Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 2

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 2
Ályktun gegn bókaskatti „Stjórn og trúnaöarmannaráð Félags bókagerðar- manna mótmælir harðlega tillögu ríkisstjórnarinnar um að afnema endurgreiðslu virðisaukaskatts af útgáfu- og menningarstarfsemi. Félag bókagerðarmanna telur að á tímum mikils og stöðugt vaxandi almenns atvinnuleysis, svo sem nú er í okkar þjóðfélagi, þá sé það skylda rík- isstjórnar að styrkja þá atvinnustarfsemi sem til staðar er í landinu, en ekki kosta kapps um að rífa hana niður með því að stuðla að stórfelldum út- flutningi verkefna. Því er skorað á ríkisstjórnina að leggja sig fram um að byggja upp atvinnulífið í landinu og vinna með því gegn atvinnuleysi. Fari svo hörmulega að tillaga þessi nái fram að ganga þá mun ein afleiðingin verða stóraukið at- vinnuleysi meðal bókagerðarmanna. Þeir alþingis- menn sem kunna að samþykkja tillöguna eru þá með atkvæði sínu að senda tugum bókagerðar- manna uppsagnarbréf og senda þá í atvinnuleysi um ófyrirsjáanlegan tíma.“ Bókasafnstíðindi. . . Óskar Söebeck, prentari, kom fær- andi hendi nýlega og afhenti bóka- safninu að gjöf nokkrar fágætar bæk- ur. Þar á meðal voru Prentlistin fimm hundruð ára, með teikningum Hafsteins Guðmundssonar í Hólum og Perlur, mánaðarrit með myndum sem út kom á árunum 1930 - 1931. Það voru Kjartan O. Bjarnason og Stefán Ögmundsson prentari sem stóðu að jreirri útgáfu, sem er með þeim fallegri frá þessum tíma. Bókasafnsnefnd færir Söebeck kærar þakkir fyrir gjöfina. Bókagjöf Óskar Söcbeck. Stjórn: Þórir Guðjónsson, lormaður Sæmundur Árnason, varaformaður Svanur Jóhannesson, ritarl Fríða B. Aðalsteinsdóttir, gjaldkeri Georg Páll Skúlason, meðstjórnandi Margrét Rósa Sigurðardóttir, meðstjórnandi Kristín Helgadóttir, meðstjórnandi Varastjórn: Arnkell B. Guðmundsson, Steindórsprent/Gutenberg Sigrún Leifsdóttir, Prentsmiðjan Oddi María Kristinsdóttir, Atvinnulaus Guðjón B. Sverrlsson, Plastos Trúnaðarmannaráð: Arnkell B. Guðmundsson, Steindórsprent/Gutenberg Jósep Gíslason, Stelndórsprent/Gutenberg Páll Heimir Pálsson, Dagsprent Guðrún Guðnadóttir, G.Ben. - Arnartell Hallgrímur P. Helgason, Frjáls fjölmlðlun Þórhallur Jóhannesson, Prisma Tryggvi Þór Agnarsson, Plastprent Páll E. Pálsson, Hans Petersen Edda Slgurbjarnardðttlr, Prentsmiðjan Oddi Bragi Garðarsson, Frjáls fjölmiðlun Þorvaldur Eyjólfsson, Plastprent Auður Atladóttir, Samútgáfan/Korpus Snorri Pálmason, Morgunblaðið - Myndamót Gunnbjörn Guðmundsson, Prentsmiðjan Oddl Hulda Aðalsteinsdóttir, G.Ben. - Arnarfell Heimir Baldursson, Morgunblaðið - prentsmiðja Stefán Sveinbjörnsson, Prentsmiðjan Oddi Helgi Jón Jónsson, Prentstofa G. Ben. Útlán - opnunartími Mikið úrval bóka er til á bókasafninu okkar, og má þar nefna þjóðlegan fróðleik auk rita sem tengjast faginu. Kennslumyndbönd hafa verið keypt í þó nokkru mæli undanfarið og virðast þau koma í góðar þarfir. Opnunartími safnsins er alla virka daga frá kl. 9 - 17 og sjá Svanur hjá FBM og Bergljót hjá lífeyrissjóðnum um út- lán úr safninu. Varamenn: Ásbjörn Sveinbjörnsson, Plastprent Helgi Hólm Tryggvason, Oagsprent Á ég virkilega að trúa því að ríkisstjórninni hafi enn ekki verið bent á að skatt- leggja andrúmsloftið? Forsíðan Ómar Óskarsson, prent- smiður á Morgunblaðinu, tók forsíðumyndina sem hér birtist. Ekki leit myndin svona út þegar hún kom úr framköllun, heldur vann Ómar myndina á þennan hátt í Þhotoshop. - Sann- kallað listaverk. 2 PRENTARINN 3.12:92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.