Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.12.2002, Blaðsíða 21
Næsta skref er að koma sér upp vönduðu skoðunarborði frá viður- kenndum framleiðanda. Það er mjög mikilvægt að huga að báð- um þessum þáttum. Ekki er nóg að vera með gott skoðunarborð og koma því svo fyrir á stað þar sem lýsing er breytileg eða litir veggja valda lituðu endurkasti sem hefur truflandi áhrif á nákvæmt mat lita. Það kann að vaxa mörgum í augum að koma upp stöðluðum skoðunarskilyrðum. Það er auð- vitað ekki raunhæft að auglýs- ingastofur eða myndvinnslufyrir- tæki séu máluð grá í hólf og gólf og dregið fyrir alla glugga. Vissu- lega krefst það skipulagningar en oftast er þó hægt, með smá hug- kvæmni og hagræðingum, að breyta ónotuðu skoti eða herbergi í gott skoðunarrými. Skoðunarljósiö Sá ljósgjafi sem er og hefur verið um nokkra hríð notaður sem skoðunarljós fyrir grafíska iðnað- inn kallast CIE D50 ljósgjafi. Þetta er sá ljósgjafi sem kemst næst því að hafa litrófsdreifingu líka dagsljósi, þ.e.a.s. jafnan styrk á bláa, græna og rauða hluta lit- rófsins og lithita 5000 K. Því miður eru ekki til neinir raunverulegir ljósgjafar sem eru nákvæmlega eins og CIE skil- greinir D50 Ijósgjafa. Fullkominn D50 ljósgjafi er nefnilega aðeins til sem fræðilegt líkan, slíkan ljósgjafa er ekki hægt að fram- leiða í raun. Allar perur á mark- aðnum sem seldar eru sem skoð- unarljós eru því aðeins eftirlíking- ar af CIE D50 ljósgjafa. Því nær sem þær eru þessum viðmiðunar- ljósgjafa því betri eru þær. Hafa þarf í huga að ljósgjafi með 5000K lithita er alls ekki það sama og D50 ljósgjafi. Fjöhnargar gerðir ljósapera hafa 5000K lithita, s.k. „dags- ljósaperur", en fleiri þættir en lit- hitinn einn ráða litrófslegum eig- inleikum tilbúinna ljósgjafa. Margir ljósgjafar, sérstaklega flúr- ljós, hafa ekki jafnar eða mjúkar litrófskúrfur heldur eru svæði á kúrfunum þar sem styrkur ákveð- inna bylgjulengda er mjög mikill. Slíkir „toppar“ geta haft veru- leg áhrif á liti. Hugtakið litbirting (color rendering) hefur verið not- að til að lýsa því hvernig eitthvert tiltekið ljós hefur áhrif á áferð lita samanborið við staðlað viðmiðun- arljós með sama lithita. Litbirting ljósgjafa er mæld með s.k. litbirt- ingarstuðli (Color rendering Index-CRI) og er sett fram sem tölugildi á bilinu frá 1-100. Því hærra sem gildið er því betri er litbirting ljósgjafans. Ljósgjafar með litbirtingarstuðul stærri en 90 þykja viðunandi. Skoðunar- ljósið þarf því ekki aðeins að vera hvítt heldur þarf litrófskúrfa þess að vera eins jöfn og mögulegt er þannig að engin bylgjulengd hafi meiri styrk en önnur. Það ætti aldrei að nota 5000K eða dags- ljósaperur til skoðunar á litum. Aðeins perur sem stimplaðar eru D50 uppfylla framangreind skil- yrði. ISO 3664 staballinn Arið 1999 kom fram nýr staðall, ISO 3664, um skoðunarskilyrði í grafískum iðnaði og ljósmyndun og var síðan endurbættur árið 2000. Fram að þessum tíma var í gildi staðall frá 1975 sem var orð- inn úreltur vegna breyttra að- stæðna í grafískum iðnaði á und- anfornum árum. ISO 3664 staðallinn tekur til litrófsdreifingar, birtu og ljós- dreifingar ljósgjafans, bakgrunns og umhverfis skoðunarsvæðis og viðhalds á skoðunarbúnaði. I staðlinum er einnig að finna til- lögur að skoðunarskilyrðum fyrir myndir á litskjám og sýningar og mat á ljósmyndum. í staðlinum er notuð ný skilgreining á því hversu nærri D50 ljósgjafa skoð- unarljós þurfa að vera. Aður var einungis litbirtingarstuðullinn notaður til að skilgreina frávikið milli raunverulegs ljósgjafa og hins fræðilega viðmiðunarljós- gjafa. Þessi aðferð var góð árið 1975 þegar engin flúrljómandi birtuefni voru til staðar, en það er annað uppi á teningnum í dag. Nú eru margskonar íblöndunar- efni notuð til að auka prentanlegt litasvið, hvort sem um er að ræða prentara eða offsetprentvélar. Þessi nýju efni gera farfa prent- véla og prentara mjög viðkvæma fyrir litrófsdreifingu skoðunar- ljóssins. IISO 3664 staðlinum Hvað eru birta ag Ijómi? Birta er skilgreining á því Ijósstreymi sem fellur á tiltekna flatareiningu og er mælieiningin Lux. Lux er ekki mjög notendavæn mælieining ef svo má að orði komast. Miklu auð- veldara er að gera sér grein fyrir birtu með til- vísun í eitthvað sem allir þekkja. íþví skyni má líta á 100 W Ijósaperu (sem kveikt er ái). Birtan í ca 23 cm fjarlægð er u.þ.b. 2000 Lux. Birtan í 45 cm fjar- lægð er um 500 Lux og í 120 cm fjarlægð er hún komin niður í 64 Lux. I u.þ.b. 150 cm fjarlægð er birtan um 32 Lux. Það þarf að hafa í huga að 100 Watta Ijósapera er ekki með réttan lithita. Hún er aðeins notuð hér til að skýra ögn birtuna sem er með öllu óvið- komandi lithita Ijóssins. Ljómi er skilgreining á því Ijósmagni sem berst frá hverjum fermetra til- tekins yfirborðs og er mælieiningin Kandeia (cdj/m2. eru því notaðir tveir stuðlar til viðbótar við litbirtingarstuðulinn sem minnka enn frekar leyfileg frávik milli D50 eftirlíkingarinnar og CIE D50 ljósgjafans. Þessir nýju stuðlar kallast sjónrænn stuðull og útfjólublár (UV) stuð- ull. Skobunarumhverfib Skoðun bæði fyrirmynda og prentmynda ætti alltaf að fara fram á ákveðnum stað sem er hannaður þannig að umhverfið liafi sem minnst áhrif á litskynjun skoðandans. Hið sama á við um samanburð fyrirmynda og prent- PRENTARINN ■ 21 mynda og/eða litprófarka. Ljósið sem skoðað er í þarf að uppfylla þau skilyrði sem ISO 3664 stað- allinn gerir til skoðunarljósa. Ut- anaðkomandi ljós sem ekki upp- fyllir þessi skilyrði, hvort sem það berst beint frá ljósgjöfum eða sem endurkast, má hvorki falla á það sem verið er að skoða né ber- ast beint til augna skoðandans. Það þarf því að byrgja allt slíkt ljós eins og hægt er. Hlutir í skær- um litum innan skoðunarsvæðis- ins geta valdið endurkasti sem erfitt er að komast fyrir. Veggir, loft og gólf og önnur yfirborð skoðunarstaðar og nán- asta umhverfis verða því að vera í hlutlausum, gráum lit með 60% endurkast eða minna og forðast á skæra liti á húsgögnum og klæðn- aði í námunda við skoðunarstað- inn. Það þarf ekki að taka fram að yfirborð allra flata skoðunarklef- ans á að vera hreint og laust við bletti og engar skærlitar myndir eða límmiða ætti að hafa inni í eða við skoðunarklefann. Skoðandinn ætti að forðast að meta liti eða bera saman litsýnis- horn strax eftir að hann kemur í staðlað lýsingarumhverfi. Það tekur sjónkerfið nokkrar mínútur að aðlagast nýjum aðstæðum og breyttu ljósi. Það þarf líka að gefa perum skoðunarljóssins tíma til að ná réttum lithita eftir að kveikt hefur verið á þeim. Viðhald Ijósgjafa Viðhald ljósgjafa skiptir miklu máli þegar stöðluð skoðunarskil- yrði eru annars vegar. Perur eldast og breyta ljóseiginleikum sínum með aldrinum. Því miður hafa dæmigerðir not- endur skoðunarborða yfirleitt ekki aðgang að tækjum til að mæla ljósstyrk og litrófsdreifingu ljósgjafanna í borðunum. Því er mikilvægt að skipta um perur með reglulegu millibili. Því miður virðist raunin oft sú að ekki er skipt um perur fyrr en þær springa en þá er það oft of seint. Framleiðendur tilgreina oft með- al-endingartíma peranna, oft 250-5000 klst. eða eitt ár, og ráð- legt er að fylgja þeim leiðbeining- um. Það er ekki öruggt að perur sem eru eldri en þetta hafi sömu

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.