Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 15

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 15
F.v. Guðmundur Halldórsson, Kári Þórðarson, Margrét Gunnarsdóttir, Þórólfur Daníelsson, Björg- vin Benediktsson, Ásta Valgeirsdóttir, Helgi Jónsson, Tómas Ó. Árnason, Jón Már Þorvaldsson, Gísli Guðjónsson, Ingimar Jónsson, Jón Ágústsson, Þorgeir Baldursson, Lúther Jónsson, Óskar Jóhannsson, Ólafur Steingrímsson, Sigmundur Hansen, Baldur Eyþórsson, Benedikt Björgvins- son, Árni Sorensen, Ellert Ág. Magnússon. (Frá 1966. Grettisgötu 16) maður félagsins í fjölmörg ár en Stef- án var kommi. Maður var nú lítt sammála Stefáni í gagnrýni hans á Magnús, en maður virti Stefán fyrir stéttvísi hans og bar- áttuhug. Á þessum tíma var pólitfkin í verkalýðshreyfingunni miklu harðari en nú. En þó deilurnar hafi oft verið harðar þá stóðu menn yfirleitt saman eftir að ákvarðanir höfðu verið tekn- ar. Rakstu illa í flokki, Jón? Ég hef aldrei látið flokkinn ráða, ef ég hef verið sannfærður um að önnur lausn væri betri fyrir félagið og auðvit- að var ég stundum gagnrýndur fyrir það af flokksbræðrum mínum. Ég studdi Stefán heilshugar til ritara í fé- laginu, enda var hann bæði hæfur og stéttvís félagi. Eftir að ég varð formaður HÍP mæddi það að sjálfsögðu töluvert á starfi mínu í Odda. Eitt sinn ræddi ég við Baldur um að nú yrði ég mikið fjarverandi vegna félagsmála og fundahalda. Hann svaraði því þá til „hvað varðaði fjarvistir vegna félags- starfa fyrir HÍP þá mundi prentsmiðj- an greiða fyrir þær". Um þetta var síð- an aldrei meira rætt og ég fékk mín laun alltaf óskert. Fyrir nú utan öll símtöl því það var mikið hringt til mín á þessum árum. Baldur hafði góðar taugar til Hins ísl. prentarafélags. Að lokum Jón, hvað um fundahöld? Mér eru margir fundir minnistæðir, sér í lagi þeir fundir sem fjölluðu um samninga við atvinnurekendur. í fé- laginu voru margir snjallir ræðumenn og tóku margir til máls og var oft skemmtilegt og gagnlegt á þá að hlýða. Eg hvet unga félagsmenn til að kynna sér fundargerðir HÍP sem allar eru til hjá skrifstofu FBM. F.v. Þorsteinn Halldórsson, Stefán Ögmundsson, Jón Ágústsson. Myndin er tekin á 70 ára afmæli Hins íslenska prentarafélags, þar sem Þorsteinn var kjörinn heiðursfélagi H.Í.P. PRENTARINN 3.12. '92 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.