Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 3

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 3
Ríkisstjórn aukins atvinnuleysis - Nú skal ráðist gegn prentiðnaðinum Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina tillögu um afnám endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum til bóka-, blaða- og tímaritagerðar. Ríkisstjórnin mun hafa tekið tillögu bessari fagnandi og á þessari stundu er ekki útlit fyrir annað en að hún verði samþykkt. Hvað FBM varðar þá höfum við vissulega mestar áhyggjur af atvinnubætti þessa rnáls, þótt menningarlegi bátturinn vegi hér vissulega einnig mjög mikið. Það er svo að til margra ára hafa íslenskar prentsmiðjur verið í harðvítugri samkeppni við erlend prentfyrirtæki, hér á innanlandsmarkaði. Staðreynd er að sífellt fleiri verkefni eru prentuð erlendis. Ef nú þessi tillaga nær fram að ganga má telja fullvíst að: - bókaútgáfufyrirtæki munu í enn ríkari mæli láta vinna bækurnar erlendis - bókaklúbbar fara mjög sennilega allir með út- gáfu sína erlendis (nú þegar er allur kilju- klúbbur M og M prentaður í Skotlandi) og láta senda bækurnar baðan beint til kaupenda - tímaritaútgáfan mun að talsverðu leyti fara sömu leið og bókaklúbbarnir. Reiknimeistarar ríkisstjórnarinnar áætla að ríkissjóður fái 150 millj. kr. í auknar tekjur við bessa aðgerð. Þá er miðað við hvað endurgreitt var af þessum sökum á s.l. ári. Reiknimeistar- arnir gefa sér það að samþykkt tillögunnar hafi engin áhrif, þ.e. gera ráð fyrir jafnmikilli fram- leiðslu og sölu hér innanlands á næsta ári og var árið 1991. Þetta eru vitaskuld forsendur sem alls ekki standast. Það er alveg Ijóst að sam- þykkt tillögunnar mun hafa í för með sér veru- legan samdrátt í prentiðnaðinum og auk þess mun minna verða keypt af bókum. Það býðir bá líka lægri skattgreiðslur einstaklinga og fyrir- tækja - og aukin útgjöld til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Krafa er gerð um að dæmið verði rétt reiknað og til enda. Þá mun koma í Ijós að „tekjuauki" ríkissjóðs verður mjög óverulegur. Ef ríkisstjórnin er bá tilbúin til að taka jafn af- drifaríka áhættu, atvinnu- og menningarlega, bá er hún ógæfusamari en við eigum skilið og líð- andi er. Atvinnuleysi hefur verið viðvarandi í okkar röðum frá árinu 1988. Það hefur aldrei orðið eins mikið og á þessu ári, var um 4,7% á vor- mánuðum en er núna, þegar „vertíðin" er komin í gang, 3,8% eða 32 félagar. Við áætlum - og teljum það alls ekki ofmetið - að samþykkt til- lögunnar myndi hafa bað í för með sér að at- vinnuleysið færi í 10-12%, eða 85-100 manns. Þá er ekki gert ráð fyrir bví að nokkurt fyrirtæki fari á hausinn af bessum sökum, sem er trúlega alltof mikil bjartsýni. Þetta er sú alvarlega mynd sem við okkur blasir og við verðum að koma í veg fyrir að verði að veruleika. Félagar. Við verðum allir að leggjast á eitt til að freista þess að hrinda þessari atlögu. 27. sept. 1992. Þ. G. prenturinn J MÁLGAGN FÉLAGS BOKAGERÐARMANNA PRENTARINN - málgagn Félags bókagerðarmanna • Útgefandi FBM Hverfisgötu 21 P.O. Box 349 121 Reykjavík • Ritstjóri: Þcrir Guöjóns- son. Ritnefnd: Elín Sigurðardóttir, Georg Páll Skúlason, Þorsteinn Vet- urliðason • Prentsmíð, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. • Letur: Times og Helvetica • PRENTARINN 3.12. '92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.