Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 19
Litir og ljós í hínum grafíska iönaöi er ein- hverskonar samanburður lita algengur og nauðsynlegur. Stundum þarf að bera saman liti prentmynda og fyrirmynda, stundum lit á rastagrunni við litsýnishorn frá viðskiptavini og þanníg mætti lengi telja. Oft er þessi samanburður nokkuð nákvæmur og því gegnir furðu hversu fáir notast við stööluö skoðunarskilyrði. í þessari grein er ætlunin að skýra örlítiö hvað átt er við með „stööluð skoð- unarskilyrði" og hvers vegna þau eru nauðsynleg við skoðun og mat lita. Einnig er ætlunin að fjalla svolítið um ISO 3664 staðalinn frá 1999 fyrir skoð- unarskilyrði í grafískum iðnaði og Ijósmyndun. Litir og Ijós Breski eðlisfræðingurinn Isaac Newton (1642-1727) sýndi fyrst- ur manna með tilraunum að hvítt ljós er í raun sett saman af fjölda lita. Tilraun Newtons fólst í því að senda sólargeisla í gegnum margstrending (s.k. prisma). A leið sinni í gegnum margstrend- inginn brotnar einlitur ljósgeislinn í marga litaða geisla þar sem sjá má litróf ljóssins. Hinn hvíti sól- argeisli reynist þannig í raun sam- anstanda af mörgum litum. Ljós er oftast skilgreint sem rafsegulbylgjur á tilteknu bylgju- lengdarsviði. Hver litur litrófsins hefur ákveðna bylgjulengd. Full- komið litróf sýnilegra bylgju- lengda nær frá u.þ.b. 380 nm (fjólublátt) til 780 nm (rautt). Sér- hver ljósgjafi geislar frá sér ljósi sem hefur örlítið mismunandi lit- rófsdreifingu en hana má sýna með s.k. litrófskúrfu. Litrófskúrf- an sýnir styrk einstakra bylgju- lengda tiltekins ljóss. Þær bylgju- lengdir sem eru sterkastar ráða litblæ ljóssins. Fullkomlega hvítt ljós hefur jafna litrófsdreifingu, þ.e.a.s. styrkur allra bylgjulengda hins sýnilega litrófs er jafn, eða því sem næst. í raun er þó full- komlega hvítt ljós ekki til því „hvítt ljós“ getur verið allt frá því að vera örlítið rauðleitt til þess að vera bláleitt, án þess þó að við veitum því sérstaka athygli. er að sjálfsögðu háð litrófslegri samsetningu ljóssins sem fellur á hlutinn, m.ö.o. lit þess. Tómatur drekkur í sig grænu og bláu litar- þættina úr hvítu ljósi en endur- kastar þeim rauðu. Sé ljósið fátækt af rauðum ljós- bylgjum endurkastar tómaturinn litlu ljósi og litur hans virðist ekki lengur rauður. í bláu ljósi eru engar rauðar ljósbylgjur og þvi myndi tómaturinn virðast svartur í slíku ljósi því hann endurkastaði engum ljósbylgjum. Litskynfæri okkar virðast að einhverju leyti taka tillit til ljósgjafans og leið- rétta litskynjunina eftir honum. Þetta hefur verið nefnt litfasta. Við sjáum þannig liti kunnug- legra hluta ávallt eins, nokkurn veginn óháð lit ljóssins sem við erum stödd í. Erfiðara getur reynst að dæma um liti hluta, sem við höfum ekki séð áður, ef litur ljóssins er ekki hvítur. Margir hafa eflaust keypt sér flík sem e.t.v. virtist svört í versl- uninni en reynist síðan hafa græn- an eða bláan blæ þegar heim er komið og hún skoðuð í öðru ljósi. Við gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því aó ljósið sem við erum stödd í er e.t.v. langt frá því að vera hvítt. Glóperur sem notaðar eru til lýsingar í flestum heima- húsum senda frá sér ljós sem er fremur fátækt af stuttum ljós- bylgjum (bláum) en er að megn- inu saman sett af löngum ljós- bylgjum (rauðum og gulum). Ljós glópera er því i raun fremur rauð- leitt en við veitum því yfirleitt ekki athygli. Sjónkerfi okkar að- lagast lit ljóssins. Litir Ijóss Litur ljóss er vanalega skilgreind- ur með s.k. lithita. Mælieiningin fyrir lithita er Kelvin (K). Kelvin er í raun mælieining fyrir hitastig, rétt eins og Celsíus sem við þekkjum. 0° á Kelvin samsvara -273,16° á Celsíus. Tengslin milli hitastigsins og litar fást með hin- um svonefnda svarthlutar-geislara en litrófssamsetning ljóssins sem hann geislar frá sér ræðst af hita- stigi lians. Þegar málmur er hitað- ur upp í nægilega hátt hitastig byrjar hann að glóa. Litur ljóssins sem geislar frá heitum málminum breytist frá rauðu yfir í blátt eftir því sem hitastigið hækkar. Litur ljóssins er því háður hitastigi málmsins. Því hærra sem hitastig málmhlutarins er því bláleitara (kaldara) er ljósið sem hann geisl- ar frá sér. Hærri gildi á Kelvin skalanum þýða þess vegna kald- ara ljós. Samkvæmt staðli CIE (Commission Internationale d’ Eclairace) frá 1931 hefur 100 sjc É>, Litir hluta ráðast af lit Ijós- gjafans og lit þess Ijóss sem end- urkastast af hlutnum til sjónkerfis okkar. Eflitur Ijósgjafans breytist gerir litur hlutarins það einnig. Litir hluta Við sjáum að tómatar eru rauðir, sítrónur gular og grasið grænt. Litir þessara fyrirbrigða og raunar allir aðrir litir í kringum okkur verða til íýrir samspil ljóssins, sjónkerfis okkar og litarefna í hlutunum sjálfum. Hlutir fá lit vegna þess að litarefni í þeim endurkasta hluta rafsegul- bylgna ljóssins sem fellur á þá en drekka hluta þeirra í sig. Það er litrófsleg samsetning þessa endurkasts, m.ö.o. hvaða bylgju- lengdum ljóssins hluturinn endur- kastar, sem ræður því hvaða lit við sjáum á viðkomandi hlut. Lit- rófsleg samsetning endurkastsins Styrkur A myndinni má sjá hlutfallslegan styrk Ijóss á hinu sýnilega bylgju- sviði. Kúrfur sem þessar kallast litrófskúrfur og á þessari mynd má sjá annarsvegar litrófsdreifmgu venjulegs dagsljóss (rauða kúrfan) og hins vegar Ijóss frá dœmigerðri flúrljósaperu (bláa kúrfan). Takið eftir topp- unum sem skaga upp úr kúrfunni á nokkrum stöðum. PRENTARINN ■ 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.