Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 7

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 7
vinna í Ijósi EB Fulltrúarnir á ársfundinum fyrir utan fundarstað. nánar sænsku skýrsluna sem dreift var á ársfundinum. Eftir að sænska skýrslan var skrifuð urðu miklar breytingar í Svíþjóð undir borgaralegri --síjórn sem ræðst gegn launþegum og samtökum þeirra. Von er á nýju fyrirkomulagi þar sem fyrstu þrír veikindadagarnir verða ekki greiddir. Framlag ríkisins til atvinnu- leysisdagpeninga hefur verið skert og nú verða verkalýðsfélögin að taka á sig verulega aukinn hluta þess og horfast í augu við fjölda annarra nið- urskukrðaraðgerða. Árásir rfkisstjórnarinnar valda því að samband sænskra bókagerðar- manna verður að fella niður 70-80% af öllum námskeiðum fyrir félags- menn, ef ekki tekst að afla aukins fjár. „Þegar fyrir kosningar afhentu at- vinnurekendur ríkisstjórninni óska- lista um niðurskurðaraðgerðir borg- aralegrar stjórnar. Ríkisstjórnin hefur farið að þessum óskum eins og þræll." Göran Söderlund sagði ennfremur að félagarnir hefðu ekki mótmælt að- gerðunum nema að litlu leyti. Samtök bókagerðarmanna í Svíþjóð hafa nú ákveðið að boða til aukaþings í október til þess að efla samstöðuna. Menningarverðlaun til Finnlands Menningarverðlaun NGU, að upp- hæð 30.000 sænskar krónur, voru veitt Aðalsögusafni verkalýðsins í Tam- merfors í Finnlandi. Á síðasta ári hlaut Sögusafn verkalýðsins í Kaup- mannahöfn verðlaunin. Lög og samningar A ársfundi NGU bættist nýtt atriði við umræðuna um stjórnmálaþróunina í Svíþjóð og Finnlandi. Þar sem sænski forsætisráðherrann, Bildt, er farinn að ráðast á velferðar- kerfið, og stefnir í það sama í Finn- landi, hafði fundurinn mikinn áhuga á danska kjarasamningnakerfinu sem tryggir meðlimum verkalýðsfélaga ýmis réttindi sem eru lögbundin í hin- um löndunum. Malte Eriksson, frá sænska sambandinu, sagði við Danina: „Ef við hefðum haft sams konar samningakerfi og þið hefðum við get- að náð samstöðu meðal félaganna fyrr en nú, þegar ráðist er að þeim með löggjöf." Fyrir hönd dönsku félaganna skýrði Dan Lundrup, frá prentarafélaginu, hvernig danska samningskerfið grund- vallaðist á samábyrgð í stað réttinda og ábyrgðar einstaklingsins. Fíann sagði þetta einmitt vera eitt þeirra atriða þar sem ástæða væri til að hafa áhyggjur af Maastricht-sam- komulaginu um Evrópusamfélagið, en þar áleit hann verulega hættu á að sameiginleg réttindi yrðu fyrir borð borin. Meðal annars vegna þess að samningarnir byggja á meirihluta- ákvörðunum og þar með ákvörðunum landa sem lúta gjörólíkum hefðum við gerð heildarkjarasamninga. Formaður NGU, Valter Carlsson, sagði að rétt væri að gæta að því hvernig atvinnurekendur söfnuðu nú milljörðum í Lúxemborg og afleiðing- in gæti orðið sameiginlegt evrópskt verkbann á launþega í ákveðnum iðn- greinum. Nemaskipti milli norðurlandanna Eitt af verkefnum NGU hefur verið að standa fyrir nemaskiptum. Þegar er einu slíku verkefni lokið og annað er í gangi núna. Skiptin fara þannig fram að nemar sem hafa samning við fyrir- tæki, skipta um starf við aðra nema og taka sæti hins í fyrirtækinu. Tímabilið er 12 vikur og hugsanlegt væri að hafa einnig skipti milli skóla. í fyrsta sinn sem verkefnið var framkvæmt tóku 12 nemar þátt í því. 6 Danir, 3 Norð- menn og 3 Svíar. 3 Danir fóru til Sví- þjóðar og 3 til Noregs, en Norðmenn- irnir og Svíarnir fóru til Danmerkur. Nemarnir sem voru á 3. og 4. ári í námi voru almennt ánægðir með tímann og sögðu að þetta væri skemmtilegt og fræðandi faglega, auk þess að kynnast tungumáli, landi og nýju fólki. Verkefn- ið hefur verið fjármagnað að hluta af Norrænu ráðherranefndinni og síðan fagfélögunum í hverju landi. Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafa tekið þátt í þessu verkefni hingað til, en vonandi taka ísland og Finnland þátt í næstu nemaskiptum. PRENTARINN 3.12. '92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.