Prentarinn - 27.09.1992, Síða 8

Prentarinn - 27.09.1992, Síða 8
Mattur Heilsuræktarstöðin Máttur verður kynnt hér á eftir. Blaða- maður Prentarans fór á vettvang og tók viðtöl við nokkra fé- lagsmenn FBM og framkvæmdastjóra Máttar. Stöðin, sem hefur að geyma tvo leikfimisali, upphitunarsal með hlaupa- brautum og sal með líkamsræktartækjum, hefur mjög fjöl- breytt úrval námskeiða og þjálfunarmöguleika. í Mætti er góð aðstaða til æfinga og afslöppuar eftir æfingar og má þar nefna: Nuddpotta, gufubað og ljósabekki. Einnig er boðið uppá alla hugsanlega ráðgjöf sem tengist líkamsrækt og lífsháttum. í stöðinni eru starfandi læknir, næringarfræðingur, sálfræðingur, sjúkraþjálfari, nuddari og íþróttafræðingar. Fé- lagsmenn FBM fá verulegan afslátt af námskeiðum og kortum sem Máttur hefur uppá að bjóða. Hægt er að fá styrk úr Sjúkrasjóði FBM tvisvar á ári. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér afsláttarmöguleikana og nýta sér þá. Hilmar Björnsson, framkvæmdastjóri Máttar Hvernig hafa viðbrögð fólks verið við stöðinni? Þau hafa verið mjög góð, framar öllum vonum, það hafa komið í stöð- ina 14 þúsund manns á 2 1/2 ári. Starf- semin hefur einkennst af því að reyna mæta þessari feykilegu eftirspurn með því að stækka og aðlaga okkur. Stöðin var í upphafi byggð fyrir 400-700 manns, en þegar mest var í vetur og við þurftum að stöðva inntöku voru 2.800 manns með gild kort í stöðinni. Mætingamet var 1.200 manns á einum degi í vetur og segir það meira en mörg orð um vinsældir. Hvað eru margir sem stunda cefing- ar hér reglulega? Það er töluvert misjafnt. Hægt er að skipta þátttakendum upp í fjóra hópa: Hópur 1 sem er hér alveg stöðugt og æfir allt árið sem telur u.þ.b. 400-500 manns, hópur 2 er gífurlega fjölmenn- ur hópur sem æfir í tímabilum og tek- ur tarnir af og til t.d. 3 mánuði í senn og hvílir á milli. Hópur 3 sem kemur mánuð og mánuð í senn, og hópur 4 sem hefur þau einkenni að einstakl- ingurinn er alltaf að prófa en nær ekki nægri festu í æfingunum. Er ákveðinn aldur meira áberandi en annar? Stærsti hópurinn er á aldrinum 35- 45 ára. Annars er aldursdreifingin mjög góð og er allt niður í 16 ára og upp í 75 ára. Það er reyndar aðeins mismunandi eftir tíma dags. Konur eru í meirihluta þátttakenda og er hlutfallið ca. 60% á móti 40% hlutfalli karla í stöðinni. Er möguleiki að fá ráðgjöf um œf- ingaform, ef maður er ekki í neinu formi og hefur ekki hreyft sig lengi? Þeir sem ekki hafa æft áður geta valið tvær leiðir til að byrja. Önnur er að byrja á Grunnnámskeiði sem er vandaðasti pakkinn og byggist upp á mælingum og viðtölum við sérfræð- inga við upphaf námskeiðs og vikuleg- um fyrirlestrum um heilbrigði og breytingu á lífstíl á meðan á nám- skeiðinu stendur sem er í sex vikur. Hin leiðin er sú að velja Heilsulykill- inn sem er byggður upp eins og grunnnámskeið fyrir utan fyrirlestr- ana, ætlaður fyrir þá sem þurfa ekki eins mikið aðhald og hafa fræðsluna fyrir. í upphafi beggja námskeiða er viðkomandi settur í mælingar á heilsu- ástandi t.d. þol, blóðþrýstingur, blóð- fita mæld. Síðan er ástand viðkomandi metið og ráðleggingar veittar um framhaldið. Nú hefur stöðin stœkkað mikið frá því hún opnaði, annar hún nú eftir- spurn? Við höfum átt í ákveðnum vand- ræðum og vitum það kannski ekki fyrr en í ár hvernig þetta kemur út og hvort við getum sinnt þeim sem vilja koma hingað. Það eru ákveðnir þættir starfseminnar sem hafa sprungið, sem við höfum ekki getað ráðið við á topp álagstímum. T.d. sjúkraþjálfunin hefur verið fullnýtt og biðlistar verið í gangi. Við reynum að láta fólk úr stéttarfé- lögunum ganga fyrir. Fyrirhugað er að reyna að auka þessa þjónustu. Ef við mættum ráða hvenær hver og einn kemur í stöðina væri auðvelt að stand- ast eftirspurnina, en vandamálið eru topparnir sem er líkt og með sund- laugarnar á sumrin þegar sólin skín. Það er þó ánægulegt hvað fólk hefur verið rólegt, skilningsríkt og tekur til- lit hvert til annars og leysir málin jafn- harðan. Það er góður hópur viðskipta- vina hér. Nú er veturinn að ganga í garð, eruð 8 PRENTARINN 3.12.'92

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.