Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 14
Brot úr fjóröa kafla bókarinnar Fyrsta daginn sem ég mætti til vinnu sem aðstoðarmaður á bók- bandi, napran þriðjudagsmorgun i janúar, hafði ég bytjað á því að fela ferðatöskuna mína í snjó- skafli fyrir utan, undir brotnu tré- bretti, sem hallaði upp að austur- gafli prentsmiðjunnar, og sótti hana síðan í hádegishléinu, þegar enginn sá til, dustaði í flýti af henni snjóinn og faldi hana síðan undir rifnum kápum og örkum á bak við heftiranasamstæðuna, fyr- ir aftan loftmótorinn. Þegar fyrsta vinnudeginum mínum lauk, rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið, stimplaði ég mig út og fór upp í fataherbergið, eins og allir hinir, opnaði skápinn minn, klæddi mig í jakkann og klappaði síðan nteð flötum lófum á vasana, tautaði eitthvað fyrir munni mér, gerði mig aulalegan í framan og sagðist hafa gleymt sígarettunum mínum inni í austurálmunni, fór aftur niður, klofaði yfir heftirana- samstæðuna fyrir aftan kápustöð- ina, hlustaði í stutta stund eftir fótatökum eða mannamáli og tróð mér síðan framhjá loftmótornum, sem var ennþá vel heitur eftir erf- iði dagsins, og settist gætilega ofan á töskuna mína, beygði mig í bakinu og beið eftir því að allir færu heim og ljósin yrðu slökkt. Tíminn leið óskaplega hægt, vöðvarnir stirðnuðu, verkir byrj- uðu að læðast um og taka sér ból- festu í liðamótunum, nefið fylltist af ryki, ég andaði að mér heitri Stefán IV smurlyktinni úr loftmótomum og starði niður á gólfið, renndi þreyttum augunum fram og aftur yfir krumpaðar og rifnar kápur og arkir og las aftur og aftur heilu og hálfú setningarnar sem blöstu samhengislausar við mér,... at- ferli kola í Breiðafirði, ... allir hófar öfugt á merinni, ... markviss kæling, ... trú á fiskeldi,... sið- mennt og lífsleikni, ... fyrir konur sem vilja,... töfrateppi,... heilsu- samlegir fróðleikspunktar,... hús- ráð gegn,... brauðterta með laxi og, ... menningararfinum,... á eigin spýtur,... stíll og flottheit,... þunglyndi er hin nýja farsótt,... dæsti og reyndi að hreyfa mig ör- lítið af og til, lyfta öxlunum, velta höfðinu, ýta bakinu tii og frá, slaka á höndunum og kreppa tærnar inni í svitablautum skón- um, og ég horfði inn í heftirana- samstæðuna, elti rykfallnar loft- leiðslur með augunum og tengdi þær saman í huganum, taldi smurkoppana, gormana, öxlana, sveifarnar og tannhjólin, og svo reyndi ég að finna eilitla rifu sem ég gæti séð klukkuna á veggnum fyrir ofan þrískerann í gegnum, en ég sá aðeins rétt glitta í hana í gegnum lítið gat á milli fyrstu og annarrar stöðvarinnar og mér sýndist stóri vísirinn vera á milli tvö og þrjú, en hvort sá litli var á átta eða níu, eða bara á milli sjö og átta, gat ég ómögulega séð, hvernig sem ég pírði augun og skekkti mig og skældi. Stuttu seinna heyrði ég dauft fótatak, sem færðist nær, og ískur í hjólum, síðan þögn, smá þrusk, meira ískur og dálítið skrölt og síðan þreytuleg fótatök hinum megin við vélina, og gutl í vatni og síðan þungt skvamphljóð, eins og eitthvert blautt dauðyfli hefði dottið í gólfið, og síðan byrjaöi dauðyflið að skríða til og frá á gólfinu og þá hreyfði ég höfúðið frá vinstri til hægri og fann ntjóa rifú á vélinni og sá í gegnurn hana pínulitla, hjólbeinótta konu, klædda í hvítan hlýrabol og bleik- ar, pokalegar íþróttabuxur, með hrokkið hár, langt nef, sigin brjóst, stóran rass og breiðar mjaðmir, sem hrærði í drullunni á gólfinu með skítugri, grábrúnni moppu á löngu skafti, á milli þess sem hún góndi út í loftið og fletti með appelsínugulum gúmmí- hönskunum í gegnum tímaritin á vinnuborðinu lians Bjarna gamla, og stakk að lokum nokkrum þeirra í vagninn sinn, á milli vatnsfötunnar og nokkurra bursta og sápubrúsa, áður en hún dró hann ískrandi til baka á eftir sér út úr austurálmunni og eitthvað fram, og stuttu seinna slökknaði ljósið og allt varð svart og þá fór mér að líða aðeins betur. En ég leyfði tímanum að líða hægt aðeins lengur, hreyfði mig ekki og hlustaði á suðið í vatns- lögnunum, á brakið í veggjunum og þakinu, á skröltið í loftræsting- unni frammi í salnum, á kippina í kólnandi vélunum, á létta smell- ina í sekúnduvísinum í klukkunni fyrir ofan þrískerann, og á þögn- ina á milli þeirra, sem varð alltaf lengri og lengri, hreyfði mig ekki og hlustaði þangað til ég var viss um að engin sál væri eftir í hús- inu, að ræstingakonan væri búin að skúra og ganga ífá vagninum sínum, búin að hengja upp gúmmíhanskana og klæða sig í kápuna sína, farin út og búin að ræsa þjófavarnarkerfið og loka og læsa á eftir sér og horfin eitthvert út í kuldann og kvöldrökkrið, fót- gangandi, á eigin bíl eða í strætis- vagni, og þá stóð ég á fætur, stirð- ur og dofínn, rétti úr bakinu og lét braka í hnjánum, öxlunum, hálsinum og hryggjarliðunum, lyfti fótunum til skiptis, velti höfðinu í hringi, teygðiúr mér, tók töskuna upp af gólfinu, tróð mér til baka framhjá loftmótorn- um, klofaði varlega yfir heftirana- samstæðuna og gætti mín á að krækja ekki skálm eða ermi í járnhlífar, pinria eða stilliskrúfur, lagði síðan töskuna frá mér, sett- ist á stól við borðið, snýtti mér í pappirsþurrku og kveikti mér síð- an í langþráðri sígarettu, hristi eldspýtuna og henti henni í ösku- bakkann, tók út úr mér sígarett- una, lygndi aftur augunum og blés reyknum út um nasirnar. Eftir að hafa náð í tannburstann minn, greiðuna mína og næstum því alveg tóma tannkremstúpu í snyrtiveskið mitt, lokaði ég því og töskunni aftur og faldi hana síðan í hillu upp við loft í bílskýlinu, á bak við þrjá rykfallna, brúna pappakassa, sem í voru nokkur 14 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.