Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 6

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 6
Arsfundur Nordisk Grafisk Union: Fagleg norræn sam Á komandi ári ætlar Nordisk Grafisk Union einkum að vinna að EB-málum. Samtök bókagerðarmanna í löndunum sex samþykktu þetta á ársfundinum í Ringk0bing í Dan- mörku fyrr á þessu ári. Með ráðstefnuhaldi, æskulýðsstarfi o.fl. ætla norræn samtök bókagerðar- manna einkum að vinna að EB-mál- um á komandi ári. Þetta kemur fram í starfsáætlun sem fulltrúar 100.000 bókagerðarmanna á Norðurlöndum samþykktu á Hotel Fjord-gárden í Ringk0bing í Danmörku í maílok. Norðmenn báru fram starfsáætlun- artillöguna sem miðar að upplýsingum og umræðum milli landa sem nálgast EB á mjög mismunandi hátt. Liður í upplýsingastarfinu er æskulýðsráð- stefna sem verður haldin nú í haust. Á liðnu starfsári hefur NGU tekið 87 mál til umfjöllunar, sem er mun meira en undanfarin ár. Meðal mála- flokka er athugun á möguleikum prentiðnaðarins og fagleg vandamál við tilkomu heimamarkaðarins 1993. Auk þessa hefur verið unnið að sam- steypufaglegu samstarfi á Norður- löndum og hafa Ole Kidmose, for- maður Dansk Typograf-Forbund, og Sture Björnkvist, skipulagsritari NGU, verið fulltrúar stjórnar NGU þar. A þessum ársfundi voru Þórir Guðjónsson, Sæmundur Árnason og Georg Páll Skúlason fulltrúar FBM. Túlkur var Sigríður Stefánsdóttir. Nei frá atvinnurekendum NGU hefur haft samstarf við at- vinnurekendur í prentiðnaðinum á vettvangi Nordiska Grafiska Rádet. Þar hefur verið óskað eftir evrópsku samstarfi iðngreina um EB-mál. Hins vegar hafa evrópsku atvinnu- rekendasamtökin, UNICE, ekki verið sérlega hrifin af þessari hugmynd, en hún nýtur stuðnings evrópsku laun- þegasamtakanna, EFS. Ástæðan fyrir andstöðu UNICE við iðngreinasam- starf er sú að þýskir atvinnurekendur hafa hafnað því. Nemaskipti Á tímabilinu ágúst-október sá sl. ári var hrint í framkvæmd nema- skiptaverkefni með þátttöku 12 lærl- inga frá Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. Bæði lærlingar og fyrirtæki hafa gefið nemaskiptunum góða einkunn. Önnur erlend samskipti Á árinu hefur verið reynt að koma á samskiptum við samtök bókagerðar- manna í Eistlandi, Lettlandi og Lithá- en, í því augnamiði að styðja þau í baráttunni fyrir lýðræði. Stjórn NGU ákvað á árinu að bjóða fulltrúum bókagerðarmanna í löndun- um þremur í heimsókn til Norður- landa. í ágústmánuði verður tveggja daga fundur með fulltrúum baltísku land- anna og norrænu bókagerðarmanna- samböndunum. Þar að auki hefur stjórnin ákveðið að Danmörk hugi sérstaklega að tengslum við Litháen, Svíþjóð við Lettland og Finnland við Eistland, en Noregur annist sérstök vandamál nyrstu byggðanna. Árið 1991 tókst NGU að fá Valter Carlsson, formann sænskra bókagerð- armanna og NGU, kjörinn forseta Evrópusambands bókagerðarmanna og þar að auki einn fjögurra varafor- seta Alþjóðasambands bókagerðar- manna. Öll Norðurlöndin eiga nú fulltrúa í framkvæmdanefnd EGF. Árið 1991 réði NGU sinn fyrsta starfsmann, en það er Sture Björnkv- ist sem er skipulagsritari í hálfu starfi. Bildt er sneggri en frú Thatcher Sænska forsætisráðherranum Bildt hefur nú þegar tekist að skerða kjör verkalýðsins jafnmikið og Margareth Thatcher gerði á 12 árum. Göran Söderlund, fulltrúi sænsku bókagerð- armannanna, kvað upp úr um þessa sorglegu staðreynd þegar hann skýrði Málin rædd í fundarhléi. PRENTARINN 3.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.