Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 16

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 16
Hver er ávinningurinn? Sæmundur Árnason og Svanur Jó- hannesson fluttu um það tillögu á síð- asta aðalfundi að fundurinn fæli stjórn Félags bókagerðarmanna að undirbúa allsherjaratkvæðagreiðslu um aðild fé- lags okkar að Alþýðusambandi ís- lands. Jafnframt var samþykkt að í þeirri atkvæðagreiðslu skyldi einfald- ur meirihluti ráða úrslitum en ekki aukinn meirihluti eins og tíðkast hefur í mikilvægum málum. Aðild hafnað Félag bókagerðarmanna var stofn- að árið 1980 af Hinu íslenska prent- arafélagi, Bókbindarafélagi íslands og Grafíska sveinafélaginu. Tvö fyrr- nefndu félögin voru aðilar að Alþýðu- sambandi íslands en Grafíska sveina- félagið ekki. Hið nýstofnaða Félag bókagerðarmanna leitaði álits félags- manna á því hvort þeir vildu aðild að Alþýðusambandi íslands og höfnuðu félagsmenn því alfarið. Aftur nokkr- um árum síðar höfnuðu bókagerðar- menn aðild að ASÍ í allsherjarat- kvæðagreiðslu sem fram fór um málið. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort eitthvað hafi gerst frá síðustu at- kvæðagreiðslu sem geri það meira að- laðandi fyrir okkur nú að gerast aðilar að Alþýðusambandinu? Aukin miðstýring? Þegar fólk úr félögum innan ASÍ er spurt um tilhögun mála innan Al- þýðusambandsins er oftast kvartað yf- ir því hve erfitt sé að sjá hverjir taka stjórnunarlegar ákvarðanir innan sam- bandsins. Topparnir séu langt frá stjórnum félaganna sem myndi Al- þýðusambandið. Sú gagnrýni heyrist líka oft að stjórnunarapparatið sé óskilvirkt í meira lagi. Það kemur m.a. fram í því að ákvarðanataka skilar sér ekki alltaf til framkvæmda enda er enginn persónulega ábyrgur fyrir því að hlutirnir gerist. Allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar á þingi Alþýðusambandsins sem haldið er á fjögurra ára fresti. Miðstjórn sem kjörin er á þinginu er ætlað að stýra sambandinu á milli þinga. Óvíst er hvort félagið okkar eigi minnstu möguleika á að fá kjör- inn fulltrúa í miðstjórnina. Samkvæmt hefð hjá ASÍ er reynt að gæta þess að stóru landssambönd verkalýðsfélag- anna eigi fulltrúa í miðstjórninni. Síð- an er stillt upp til kosninga og starfa á vegum samtakanna eftir pólitískri uppskiptingu og fyrirfram gerðu sam- komulagi. Líkurnar á að Félag bóka- gerðarmanna komi til með að hafa bein áhrif á heildarstefnu Alþýðu- sambandsins verða því að teljast hverfandi litlar. Ekkert bendir til þess að hægt verði að tryggja það að við fá- um nokkru sinni fulltrúa í miðstjórn sambandsins. Miðstjórn Alþýðusambandsins sér um samskipti við ríkisvaldið, hún er umsagnaraðili um frumvörp er varða vinnumarkaðinn og kjarasamninga. Formannanefndir ASÍ eru kallaðar saman til að undirbúa kröfugerðir í kjaramálum. Hætt er við því að lítið heyrist í full- trúum bókagerðarmanna innan Al- þýðusambandsins ef félagið á ekki fulltrúa í miðstjórn. Varla er við því að búast að þeir sjö til átta fulltrúar sem við kæmum til með að senda á þingið hefðu neitt að segja í alla rót- grónu hagsmunahópana sem fyrir eru. Hvað kostar aðild? Víst er að félag sem er veikt félags- lega styrkist ekki við inngöngu í Al- þýðusambandiðog ekki er hægt að bú- ast við hjálp frá ASÍ til að styrkja innra starf félags sem er aðili að sam- bandinu. Erfitt gæti verið fyrir félag sem ekki heldur uppi öflugu félags- starfi að starfa í samtökum á stærð við ASI því ef félagsstarf viðkomandi fé- lags er ekki þeim mun öflugra, er varla mikill kraftur til að starfa innan ASÍ Við verðum að spyrja okkur þeirrar spurningar í einlægni hvort fé- lagið okkar sé í stakk búið til að standa fyrir máli sínu í miðstýringa- bákninu ASÍ? Innan Alþýðusambandsins er ein- göngu unnið að málum sem eru sam- eiginleg mál allra aðildarfélaga. Eng- inn vettvangur er innan ASÍ fyrir iðn- aðarmenn eða sérmál fagfélaganna. Eru bókagerðarmenn tilbúnir til að skipta kröftum sínum þannig milli starfsins innan Alþýðusambandsins og eigin félags? Sú spurning er líka áleit- in hvers vegna engin umræða eigi sér stað innan ASÍ um starf hreyfingar- innar og innri mál? Hvað kostar þetta okkur í pening- um? Er skattur lagður á aðildarfélög- in? Hvernig verður farið með faglega kröfugerð okkar? Aukum samstarf við önnur fagfélög Það er engin þörf á að bíða niður- stöðu kosningarinnar. Óháð aðild að ASÍ getum við aukið staffið innan fé- lagsins okkar með því að: láta starfs- nefndir vinna að ýmsum málum s.s. kynna sér og miðla þekkingu í tækni- málum ýmis konar; kynna EES samn- inginn og hugsanleg áhrif hans á störf okkar; kanna hugsanlega þróun í at- vinnumálum bókagerðarmanna; stofna vinnuhópa til að ræða faglega stöðu bókagerðarmanna og framtíð FBM sem fagfélags. Fræðslumál af öllu tagi hafa aldrei verið eins aðkallandi og nú þegar við erum á leið í beina samkeppni við vinnuafl í átján öðrum löndum innan evrópska efnahagssvæðisins. Einnig er aukið samstarf við önnur fagfélög mikilvægt á þessum síðustu og verstu tímum. Margrét Rósa Siguröardóttir 16 PRENTARINN 3.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.