Prentarinn - 27.09.1992, Page 19

Prentarinn - 27.09.1992, Page 19
Vinnuvernd Hreint loft á vinnustað Á vinnuverndarárinu sem nú stend- ur yfir er eitt af fjórum meginverkefn- um ársins, hreint loft á vinnustað. Varðandi óhreint loft á vinnustöð- um í prentiðnaði koma mér fyrst í hug þrjú atriði: 1. Mengun frá lífrænum leysiefnum. 2. Reykingaloft. 3. Mengun frá rakatækjum og loft- ræstikerfum. 1. Mengun frá lífrænum leysiefnum Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um þennan vanda hér í Prentaranum. Þó- nokkur breyting varð til batnaðar hvað varðar notk- un þessara efna, með tilkomu soya- olíunnar, en ekki er vitað í dag hvað almennt hún er notuð. Lífræn leysiefni eru enn þá keypt í nokkrum mæli svo full þörf er á að herða áróðurinn gegn þeim. Þegar við lesum danska „Prentar- ann“, þá komumst við fljótt að raun um hverskonar vandamál er hér um að ræða. Um 200 danskir prentarar hafa orðið fyrir heilaskaða af völdum þessara hreinsiefna á undanförnum árum. Og þetta er ekkert sem hægt er að laga. Heilinn endurnýjast ekki hafi hann einu sinni orðið fyrir skemmd- um. Nú er eitt mál af þessum toga í gangi hér á landi, en annars hefur það ekki komið upp á yfirborðið fyrr, þó mann gruni að einhverjir leynist á meðal okkar sem orðið hafa fyrir heilaskaða, en ekki verið meðhöndl- aðir sem slíkir. Mann grunar jafnvel að læknastéttin sé ekki nógu vel upp- lýst um atvinnusjúkdóma sem þessa og sjúklingar því stundum ranglega ákvarðaðir með aðra sjúkdóma, t.d. Parkinsonsjúkdóm, sem sýnir mjög lík einkenni. 2. Reykingaloft Það hefur stund- um verið hringt til skrifstofu FBM og spurst fyrir um það hvernig eigi að bregðast við reyk- ingum á vinnustað. Oft hafa risið upp þónokkrar deilur um þetta og menn átt erfitt með að koma sér saman um lausn á málum. Þá hefur verið vísað til Vinnueftirlits- ins, en ekki veit ég hvernig þeim hefur tekist til. Oft er reynt að koma sér saman um einhvern ákveðinn stað þar sem menn mega reykja, en stundum er það svo að menn hlíta hvorki boð- um eða bönnum og ganga um með sinn vindilstúf hvað sem hver segir. Þetta er náttúrlega alveg ófært og þess vegna vil ég vekja hér athygli á grein eftir einn stjórnarmann Vinnu- eftirlitsins Jón R. Pálsson hdl. sem skrifaði nýlega um þessi mál í frétta- blað VSÍ „Af vettvangi“. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að vinnuveitend- um sé heimilt að banna allar reyking- ar á vinnustað. Fyrst skuli leita eftir samkomulagi við starfsmenn um reyk- ingabann og haft við þá samráð um þessa ákvörðun. Síðan skuli tilkynna bannið með formlegum hætti og bannskilti hengd upp á áberandi stöð- um. Náist ekki samkomulag við starfs- menn telur Jón að atvinnurekendur hafi engu að síður heimild til að banna allar reykingar á vinnustað. Þetta er mjög mikilvægt atriði vegna þess að þarna virðist sem at- vinnurekandi geti höggvið á mjög erf- iða samskiptahnúta sem geta myndast á milli fólks á vinnustað. Jón telur eðlilegt að bannið sé til- kynnt þeim sem hyggjast virða það að vettugi með sama fyrirvara og upp- sagnarfrestur viðkomandi er. Einnig sé bannið tilkynnt til Vinnueftirlitsins eða viðkomandi heilbrigðisnefndar. Ef starfsmaður lætur ekki segjast, þá geti vinnuveitendur einnig vfsað mönnum af vinnustað og ef þeir brjóta það ítrek- að þá sé heimilt að rifta ráðningar- samningi við starfsmann án frekari fyr- irvara, enda hafi hann verið aðvaraður áður. Það er eins með reykingarnar og líf- rænu leysiefnin, að viðhorfin til þess- ara mála hafa breyst mikið að undan- förnu. Það er ekki lengur fínt að reykja. Það er miklu frekar talið til tekna að reykja ekki. Heilu vinnustað- irnir eru nú orðnir reyklausir og þeir sem enn þá reykja verða að fara útaf vinnustaðnum til að svala nautn sinni. Þetta er mikil breyting. 3. Mengun frá rakatækjum Þriðja atriðið sem ég minntist á er mengun frá raka- tækjum. Þetta er ekki mjög algengt, en hefur þó komið upp í tveimur stór- um prentsmiðjum á undanförnum ár- um. Þetta á sérstak- lega við í prentun þar sem rakastigið þarf að vera hæfi- legt til þess að prentunin gangi eðlilega fyrir sig. Ef þau eru ekki þrifin nógu oft þá myndast örverugróður í þeim sem þyrlast út í andrúmsloftið með rakan- um og geta menn þá sýkst af svokall- aðri rakatækjasótt. Sama sagan er hvað varðar loftræsti- kerfi. Ef þau eru ekki þrifin reglulega þá getur myndast í þeim sams konar ör- verugróður og í rakatækjunum og þeg- ar þau eru sett í gang úða þau sýklun- um út um allt. Sv. Jóh. PRENTARINN 3.12. '92 19

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.