Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.03.2004, Blaðsíða 24
Johann Gensfleisch zur Laden zum Gutenberg Johann Gensfleisch zur Laden zum Gutenberg eða Johann Gutenberg, eins og hann er oftast nefndur, fæddist nálægt aldamótunum 1400 af virtum borgaralegum foreldrum. Fátt er vitað um líf hans. Hann mun hafa lært til málmskurðar eða gullsmíði en var einnig kallaður demantsslípari. Ég reyndi að afla mér sem mestra upplýsinga um Gutenberg en til eru heilu bækurnar um hann. Ester Þorsteinsdóttir 24 ■ PRENTARINN Kínverjar byrja Blokkprentun hafði lengi verið beitt í Kína, t.d. við prentun pen- ingaseðla. Þá voru heilar síður skornar í tré og prentað eftir mót- inu. Kínverjar gerðu einnig til- raunir með lausa stafi en það var ekki jafnhagkvæmt því það krafð- ist mjög margra og stórra letur- kassa svo unnt væri að halda reiðu á hinum fjölmörgu táknum. Kín- verjar notuðu brenndan leir og síð- ar var letrið líklega skorið út í kop- ar. Enn síðar var notað tin en það gafst illa þar sem letrið vildi aflag- ast og blekið tolldi illa á því. Svo á 13. öld eru heimildir um að brons hafi verið notað og gafst það best. En eftir sem áður stóðu hin mörgu tákn, sem ritfærir Kínveijar þurfa að hafa á takteinum, prentuninni fyrir þrifúm en fyrir venjulega bók þarf 4000-5000 mismunandi tákn. Ein elsta prentaða bók heimsins er kínversk, prentuð árið 868 og er vel varðveitt. Meistarinn fæðist I kringum aldamótin 1400 fæddi Else Wyrich son og nefndi hann Johann Gutenberg. Faðir hans hét Friele Gensfleisch zur Laden zum Gutenberg. Hann átti eldri bróður sem hét Friele eins og faðir hans og líka systur sem hét Else eins og móðirin. Þar sem ekki er alveg vitað um fæðingardag Guten- bergs hefur verið reiknað út frá Iífi systkina hans og því talið að hann hafi fæðst í kringum alda- mótin 1400. Ekki er vitað mikið um skóla- göngu hans eða hvort hann lauk einhverju námi en talið er að hann hafi sótt svæðisskóla og e.t.v. klausturskóla í St. Victor í Mainz. Þar þurfti hann að læra grundvallaratriði latínu í styttri útgáfu af fornu rómversku mál- fræðiriti sem var þekktast undir titlinum „Donatus". Ef marka má skjalabrot sem bjargast hafa eru góðar líkur á að Donatus hafi verið fyrsti textinn sem var prent- aður með lausaletri. Gutenberg notaði Donatusinn til að æfa og fúllkomna tæknina sem notuð var við prentun Biblíunnar. Gutenberg og málaferlin Fyrstu staðreyndir um Gutenberg eru dagsettar 1420 og 1430 en hann er tvisvar nefndur í samn- ingi vegna fjárfestinga. I janúar 1430 lítur út fyrir að Gutenberg hafi ekki verið lengur í Mainz. Ríkinu er sett ný stjómarskrá og þá eru teknir saman allir þegnar sem hafði verið úthýst vegna skjalafals eða skulda. Olíklegt er að hann hafi farið aftur til Mainz næstu nítján árin. Hann ákvað að halda sig i Strassborg. Þar var Gutenberg kærður fyrir að hafa aflýst trúlofun sinni við Ennelin zu der Yserin Thure. En hún virð- ist hafa tapað því máli því Guten- berg var ókvæntur til dánardags. Gutenberg og maður að nafni Andreas Dritzehn vom meðeig- endur í gullsmíðastofú. Þeir voru að kenna listina að fægja dem- anta. Þrem til fjórum ámm síðar voru þeir beðnir um að gera litla handspegla fyrir pílagrímana í Aachen. Seinna meir kröfðu samstarfsmenn Gutenbergs hann um að kenna sér allt sem hann vissi og hafði uppgötvað. Um jólin 1438 lést Dritzehn. Bræður hans heimtuðu að Gutenberg hleypti þeim inn í fýrirtækið í stað Dritzehns. En þar sem Dritzehn hafði ekki borgað sinn skerf höfðu þeir skrifað það í samninginn að sá sem eftir lifði héldi öllu. Rétturinn stóð með Gutenberg í þessu máli. Árið 1448 fór Gutenberg aftur til Mainz til að fá peninga hjá ættingjum sínum og í kringum 1450 báru tilraunir hans einhvern árangur og fór hann þá til mikils fjármálamanns að nafni Johann Fust. Gutenberg fékk hann til að

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.