Prentarinn - 27.09.1992, Page 17

Prentarinn - 27.09.1992, Page 17
Betur sjá augu en eyru Vaknið! Kæru atvinnurekendur og launþegar í bókagerðargreinum. Höfum við ekki gleymt einhverju í dagsins önn, einhverju í okkur sjálfum af því sem gerir mannskepnuna ein- hvers virði? Er það ekki lengur mann- bætandi að rætt sé saman um afkom- una, reksturinn, innkaup og ýmsar heimiliserjur? Samanburður á lífsskoðunum fólks leiðir oft til vænlegri úrlausna á erfið- leikum og vandamálum líðandi stund- ar. Við þörfnumst hvatningar til hjúa- og húsbóndahollustu auk þess að læra að meta eigur og getu annarra. Betri nýting hráefnis, umbúnaðar, vinnu- og frítíma hefur í för með sér bætta af- komu fyrirtækjanna og vellíðan starfs- fólks en það er hagur okkar allra. Flótti atvinnurekenda FÍP í raðir VSI er að vissu marki skiljanlegur. FIP þarf ekki lengur að opinbera eigin skoðanir heldur kaupir þær fyrir stór- fé frá VSÍ. Hagsmunir örfárra stórfyrirtækja innan FÍP virðast ráða þar ríkjum og hefta þar með einstaklingsfrelsi flest- allra prentsmiðjueigenda til að sinna mannlegum þáttum og gera eigin launþegum eitthvað til góða. Samn- ingsfrelsið er ekki lengur fyrir hendi, öllu er stýrt af STÓRA BRÓÐUR og því fer sem horfir. Afkomu minni fyr- irtækja hrakar æ meir en „stórveldin“ eflast á þeirra kostnað. Umræður og vilji flestra fyrir af- kastahvetjandi launastefnu hefur vikið fyrir eintóna falsstreng VSÍ sem vill móta alla í sömu ördeyðuna. FIP er sofandi við vörslu eigin hags- muna og glatar í rólegheitunum gæð- um og andlegu sjálfstæði. Miðstýring VSÍ er hættuleg íslend- ingum. ísland er meðalstórt „fyrir- tæki“ en með takmarkað vinnuafl í framleiðslustörfum og þolir ekki að taka upp þá stefnu gegn verkalýðnum sem ræður ríkjum víða erlendis. Hér þarf allt að byggjast upp á sam- starfi ALLRA málsaðila og mat á gildi og hæfni einstaklingsins að vera til staðar, þá.eykst framleiðni og nýt- ing sem eflir bæði hag fyrirtækja og verkamannsins. Ógnarstefna núverandi valdhafa í ríkisstjórn íslands er hættuleg. Svo virðist sem við blasi fjölmörg gjald- þrot heimila, einstaklingsfyrirtækja og minni rekstrareiningum er stefnt í voða með glæpsamlegri skatta- og kúgunarstefnu stjórnvalda. HRUN VELFERÐARKERFIS- INS ER HAFIÐ. Ræðið málin Við þurfum að ræðast alvarlega við og mynda sterka samstöðu atvinnurek- enda og verkamanna. FÍP greiðir nokkrar milljónir á ári til ofurveldis VSÍ og hlýtur að launum (tæpast eftirsóknarvert) að þurfa ekki að tjá sig opinberlega og sleppa við að hafa skoðanir á samninga- og atvinnu- málum. Félagsmenn FBM greiða u.þ.b. 16 milljónir króna í félagsgjöld og stéttar- félagið er utan ASÍ. Síðustu árin hefur félagið endurnýtt skeinipappíra ASÍ sem prófarkalesið handrit að sjálf- stæðum kjarasamningum, sérstaða stéttarfélagsins er tæpast lengur til og annarlegir hagsmunir virðast ráða ríkjum. Nú er á lokastigi umræða um að ganga til samstarfs við ASÍ sem enn eitt aðildarfélag til viðbótar. Tollurinn sem GREIÐA ÞARF ÁRLEGA nemur í dag kr. 1.200.000. en mun hækka á nóvemberþinginu í u.þ.b. 1.5 miljónir ef tillaga þar að lútandi verð- ur samþykkt. PRENTARINN 3.12. '92 17

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.