar er áttu sér stað við upphaf áttunda tugs aldarinnar, þegar offsetprentun ruddi sér mjög til rúms, leiddu af sér margvíslegar breytingar á íslenskum prentiðnaði. Hvað verkefni varðar þá gætir verulegra breytinga: í fyrsta lagi eykst nú prentun erlendis, því mun auðveldara er að senda off- setplötur á milli landa heldur en blý- sátur, en sérkenni íslenska stafrófsins takmarkaði mjög setningu erlendis á árum áður. Er frá leið varð einnig kleift að senda texta á milli landa í gegnum mótald. Af þessu leiðir að prentun erlendis hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Offsetbylting- in hefur einnig valdið því að verkefni hafa flust úr prentsmiðjum í seinni tíð til einstaklinga eða fyrirtækja í öðrum starfsgreinum. Hröð útbreiðsla einka- tölva og geislaprentara hafa mjög stutt þá framvindu. Hér er einkar þýðing- armikið að setning og umbrot hafa dregist verulega saman að undanförnu í prentsmiðjum. Er nú svo komið að meirihluti verkefna er lúta að setningu felast í leiðréttingu á texta sem borist hefur á disklingi eða í gegnum mót- ald. Framþróun þessi veldur því að starfsvettvangur setjara og innskriftar- fólks hefur þrengst mjög á liðnum ár- um. Enn er þess að geta að litaprentun hefur aukist til muna fyrir tilstilli off- settækninnar og hefur það stutt að fjölgun starfsmanna í plötugerð og skeytingu. Fjölgun afkastamikilla tækja svo sem skanna og tölvuskeyt- ingartækja kann hins vegar að bregða fæti fyrir frekari vöxt í þessum grein- um. Vélvœðing Gagngerar breytingar hafa orðið á ís- lenskum prentiðnaði síðustu tuttugu árin þegar litið er til tækja og starfs- hátta. Breytingarnar eru svo örar að réttast er að tala um byltingu. í flest- um greinum eru hin nýju tæki sífellt fullkomnari, nákvæmari og afkasta- meiri. Fyrir vikið hefur framleiðni aukist hröðum skrefum. Við setningu prentmáls hefur offset- tæknin alið af sér ört vaxandi sjálf- virkni véla. Hér á árum áður störfuðu setjarar að línujöfnun, skiptingu orða á milli lína og leiðréttingu prentvillna, en hin síðari ár hafa þessir þættir ver- ið vélvæddir stig af stigi og nú er svo komið að flest ritvinnsluforrit sinna þessum hlutum. Einnig eru setningar- tæki nú mun fljótvirkari en fyrrum og því hefur framleiðni vaxið hröðum skrefum. Hliðstæð þróun hefur átt sér stað við umbrot bóka og tímarita. Heimildir herma, að afköst aukist allt að fjórfalt þegar blýið er lagt niður og pappírsumbrots tekið upp. Fram- leiðslugetan eykst jafnframt verulega þegar umbrot færist í tölvu, því stöðl- un eykst, leiðrétting verður fljótvirk- ari og einfaldari, auk þess sem nokkr- ir verkþættir hverfa við tölvuvæðing- una. Því til stuðnings vil ég vitna í orð prentsmiðjustjóra nokkurs sem segir: „Það að við getum brotið um í tölvu og fengist við myndir gerir það að verkum að þú getur hagrætt í miklu hærri upphæðum en þig hefur nokkru sinni dreymt um. Ég hef ekki upplifað nokkuð þessu líkt þau tuttugu ár sem ég hef unnið sem framkvæmdastjóri.“ Offsettæknin hefur einnig umbylt starfsháttum við plötugerð og skeyt- PRENTARINN 2.12. ’92 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.