Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 11

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 11
vellíðan maður kannast viö, en síðan bætast alltaf nýjir í hópinn. Ertu ánœgð með árangurinn? Já, mjög ánægð. Maður tímir ekki að hætta þegar maður er kominn í form og það heldur manni við efnið, maður finnur vel muninn á sér. Ætlarðu að halda áfram? Já, já að sjálfsögðu. Rúnar Þór Vilhjálmsson, setjari í Prentsmiðjunni Odda. Hvenœr byrjaðir þú að æfa í Mœtti? Ég byrjaði að æfa haustið 1990 í Heilsugarðinum í Garðabæ, sem síðar varð Máttur í Faxa- feni. Ég byrjaði ekki að neinum krafti fyrr en ári síðar. Fórstu á ákveðið námskeið í byrjun? Ég fór ekki á neitt sérstakt námskeið, heldur fann mér ákveðinn punkt í starfseminni til að byggja á. Ég byrjaði í þrekhring hjá Gumma sem var þrisvar í viku og bætti síðan við jafnt og þétt út frá því. Mér fannst mikilvægt að mæta í ákveðna tíma til að hafa aðhald í þjálfuninni. Það tekur tíma að aga sig, það tekur jafnvel eitt ár til að ná jafn- vægi í þjálfuninni. Hvers vegna valdir þú Mátt? Ég valdi Heilsugarðinn vegna þess hve góð kjör voru í boði. Að öðru leyti var ekkert sérstakt, það var t.d. frekar langt að fara þegar þeir voru í Garðabænum. Stundaðir þú æfingar áður og þá hvar? Ég hef stundað fótbolta síðan ég var 5 ára. Ég byrjaði hjá Fram og fór síðar í Leikni og spilaði í átta ár með þeim. Þvínæst lék ég með Fylki í önn- ur átta ár og hætti síðan. Ég stundaði einnig handbolta svolítið með á vet- urna. Fljótlega eftir að ég hætti í fót- boltanum byrjaði ég að æfa í Mætti til að bæta ekki á mig aukakílóum. Síðan hef ég einnig verið að aðstoða við þjálfun í handbolta hjá Ögra félagi heyrnarlausra. Hvernig líka þér aðstæður í stöð- inni? Mjög góðar og þægilegar, þarna er blandaður hópur, en ekki svona World class „fílingur". Maður hittir fólk á öllum aldri, kynnist og talar við marga. Það mætti reyndar bæta að- stöðuna, t.d. með kaffistofu þar sem fólk getur slakað á og rætt málin eftir æfingar, Mér finnst t.d. heiti potturinn í búningsherberginu heldur lítill og hugsa að ef plássið væri nýtt betur væri hægt að vera með 10-12 manna pott þar sem nú 4-6 manna pottur. Hvað ferðu oft í viku og hvað lengi í senn? Þegar ég æfði sem mest, þá yfir vet- urinn, fór ég fimm sinnum í viku. En almennt yfir allt árið æfi ég þrisvar í viku. Æfingarnar eru svona 2-3 klukkustundir í senn. Ertu ánœgður með árangurinn? Já ég mundi segja það, þrátt fyrir að fyrstu þrír mánuðirnir hafi virkað ár- angurslitlir, en á fjórða og fimmta mánuði léttist ég um fimm kíló og er mjög ánægður, en verð að halda mér við til að þyngjast ekki aftur. Ætlarðu að halda áfram? Já, ég ætla jafnvel að bæta við næsta sumar og stefna að undirbúningi fyrir maraþon. Þetta er heilmikið verkefni sem spannar yfir 3 mánuði. Þetta námskeið (æfingaprógram) er oft not- að sem undirbúningur fyrir Reykja- víkurmaraþonið. Eitthvað að lokum? Það er áberandi gott fólk sem vinn- ur þarna og búið að vera frá því ég byrjaði. Auður Sigurðardóttir, nemi í Prents- míð. Hvenær byrjaðir þú að œfa í Mœtti? í ágúst s.l. Hvernig námskeið fórstu á? Eg er í ákveðnum æfingum undir leið- sögn sjúkraþjálfa þrisvar í viku milli klukkan tvö og fjög- ur á daginn. Hvers vegna vald- ir þú Mátt? Ég hafði heyrt víða að stöðin væri góð og ákvað að prófa. Stundaðir þú æfingar áður og þá hvar? Nei ekki beint, en ég hef verið í hefðbundri sjúkraþjálfun. Ég hafði reyndar aðeins prufað líkamsræktar- stöð áður en líkaði ekki vel. Hvernig líka þér aðstœður í stöð- inni? Mjög góðar og líkar mjög vel. Ég mundi samt vilja annan tíma seinna á daginn í þjálfun af þessu tagi, annars er þetta ágætt vegna þess hve fáir eru á þessum tíma. Hvernig er félagsskapurinn? Hann er ágætur. Það er náttúrulega töluvert af fólki sem þjálfar á sama tíma en þó ekki í svona skipulögðum hóp. Ertu ánœgð með árangurinn? Já alveg þokkalega. Ætlarðu að halda áfram? Já ef ég get, en nú er skólinn að byrja og það gæti sett strik í reikning- inn varðandi þjálfunartímann. Ég þarf að tala við þá innfrá og athuga málið. G.P.S. PRENTARINN 3.12. '92 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.