Prentarinn - 27.09.1992, Page 13

Prentarinn - 27.09.1992, Page 13
flokkinn ráða ... Sjö fyrrum formenn Hins íslenska prentarafélags. F.v. Jón Ágústsson, 1967-71,1974-76; Pétur Stefánsson 1963-66; Óskar Guðnason 1961-63; Ell- ert Ág. Magnússon 1959-60; Magnús Ástmarsson 1946-47, 1955-59, 1960-61; Stefán Ögmundsson 1944-46, 1947-48; Gunnar Einarsson 1922- 23, 1924-25. Myndin er tekin á 70 ára afmæli Hins íslenzka prentarafélags, 4. apríl 1967. við útkeyrslu á vörum hjá stórum heildsölufyrirtækjum. Svo fékk maður vinnu við ístöku á Tjörninni hjá Norð- dalsíshúsi og við keyrðum ísinn á sleð- um yfir í íshúsið en það stóð þar sem nú er bensínstöð Essó í Hafnarstræt- inu. Hvenœr byrjaðirðu að lœra? Þann 1. júní 1938 í Prentstofu JHG, sem var til húsa á Hverfisgötu 41, en hún hætti störfum sumarið 1939 þegar Guðmundur Kristjánsson prentari keypti hana og meðan Guðmundur var að setja upp sína prentsmiðju var ég í ísafold, en Gunnar Einarsson var þá prentsmiðjustjóri í Isafold og for- maður Félags ísl. prentsmiðjueigenda. Þegar ég sagði honum að ég hefði ekki farið í Iðnskólann 1938-39 lét hann mig lofa því að ljúka 1. og 2. bekk á einum vetri 1939-40 og gerði ég það og lauk námi í skólanum vorið 1942. Um haustið fór ég svo til Guð- mundar í Prentsmiðjuna Rún. Af hverju prentverkið? Eg hafði nú ekki hugsað mér að fara í prentverk, en mágur minn Jón H. Guðmundsson prentari hvatti mig til þess og það varð úr. Ég hafði hins vegar hugsað mér að fara í Búnaðar- skólann á Hólum, en vegna peninga- leysis var þess enginn kostur, sá draumur gat ekki ræst. Ætli ég hefði ekki endað sem Framsóknarmaður og starfsmaður Sambandsins eins og fleiri búfræðingar. Fátæktin forðaði mér frá því. Svo hófst námið. Já og það tók fjögur og hálft ár á þessum tíma, en það breyttist í fjögur ár. Ég tók sveinspróf í setningu, en maður lærði jafnframt að prenta. Skólinn var eftir vinnu frá kl. 5 til kl. 8 svo vinnudagurinn var langur. Ég tók fyrsta og annan bekk í Iðnskólanum á einum vetri. Sveinsprófið tók ég svo á tveimur dögum í prentsmiðjunni og sat meistari H.H. yfir mér. Á náms- tímanum sameinaðist Prentsmiðjan Rún Alþýðuprentsmiðjunni og fylgdi ég Guðmundi að sjálfsögðu þangað. Við hófum störf þar í apríl 1940 og þá byrjaði ég í setningunni fyrir alvöru, fyrst í handsetningu. Höfuðverkefnið í prentsmiðjunni var Alþýðublaðið en með tækjakostinum úr Rún hófst þar jafnframt önnur prentun. Síðar urðu PRENTARINN 3.12. '92 13

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.