Prentarinn - 27.09.1992, Page 9

Prentarinn - 27.09.1992, Page 9
þið með einhverjar nýjungar í vetrar- dagsskránni? Já það eru margar nýjungar á döf- inni og skal ég nefna hér nokkrar. Heilsulykillinn er eitt af nýju nám- skeiðunum, sem er líkur grunnnám- skeiðinu að mörgu leyti en er þó ekki með lífsháttarnámskeiði. Það verða fleiri leikfimitímar í vetur til að bæta þjónustuna við þá sem eru þegar byrj- aðir í líkamsþjálfuninni. Eitt nýtt námskeið heitir Aðhald og agi. Það verður undir umsjón sálfræðings og íþróttaþjálfara og er ætlað fyrir þá sem mistekst alltaf að halda áfram, byrja en hætta alltaf í þessu frjálsa mætingakerfi. I þessu námskeiði verða 15-20 manna hópar sem þjálfa saman í sex vikur. í upphafi gerir hver og einn samning um ákveðin skilyrði fyrir þátttöku og verður að standa við til að hafa rétt til þátttöku allt námskeiðið. Enn ein nýjung í starfsemi Máttar er Taiji (hugræn leikfimi). Taiji er kín- versk leikfimi sem er afar áhugaverð. Eitt vinsælt námskeið sem er reyndar ekki alveg nýtt er Átak í megrun, þar sem fólk hefur náð mjög góðum ár- angri. Fyrirhugað er að vera með framhaldsátak í megrun nú í haust. Næringarfræðileg þjónusta verður á boðstólnum þar sem boðið verður uppá einkaráðgjöf. í einkaráðgjöfinni er leitast við að koma fólki inn í mat- aræði sem samræmist manneldis- markmiðum og stuðst við bækling sem Máttur gefur út sem verður einnig til sölu í stöðinni. Kortanýjungar eru einnig í deiglunni og eru það þrjú ný kort. Eldriborgarakort, sem er mán- aðakort fyrir 65 ára og eldri. Náms- mannakort og Kvennakort. Kvenna- kortið er 3 mánaðakort og er hugsað fyrir konur sem eru með börn og geta því tekið þau með sér í stöðina og meðan þær eru að þjálfa eru börnin í leikjum. Inní kortinu verða einnig fyr- irlestrar ýmiskonar t.d. næringarfræði, förðun og litgreining, fatatísku og síð- an eru einnig afslættir í tískubúðum ofl. Slökunarnámskeið verður í um- sjón sálfræðings og hægt verður að fá einkatíma hjá íþróttafræðingi og einkaþjálfunartíma skv. nánara sam- komulagi. Viltu segja eitthvað að lokum? Eg vildi biðja fólk um að koma á framfæri til okkar ábendingum til að bæta megi stöðina enn frekar því þetta er jú stöðin ykkar og vert að hafa það í huga. Ef við getum ekki leyst málin í sameiningu er erfitt að komast fyrir þau. Ef fólk er óánægt með einhverja þætti starfseminnar þá er áríðandi að segja frá því vegna þess að við erum fyrst og fremst þjónustu- aðilar fyrir félagana. PRENTARINN 3.12. '92 9

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.