Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 21

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 21
bakkaveginn í átt að Laugarvatni. Yfir Lyngdalsheiði var þrætt og ekki stans- að fyrr en á höfuðbóli okkar í Miðdal og þá var komið hreint „Majorka- veður" eins og vera ber á svo helgum stað. Það var erfitt að fá ferðalangana upp í bílinn að nýju. Þeir vildu helst vera þarna áfram í blíðunni. Áfram var samt haldið austur að Geysi og snæddur hádegisverður á hótelinu í boði lífeyrissjóðsins. Síðan var hvera- svæðið skoðað, en að því loknu haldið sem leið liggur austur að Gullfossi. Geysisskálin. Þar var dvalið nokkra stund og foss- inn barinn augum og myndaður í bak og fyrir. Eins var minnisvarðinn um Sigríði í Brattholti skoðaður en hún kom á sínum tíma í veg fyrir að foss- inn væri seldur útlendingum til virkj- unar. Á heimleiðinni var stansað í Skeiðarétt, sem er eitt fallegasta mannvirki á íslandi, en síðan lögðum við lykkju á leið okkar og fórum niður Flóa, yfir Ölfusá og um Hjallahverfi upp í Hveragerði og áðum í Eden, áð- ur en við héldum til Reykjavíkur. Þetta var skemmtilegur dagur eins og svo oft áður í ferðalögum með eldri félögum. Sv.Jóh. Ur baráttunni Gísli R. Gíslason. Góðan daginn, Gísli Ragnar. Góðan daginn, sæll vertu. Hvernig hafið þið það í Steindórs- prenti/Gutenberg? Alveg ágætt, þakka þér fyrir, nóg að gera, flestir heilir heilsu og mórallinn góður. Hvernig líkar þér við nýju húsbœnd- urna? Samruninn lofar góðu. Ég held að það hafi verið nálægt 12 manns sem ýmist kusu að hætta störfum eða urðu að víkja þar sem störf þeirra voru sameinuð öðrum eða lögð nið- ur. Hvað með kjörin og verkefnin? Ja, launakjörin eru nær óbreytt, held ég. Verkefnin eru mikið þau sömu og jafnframt vona ég að þau verði fjölbreyttari en þau voru áður. Þú ert sem sagt sáttur við þetta allt saman? Þessi samruni Steindórsprents og Gutenbergs gekk mjög fljótt og vel fyrir sig og lofar góðu. Flestir virðast ánægðir og líta bjart fram á veginn enda spennandi að takast á við ný og aukin verkefni. Ein svona aukaspurning. Ætlið þið að mœta til leiks í næsta innanhúss- knattspyrnumóti? Það máttu bóka, við teljum okkur eiga titil að verja og lumum á leyni- vopni. Þú vissir vel að undirbúningur sumarþings á Alþingi varð þess vald- andi að við gátum ekki sýnt ykkur hvernig á raunverulega að spila inn- anhúsknattspyrnu en við mætum næst, annað hvort væri nú. Það er bara svona! Eiga þá hin lið- in að fara að œfa betur? Auðvitað mega þeir æfa sig, en, ja, þetta verður allt auðvelt. Þakka þérfyrir Gísli og gangi ykk- ur vel þarna í Síðumúlanum. Þakka þér sömuleiðis, blessaður. Þorsteinn Veturliðason hringdi. Hjá Guðjón Ó hf. er leigutaki þrotabús Guðjón Ó hf. a.m.k. út þetta ár. Að sögn forráðamanna fyrirtækis- ins eru 24 á launaskrá. Hafa fyrrum viðskiptavinir kunn- að að meta frábæra þjónustu og vinnubrögð síðustu áratuga og því haldið tryggð við starfsfólkið og tek- ið gæði framleiðslunnar fram yfir takmarkalaus niðurboð samkeppnis- aðila. þ.v. Fv. Þórleifur V. Friðriksson, Siguröur Þorláksson og Ólafur Stolzenwald. PRENTARINN 3.12. 92 21

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.