Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 4

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 4
Atvinnuöryggi veltur á „Góðir tímar ætíð framundan hjá þeim sem sýna framtak og vilja Prenttæknistofnun svarar samdrætti og ládeyðu í atvinnulífi með því að bjóða upp á mjög fjölbreytt námskeið og tækifæri fyrir starfsfólk í prentiðnaði til endurmenntunar nú í haust og vetur í þeirri fullvissu að erfiðir tímar séu einungis fram- undan hjá þeim sem láta hjá líða að afla sér meiri þekkingar og ná aukinni færni í störfum. „Góðir tímar munu ætíð vera framundan hjá þeim sem sýna framtak og vilja til að taka áskorunum breytinga og framfara,“ segir Guðbrandur Magnússon framkvæmdastjóri stofnuinarinnar í formála námskrár fyrir næsta vetur sem dreift hefur verið í allar prentsmiðjur landsins. Leiðarljós Prenttæknistofnunar er „að byggja upp prentiðnað, sem er hluti upplýsingaiðnaðar og einkennist af þjónustu, gæðum, framleiðni og starfsá- nægju. í krafti þekkingar og hæfni starfsmanna geti íslenskur prentiðnaður þjónað viðskiptavinum sínum á áhrifa- ríkan hátt og hafi betur í samkeppninni við innflutt prentverk.“ Prenttæknistofnun hóf starfsemi sína á síðasta ári, en hún er í eigu Fé- lags íslenska prentiðnaðarins og Fé- lags bókagerðarmanna. Samningur þar að lútandi var undirritaður 6. maí 1991 af formönnum félaganna, þeim Erni Jóhannssyni og Þóri Guðjóns- syni. Jafn margir frá hvoru félagi sitja í stjórn og er það til að undirstrika samstöðu atvinnurekenda og laun- þega í menntunarmálum prentiðnað- arins. Stjórnarmenn eru frá FÍP þeir Guðmundur Kristjánsson fram- kvæmdastjóri í Steindórsprent-Guten- berg hf. og Þorgeir Baldursson for- stjóri Prentsmiðjunnar Odda hf.; frá FBM Ólafur Björnsson og Þórir Guð- jónsson. Til að fjármagna rekstur Prent- tæknistofnunar er tekið 1% framlag af öllum launum starfsmanna með aðild að Félagi bókagerðarmanna sem vinna hjá fyrirtækjum innan FIP, en FBM féll áður frá umsamdri 0,5% launahækkun og FÍP bætti við 0,5%, þannig að atvinnurekendur og starfs- menn borga sameiginlegan rekstur stofnunarinnar. Námskeiðsgjöld eru ekki nema kr. 2.000 fyrir hvert nám- skeið óháð lengd og sú regla hefur viðgengist í flestum prentsmiðjunum að starfsmenn fái að fara á námskeið í vinnutíma án þess að tapa við það launum. Það lýsir því vel hversu mikil- vægt ráðamenn prentiðnaðar telja það vera að byggja upp meiri þekkingu og hæfni í prentiðnaði, sem hefur mátt ganga í gegnum meiri tæknibreytingar í tengslum við Photoshop námskeið var tarið í heimsókn í Odda. Hér útskýrir Halldór Ólafs- son, verkstjóri í filmudeild, leyndardóma um- fangsmikilla myndvinnslutækja. á sluttum tíma en flestar greinar at- vinnulífsins. í raun má segja að mörg störf í prentiðnaði hafi gjörsamlega skipt um eðli á fáum árum. Nauðsyn viðbótar- og endurmenntunar telja menn í prentiðnaði að hafi aldrei ver- ið meiri en nú. „Auk þess ætti hver einasti starfsmaður í prentiðnaði að gera sér það ljóst að atvinnuöryggi hans veltur á þeirri þekkingu og hæfni sem hann ræður yfir,“ segir Guð- brandur Magnússon, framkvæmda- stjóri í samtali við Prentarann. Reglulegt námskeiðahald Prent- tæknistofnunar hófst í ársbyrjun 1992 og voru haldin 35 námskeið og luku 338 þátttakendur námi. Mun fleiri sóttu um og var ekki hægt að anna eftirspurn, þannig að fólk er á biðlist- um eftir sumum námskeiðunum. Með- allengd námskeiða er um 20 klst. Þessi þátttaka var framar björtustu vonum og einna helst hægt að líkja ástandinu við það þegar klakastífla brestur í vorleysingum. Til hliðsjónar 338 skráningum geta lesendur haft að samtals eru ekki nema um 1000 starfs- menn í íslenskum prentiðnaði. Námsgagnagerð Þegar námskeiðahald Prenttækni- stofnunar hófst kom í ljós, að mikil vöntun var á námsgögnum á íslensku og var því hafist handa við þýðingar og námsgagnagerð og ráðinn til þess sérstakur starfsmaður, Karl Emil Gunnarsson. Tekist hefur að búa til námsgögn með nær öllum námskeið- unum og eru námsheftin nú orðin 34. Auk þess að Fræðslusjóður bókagerð- armanna hefur styrkt þetta verkefni, þá fékkst góður styrkur frá Félags- málaráðuneyti. Námskeið næsta vetur Fyrstu námskeið Prenttæknistofnunar voru á dagskrá um miðjan september 4 PRENTARINN 3.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.