Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 22

Prentarinn - 27.09.1992, Blaðsíða 22
Evrópska námsstefnan um skrift og „kalligrafíu" (1992 European Callitype Symposium) Þann 9. ágúst hófst mikilvæg náms- stefna um skrift í menningarmiðstöð- inni í Oostmalle í Belgíu. Hvatamaður og skipuleggjari þessarar námsstefnu er Ludo Devaux, sem sjálfur er góður skrifari og týpograf. Það voru um 98 leturgerðarmenn frá 16 þjóðlöndum sem sáu sér fært að koma á náms- stefnuna, sumir langt að eða frá Ástralíu, Bangladesh og Suður-Afr- íku. Aðdragandi að því að ég fór á þessa námsstefnu var það að ég átti því láni að fagna að hitta Julian Waters í Washington nú í sumar. Hann er tal- inn vera einn besti skrifari og letur- gerðarmaður Bandaríkjanna um þess- ar mundir. Julian bauð mér að skoða eitt af hinum frægu listasöfnum Smithsonian stofnunarinnar, Arthur M. Sackler Gallery, en þar stóð yfir sýning á list frá Mesapótamíu en svo hét hið forna ríki milli Efrat og Tígris, þar sem nú er íranskt landsvæði. Þar þróaðist letur súmera um 3300 fyrir Krist. Trjáviður, steinn og járn voru þar af skornum skammti en nóg var þar af leir og var skrifað á hann allt til 500 f.Kr. Skriftarkerfið sem Súmerar notuðu er nefnt cuneiform á ensku en orðið er dregið af latneska orðinu cuneus sem merkir eitthvað sem er fleyglaga. Þarna mátti sjá listaverk smíðuð úr gulli, skelplötum og blá- steini (lapis lazuli) og eru styttur oft skreyttar fleygrúnum. Fegurð þessara fornu listar ólýsanleg. Julian sagði mér frá námsstefnunni í Belgíu, en þar var hann ráðinn sem leiðbeinandi. Julian, sem er fæddur í Hamshire í Englandi árið 1957, flutti til Bandaríkjanna með foreldrum sín- um 15 ára að aldri. Móðir hans, Sheila, er frægur skrifari og féll hér sem svo oft áður eplið ekki langt frá eikinni. Meðal kennara Julians er Hermann Zapf og tók Julian við kennslu hans við Tækniháskólann í Rochester. Þar sem ég hafði áður reynt að komast til Oostmalle kom þetta vel á vondan og varð það úr að ég hélt til Belgíu og skrifaði mig inn á nám- skeiðið hjá Julian. Þar sem menn gátu valið tvö námskeið, valdi ég einnig námskeið hjá Susan Skarsgard. Hún er af norskum ættum, en er bandarísk- ur ríkisborgari. Skrifað með pennanum „the ruling pen" hjá Julian Waters. Julian var með tvö námskeið. Það fyrra fjallaði um rómversku hástafina bæði á formrænan og frjálsan hátt. Hér var letrið skrifað með penna og fyrirmyndirnar voru m.a. letrið á Traj- an súlunni. Þetta var mjög forvitnilegt námskeið, sérstaklega þar sem viðhorf meistarans Zapf skein í gegnum nem- andann Julian sem einnig hafði þróað með sér persónulegan stíl. Hinar frjálsu útfærslur Julian og aðferðar- fræði hans voru einnig mjög athyglis- verð. Julian sýndi á hinu námskeiðinu meðferð á nýjum penna „the ruling pen", og beitti svipuðum aðferðum og í hinni frjálsu meðhöndlan á róm- versku stöfunum. Susan Skagsgard var einnig með tvö námskeið. Það fyrra var hönnun bók- ar byggða á „kalligrafíu". Seinna nám- skeiðið fjallaði um ítalska skrifletrið. Susan lagði áherslu á stafa- og orðabil og fjaðurmagnaðan takt. Aðdáun mín á ítalíuletrinu hafði aukist að mun við að skoða handrit á ítalíu í fyrrasumar bæði í Vatikaninu og svo í handritasöfnum í Flórens. Susan taldi sig vera hægasta skrifara veraldar og hún virtist hugsa við hvert skerf eða strik sem hún gerði. Sú virð- ing sem hún sýndi handverkinu var fyrir mig ný heiluslind, sem virtist græða öll hin djúpu sár sem myndast höfðu í hraða nútímans. Aðferð henn- ar var vægast sagt frábær. Fleiri námskeið voru í gangi en ég hefi nú þegar minnst á. Ann Hechle frá Bretlandi var með námskeið m.a. um vægi textans og leturval. John Stevens frá Bandaríkjunum, búsettur á Long Island, kenndi notkun pensils við teiknun rómversku hástafanna og á seinna námskeiðinu tók hann fyrir gotneska letrið Fraktur, en það er vin- sælt sakir hins skrautkennda stfls. Þessi aðferð með pensilinn vakti óskipta athygli mína og er John Stevens vissulega meistari í leturgerð. Þá gladdi það mig mjög að kynnast 22 PRENTARINN 3.12.'92

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.