Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 9
Asa Ólafsdóttir myndlistamaður tekur við styrk Jýrir hönd Samspils. Sæmdarréttur Sæmdarréttur höfimda er önnur hlið á höfundarétti, sem kemur að sæmd höfundar og banni á breyt- ingum á höfundaverki og er þessi réttur höfundar ekki framseljanleg- ur. I tengslum við sæmdarrétt er sú skylda þeirra sem birta verk höf- unda að geta nafns höfundar og heitis verks. Sæmdarréttur gildir um öll verk án tímatakmarkana en að öðru leyti gildir sú regla að sæmdarréttur gildir í 50 ár eftir lát höfundar. Til hvers Myndstef? Kalman le Sage de Fontenay, grafískur hönnubur og stjórnarmaöur stiklar á stóru um starfsemi og tilurb Myndstefs Myndstef - Myndhöfundasjóður Islands - var stofnað árið 1991 af Sambandi íslenskra myndlistar- manna - SÍM, Félagi grafiskra teiknara — FGT, Ljósmyndarafélagi Islands og Félagi íslenskra teikn- ara - FÍT. Síðan bættust við Arki- tektafélag íslands og Félag leik- mynda- og búningahöfunda. Seinna hefur bæst við fjöldi ein- staklinga sem hafa sótt um ein- staklingsaðild. Það eru mestmegn- is einstaklingar, sem eru utan íyrr- neíhdra félaga, með höfundarétt sem þeir vilja láta Myndstef sjá um fyrir sig. Stjómarformaður og fmmkvöðull að stofnun Myndstefs er Knútur Biuun hrl. og hefur liann ásamt stjóm Myndstefs unn- ið hörðum höndum að tilverurétti þessara samtaka og framgangi þeirra. Aðalmarkmið Myndstefs er að halda utan um höfundarétt félags- manna vegna opinberra endurbirt- inga og sýninga á verkum þeirra og að vinna að almennri höfunda- réttargæslu á þessu sviði. Mynd- stef innheimtir höfundaréttargjöld vegna endurbirtingar á verkum fé- lagsmanna og skilar til þeirra. Myndstef fylgist einnig með og reynir að hafa áhrif á þróun laga, reglna og viðskiptahátta á þessu sviði. Einnig sér Myndstef um samningagerð fyrir félagsmenn, jafnt við opinbera aðila sem einka- aðila, um höfundaréttarleg hags- munamál. Hinn 7. september 1992 hlaut Myndstef lögformlega viðurkenn- ingu menntamálaráðuneytisins tii þess að annast hagsmunagæslu fyrir myndhöfunda, sbr. neðan- greinda tilvísun úr bréfi ráðuneyt- isins: „Að fengnum meðmælum Höfúndaréttamefndar veitir Menntamálaráðuneytið Myndhöf- undasjóði íslands Myndstefi lög- formlega viðurkenningu í sam- ræmi við 2. mgr. 25. gr. höfunda- laga nr. 73/1972 svo sem þeim var breytt með 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/1992, enda uppfylli samtökin skilyrði ákvæðisins og takist á hendur ábyrgð vegna krafna utan- félagsmanna um greiðslur fyrir af- not sem byggjast á samningi sem Myndstef hefúr gert.“ Samþykktir Myndstefs vom staðfestar af menntamálaráðherra 10. júlí 1995, sbr. Stjómartíðindi B 72/1995 og gjaldskrá staðfest 29. janúar 2001. Höfundaréttur Enginn má nota eign annars manns nema með hans leyfi. Þetta á jafnt við um hlutlægan sem hug- lægan eignarrétt. Höfúndaréttur fellur undir huglægan eignarrétt og þess vegna skal sá sem vill fá af- not af verki sem er bundið af höf- undarétti fá leyfi höfundar til af- nota og greiða sanngjarna þóknun fyrir þau. Fylgiréttargjald Við endursölu myndverka á list- munauppboðum eða hjá öðrum listaverkasölum leggst 10% gjald ofan á söluverð sem rennur til við- komandi höfúndaréttarhafa. Gjald þetta gefúr höfundi hlutdeild í markaðsverði vegna endursölu á verkum hans. Hvernig myndverk falla undir höfundarétt? Það má með réttu segja að öll myndverk falli undir reglur höf- undaréttar og skiptir þá engu list- rænt gildi myndverkanna. Samt má segja að til að myndverk teljist gott og gilt verði það að hafa í sér sjálfstæða sköpun og persónulegt handbragð höfundar. Til myndverka má telja t.d.: málverk, Ijósmyndir, höggmyndir, teikningar, allskonar uppdrætti, leiksviðsmyndir og búninga. A síðari árum hefúr orðið stór- kostleg aukning á notkun myndefnis í prentmiðlum, í sjón- varpi, á Netinu og í stafrænu formi. Aukin tækni á öllum þess- Menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, flutti rœðu við afhendingu styrkjanna. Með honum á myndinni eru frá vinstri: Knútur Bruun form. Myndstefs, Pjetur Stefánsson form. úthlutunarnefndar og Guðlaug Jakobsdóttir starfsmaður Myndstefs. um sviðum og aukin þörf á notkun myndefnis kallar á betra aðgengi að myndefni höfúnda. Gæta þarf að réttindum höfunda en þó þannig að aðgengi notenda sé auð- velt. Þess hefúr verið gætt við gerð viðmiðunargjaldskrár Myndstefs að ekki sé verið að taka óeðlilega þóknun fyrir afnot af áður birtum verkum. Gjaldskráin er i heild sinni á Netinu á vefslóðinni: www.myndstef.is og er öllum opin. Þar er að finna allar upplýs- ingar um hina ýmsu flokka sem gjaldskyldir eru. A síðasta ári fluttist Myndstef ásamt Samtökum íslenskra mynd- listarmanna og Upplýsingamiðstöð myndlistar í nýuppgert húsnæði í hjarta Reykjavíkur að Hafnarstræti 16. Nýverið var opnað tölvuver og bókakaffi þar sem gestir og gang- andi hafa aðgang að tölvuverinu til að skoða og kymia sér myndlist á Netinu. Auk þess geta myndhöf- undar nýtt sér tækin til vinnu við smærri verkefni. Kaflaskil í sögu Myndstefs urðu þegar fýrstu styrkimir til myndhöf- unda voru veittir. Fimmtudaginn 26. september s.l. voru afhentir ferða- og verkefnastyrkir á vegum Myndstefs, samtals að upphæð kr. 6.500.000. Um verkefnastyrki sóttu 35 myndhöfúndar, en í þeim flokki voru veittir 10 styrkir að upphæð kr. 300.000 hver og 10 styrkir að upphæð kr. 200.000 hver. Um ferðastyrki sóttu 28 myndhöfundar og vom veittir 15 styrkir að upphæð kr. 100.000 hver. Ætlunin er að veita ferða- styrki tvisvar á ári og verkefna- styrki einu sinni á ári og geta allir áhugasamir listamenn sótt um styrki til ákveðinna verkefna úr þeim sjóði. Félögin sem standa að Myndstefi tilneffia fólk í dóm- nefndir til tveggja ára í senn. Höfúndur er formaður Félags grafiskra teiknara og fúlltrúi í stjórn Myndstefs ffá stofnun. Myndir eru eftir Ragnar Th. Sig- urðsson ljósmyndara og voru tekn- ar við afhendingu styrkja 26. sept- ember 2002. Merki félagsins er hannað af Gísla B. Bjömssyni, graffskum hönnuði og fyrrverandi stjómarmanni í Myndstefi. Strax eftir opnun tölvuversins tóku gestir að nýta sér aðstöðuna. PRENTARINN ■ 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.