Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 23

Prentarinn - 23.07.1992, Blaðsíða 23
Vinnuvernd með handlegg á milli valsa. Erfitt reyndist að ná manninum úr vél- inni og þurfti að brjóta stálvalsana í sundur til þess. í desember s.l. hélt Öryggis- nefndin fund um þetta mál og ákvað þá að kanna þessi slys með aðstoð Vinnueftirlits ríkisins. Ólaf- ur Hauksson deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu útvegaði okkur skýrslur um þau slys sem höfðu verið tilkynnt til þeirra s.l. tvö ár. Farið var með skýrslurnar sem trúnaðarmál. Nefndarmenn könn- uðu þær og eins þá vitneskju sem þeir höfðu annarsstaðar frá. Nið- urstöðurnar voru síðan ræddar á fundi hjá Öryggisnefndinni snemma á þessu ári og var ákveðið að gefa út veggspjald til að leggja áherslu á að bæta ástandið og benda á helstu orsakir vinnuslysa í prent- iðnaði. Flest slysin verða í prentun og er þá oftast um valsaslys að ræða, en einnig í bókbandi koma fyrir ýmiss konar klemmu- og valsa- slys. Það eru valsarnir sem eru hættulegastir. í prentvélum eru margs konar valsar og eru stál- valsarnir verstir eins og gefur að skilja. í öllum tilfellum eru vélarnar í gangi þegar valsaslys verða. Það er talið hentugra að hreinsa vél- arnar með því að hafa þær í hægagangi, en jafnvel þá geta slys orðið. Annað sem var greini- legt við athugun á slysunum var að það voru í flestum tilfellum nýl- iðar og nemar sem urðu fyrir þeim. Þetta sýnir að það er skortur á fræðslu og þjálfun hjá ungmenn- um sem eru að hefja störf í prent- iðnaðinum. Öryggisnefndin leggur því áherslu á: 1. Að vélar séu helst stöövaðar meðan hreinsun fer fram. 2. Aðgæsla sé viðhöfð þegar vélar eru í gangi. 3. Að viðhafa sérstaka aðgæslu þeg- ar unnið er við hreinsun á völsum jafnvel þegar þeir snúast hægt. 4. Að nýliðar séu fræddir og þjálfað- ir í upphafi starfs. Frekari ábending Það er eitt sem ég vildi benda á sem ekki hefur komið fram í þess- ari slysaúttekt, en það er hvað hættulegt getur verið að vinna við valsavélar með óvarið sítt hár. Menn eru kannski að bogra við valsana og hárið flagsast inn á milli og þá er voðinn vís. Mér hefur sýnst undanfarið að eitthvað sé um það að menn séu síðhærðir og er ekkert um það að segja annað en það, að það getur verið mjög hættulegt við valsana. Tilkynningarskylda Yfirleitt eru vinnuslys í prentiðnað- inum tilkynnt til Vinnueftirlits ríkis- ins eins og á að gera, en mjög oft er líka hringt til Félags bókagerð- armanna og eru menn þá að at- huga hvort þeir hafi staðið rétt að málum eða athuga rétt sinn til bóta og slíkt. En það er líka stund- um þegar slys verða að menn eru uppteknir við að hlúa að hinum slasaða og þá kemur stundum fyr- ir að það gleymist alveg að til- kynna slysið. Það er því rétt að birta hér útdrátt úr reglum um til- kynningu vinnuslysa. Reglur um tilkynningu vinnuslysa - útdráttur Úr 1. gr. Komi fyrir eitrun eða slys á vinnustað skal atvinnurekandi eða fulltrúi hans tilkynna það lögreglu og Vinnueftirliti ríkisins símleiðis svo fljótt sem verða má. Þetta gild- ir ef ætla má að áverkinn, sem af slysi hlýst, geti valdið langvinnu og varanlegu heilsutjóni, svo sem ef slasaði missir útlim eða hluta af útlim, beinbrotnar, fer úr liði, fær meiriháttar sár, missir meðvitund, hlýtur skemmdir á taugavef, verð- ur fyrir alvarlegu augnslysi, inn- vortis meiðslum eða eitrun. Úr 2. gr. Slys eða eitrun, sem valda fjar- veru frá vinnu í einn eða fleiri daga auk þess dags sem slysið varð og ekki falla undir 1.gr., skulu tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins á þar til gerð- um eyðublöðum svo fljótt sem kostur er. Úr 3. gr. Vinnueftirlit ríkisins skal taka á móti tilkynningum allan sólarhring- inn. Úr 4. gr. Brot gegn reglum þessum varða sektum. Ég vil að síðustu hvetja menn til að fara gætilega við vélarnar. Það er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir slysin. Ef ógætilega er farið getur líf manna breyst til hins verra á einni örskotsstundu. Sv. Jóh. PRENTARINN 2.12. ’92 23

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.