Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 18

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 18
Að sjálfsögðu er það hræsni að lepja hreyturnar að afloknum samn- ingum ASÍ og VSÍ en það er hið eina sem FÍP má semja um og þannig standa því miður málin í dag. Hugsið og leikið Nokkrir valmöguleikar eru í stöðunni: 1. Við höldum áfram utan ASÍ og hjálpum okkar atvinnurekend- um að losna undan kúgunar- valdi VSÍ. 2. Við göngum í ASÍ sem gengur frá heildarsamningum við VSÍ og fáum engu ráðið. 3. Við leggjum niður stéttarfélagið og myndum vinnustaðakjarna sérhæfða sviða með deildar- myndun á landsvísu ásamt fleiri stéttarfélögum. 4. Öll verkalýðsfélög verða lögð niður og framboð ásamt hæfni einstaklingsins og eftirspurn ráði almennum kjörum. Velji nú hver fyrir sig en til grund- vallar mínu vali íhugaði ég m.a. þessar spurningar: a. stéttarfé- Hvers vegna er ég lagi? b. Hvernig hefur samstarfið í Prenttæknistofnun gengið? Eru þar hagsmunir og skoðanir for- stöðumanns sem ráða ríkjum eða niðurstöður stjórnarmanna. Kemur stjórn FBM fram af hreinskilni eða yfirdrepsskap gagnvart félagsmönnum? Hvað hefur verið sagt og hversu mikið er látið ósagt? Hefur erlent samstarf FBM með 10-30 utanlandsferðum og risnu c. d. á ári skilað sér til hagsbóta fyrir félagsmenn? Má ætla að viðlíka árangur náist í samskiptum okk- ar innan ASÍ? e. Er það tilætlunarsemi að stjórn- arherrar atvinnurekenda, stétt- arfélaga og þar með ASÍ hafi a.m.k. lífilsháttar tengsl við al- mennan verkamann, fylgist með tækninýjungum, framleiðslu- og markaðsþróun og hagsveiflum þjóðarbúsins. f. Hvað gerist ef til þess kemur að allt stéttarfélaga- og atvinnurek- endakerfið verði lagt niður? Að sjálfssögðu væri einfaldast að skrá niður á næstu 96 síðum þessa blaðs þær hugleiðingar um svör við þessum spurningum sem í hugskoti felast en hér með er spurningunum varpað áfram til ykkar. Mín niðurstaða varð þessi og er tví- þætt: 1. Auðveldast er að vera utan ASÍ og láta ADRA um að semja við OKKAR atvinnurekendur en best væri að semja við bá þegar þeir eru gengnir úr VSI. 2. Ef FÍP vill ekki ganga úr VSÍ og við viljum gera tilraun til að hafa einhver lítilsháttar áhrif þá skulum við ganga í ASÍ með til- heyrandi árlegum kostnaði, 7-8 þingfulltrúum, einn mann í mið- stjórn og þá þurfum við ekkert að hugsa meira um samninga- mál heldur sýna þægð og hlýðni og segja já og amen á viðeigandi stað og stund. Vandið val ykkar og gæfan fylgi ykkur í starfi og leik. Þorsteinn Veturliðason, prentari 18 PRENTARINN 3.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.