Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 5

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 5
þekkingu og hæfni til að taka áskorunum breytinga og framfara" Kristinn Sigurjónsson leiðbeinir á námskeiði um svart-hvíta Ijósmyndun. Fríður hópur á Macintosh grunnnámskeiði þar sem Ingvar S. Hjálmarsson leiðbeindi. m^ B* 1 iBtl T & »»»»»»..''á^if |JB 'fl } "S'" ' P^-" ' '"--—=' J^J • j Hl r M r"lfBr-i ^' ÍÉ TO-^r: n ¦! W-¦ÍWíf^ - ^l ífSí ^wSséIéii í - og síðan nær stöðugt fram til vors. Skipulögð hafa verið 47 námskeið á öll- um sviðum prentiðnaðar, en með áherslu á þá þætti sem helst eru breyt- ingum undirorpnir. Auk námskeiða mun verða efnt til námsþings fyrir hverja hinna þriggja iðngreina í prent- iðnaði, prentsmíð, prentun og bókband. Þar verður fjallað um það sem efst er á baugi og reynt að spá í framtíðina. Námskeið Prenttæknistofnunar eru bæði á sviði stjórnunar og fags. Nám- skeið varðandi prentsmíð eru m.a. ýmis hönnunarnámskeið, Macintosh námskeið, ýmis myndvinnslunám- skeið, bæði hvað varðar tækni og að- ferðafræði og þá eru umbrotsnám- skeið nokkuð fyrirferðarmikil. Fyrir prentara er boðið upp á sérstakt lit- prentunarnámskeið, námskeið um samspil pappírs og farfa o.fl. Fyrir bókbindara eru áætluð námskeið um véla- og handbókband. Fjöldi tölvu- námskeiða er í boði, m.a. um svokall- aða rippatækni, gagnasnið, Macintosh tölvuumsjón og vélar og stýrikerfi. Á vettvangi stjórnunar eru m.a. nám- skeið um stjórnun og stefnumótun, stjórnun fjármála, framleiðslu- og gæðastjórnun, gæðastaðla auk sér- staks verkstjórnarnámskeiðs. Þá er áætlað námskeið fyrir sölumenn í prentiðnaði og annað um auglýsinga- sölu. Leiðbeinendur á námskeiðum Prenttæknistofnunar koma flestir úr atvinnulífinu, starfandi sérfræðingar. Á síðasta vetri var gerður mjög góður rómur að frammistöðu þeirra. Nám- skeiðin og leiðbeinendur svöruðu í lang flestum tilvikum ítrustu kröfum þátttakenda. Áður en starfsemin hófst var haldið sérstakt námskeið fyrir leiðbeinendur, en þeir verða nú í vet- ur: Andrés Magnússon blaðamaður, Börkur Arnaron ljósmyndari, Gísli B. Björnsson auglýsingateiknari, Guð- brandur Magnússon setjari og rekstr- arfræðingur, Heimir Þór Sverrisson tölvuverkfræðingur, Ingvar S. Hjálm- arsson setjari, Jóhann Freyr Ásgeirs- son prentari, Jón Ellert Sverrisson of- fsetljósmyndari, Kristinn Jón Kristins- son rafiðnfræðingur, Kristinn Sigur- jónsson offsetljósmyndari, Margrét Rósa Sigurðardóttir setjari, Ólafur Brynjólfsson setjari og offsetljós- myndari, Sigurjón Jóhannsson blaða- maður, Torfi Jónsson bókahönnuður og Þorsteinn Þorsteinsson rekstrar- og kerfisverkfræðingur og prentari. Skráningar á námskeið Prenttækni- stofnunar eru hafnar og geta menn hringt í síma 680740, sent símbréf í númer 688238 eða sent bréf í pósthólf 8676, 128 Reykjavík. Þá geta menn komið við á Háaleitisbraut 58-60, þar sem Prenttæknistofnun er til húsa, og skráð sig. PRENTARINN 3.12. '92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.