Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 17
sem þar fer fram getur útkoman orðið hræðileg. Góð útkoma í prentun á dagblaði og öðrum prentgripum (vegna þess að við prentum fleira en dagblöð) bygg- ist á samvinnu. Auk þess er rétt að taka fram að þátttaka í IFRA keppninni er einungis lítill hluti af gæðastarfi okkar. Við vildum gjarnan fá að vita hvernig við stæðum okkur í samanburði við þá bestu í heimin- um og hvernig við gætum orðið betri, til hagsbóta íyrir viðskipta- vini og okkur sjálfa. Ekki er nóg að við segjum við okkur sjálfa að við séum góðir, heldur vildum við fá óháðan aðila til að meta það. wn Til að prentgripur geti verið okkur til sóma þurfa þau aðföng sem við notum að vera í samræmi við hússtaðal og auk þess þarf prentvélin að vera í góðu lagi. Við höfum farið skipulega í gegnum hvernig allt hráefni sem við not- um sé gott og alltaf eins. Um er að ræða atriði eins og pappír, farfa, blanket, font og fleira. Einnig verður forvinnslan að vera í lagi og innan þeirra skekkju- marka sem við höfúm skilgreint. Við veijum miklum tíma í íyrir- byggjandi viðhald þannig að prentvélin virki eins og til er ætl- ast. Það sem skiptir þó mestu máli er sá sem prentar á vélina. Hvað er það sem mætir honum? Aður en hver einstakur prentari fer í gang veit hann að keyra þarf í gegnum vélina um það bil 30.000 eintök á klukkutíma. Hann þarf að stilla og hafa eftirlit með 400 farfaskrúfúm. Hann þarf að skila frá sér 7.000 tonnum af pappír á klukkutíma. „Örkin“ hans er 168 x 112 cm. Og hann er að prei samtímis á báðar hliðar á tveimur örkum. Þær þurfa náttúrulega að falla vel saman og hann þarf að láta þær passa við það sem aðrir prentarar á vaktinni eru að gera á hinum hlutum vélarinnar. Það er ekki ofsagt að prentun á dagblaði er samvinna. Var ég búinn að nefna fontinn, sem er bæði besti vinur og versti óvinur prentarans? Síðan er kapphlaupið við tímann. Fyrir aftan er hópur af fólki sem bíður eftir blaði, pökkunarfólk, bílstjórar, blaðburðarfólk og les- endur. Yfir öllu þessu eru svo hinir kröfuhörðu auglýsendur sem virðast alltaf fá eina gallaða ein- takið í öllu upplaginu. ta prentlitur o{ fleira. Þannig að ef þeir sem skipta við okkur vilja vera örugg- ir um að efnið þeirra líti vel út þá verða þeir að laga efni sitt að prentvélinni í samvinnu við okk- ur. Samvinnan við viðskiptavinina verður því að vera góð. Þetta er sá grunnur sem við stöndum á. Afgangurinn veltur svo á okkur. í því efni skiptir öllu að hafa á að skipa úrvalsstarfsfólki. Hvernig er svo úrvals- starfsfólk? Úrvalsstarfsfólk veit hvað þarf og hvað er hægt að gera og fram- kvæmir það. Við mælum regluleg komu á blaðinu þannig að menn geti fylgst með hvernig þeir hafa verið að standa sig. Bæði er um að ræða litamælingar og sjónrænt mat á prentgripnum. Þannig geta menn séð hvað þeir voru nálægt staðli og bætt sig ef þurfa þykir. Við höfum eingöngu notað þetta til að menn gætu bætt sig sjálfir. Við höfum ekki safnað saman upplýsingum um hvem einstakan prentara, enda teljum við að mæl- ingar sem miða að öðru en því að menn bæti sig sjálfir séu dæmdar til að mistakast. Við búum svo vel að hafa á að skipa góðum prenturum. Þeir eru vel menntaðir og hafa mikla Hvab er hægt ab gera til að uppfylla kröfurnar? Við höfúm búið til hússtaðal. Hann snýst í stuttu máli um að geta sagt: „Svona prentum við og við prentum alltaf eins.“ Við get- um kallað það fingrafar prentvél- arinnar. Þetta fingrafar tekur meðal annars mið af því hvaða pappír er notaður, hver er punkta- stækkunin, hvaða blanket er not- Að vita er sú menntun og reynsla sem menn hafa tileinkað sér og að framkvæma snýst um hvernig einstaklingurinn vinnur úr hæfileikum sínum og reynir að bæta sig. Við hjá Morgunblaðinu aðstoðum menn við að ná fram því besta hjá sjálfum sér. Við telj- um að hver og einn viti best hvar hæfileikar hans liggja, styrkur og veikleikar. reynslu. Það gladdi okkur til dæmis mikið í íyrra þegar helsti sérfræðingur IFRA í litastjórnun, Jóhann Leide, sagði frá því að hann hefði aldrei hitt jafnhæfan hóp af prenturum sem þekktu svo vel til grunnaðferðafræði litafræð- innar sem prentararnir á Morgun- blaðinu. Ég Iýsti áður því álagi sem prentarans bíður á vaktinni. Að keyra blaðaprentvél snýst um prentun, brot og skurð, allt á sama tíma. Vélin keyrir 500 metra á mínútu. Þarna fer aðalgæðavinnan fram, hér og nú. Eftir prentun á einu Morgunblaði er 225 km pappírsstrangi frá prentvélinni orðinn að dagblöðum. Til að sá strangi sé í lagi verða starfsmenn að vera á tánum allan tímann og fylgjast með hvað er að gerast og bregðast strax rétt við ef eitthvað er að fara úrskeiðis. I þvi liggur galdurinn. Texti: Jakob V. Gubmundsson PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.