Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 4

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 4
Þaó hlýt * A N vera yridisleg tilfinning að þurfa ekki að læra neitt meira Jalcob Viðar Guðmundsson Umslag ehf. var stofnað árið 1989 og er nú leiðandi á sínu sviði sem eitt stærsta fyrirtækið hér á landi í prentun gagna, pökkun kynningarefnis og annarra gagna fyrir fyrirtæki og stofnanir. I upphafi voru þrír starfsmenn hjá fyrirtækinu, en í tímans rás hefur það stækkað og í dag starfa þar 20 manns. Árið 1997 fluttist starfsemi Umslags úr upphaflegu húsnæði sínu og er nú öll til húsa í Lágmúla 5. Mennta- og starfs- mannastefna fyrirtækisins hefur vakið athygli og til þess að fræðast aðeins um hana fór ég og ræddi við Sveinbjörn Hjálmarsson. Hann tók mér Ijúflega og fræddi mig um stefnu fyrirtækisins og ýmislegt fleira, m.a. Litla Ijóta myndagall- eríið. En ég spurði hann fyrst hvernig þetta hefði allt saman byrjað. Svcinbjörn Hjálmarsson. Myndverkið bak við hann cr cfiir Magnús Kjartansson. SH.: Umslag ehf. verður til 1989 þegar Víkingsprent og Umslag eru sameinuð og ég var ráðinn þar framkvæmdastjóri. í Vík- ingsprenti höfðu verið prentuð umslög og þeir voru með ýmis gömul tæki og tól og voru m.a. að prenta á gamla dígla í blýi. Þeir voru með eina ísetningarvél og þegar ég byrja þarna þá byrja ég á því að fara til útlanda til að kynna mér ísetningu því að ég sá að það var það eina sem var ólíkt því sem var gert á íslandi. Við keyptum þá vélar og fórum að auka þá þjónustu. En til að gera langa sögu stutta: í septemþer 1993 kaupi ég fyrirtækið og þá erum við fjórir starfsmenn, ég og Jóhannes Vilhjálmsson, Þorbjörn Friðriksson og Atli Helgason og við vorum til húsa niðri á Veg- húsastíg. 1994 hef ég samband við Iðntæknistofnun en þeir voru þá með verkefni í gangi sem hét Frumkvæði = Framkvæmd og við fórum í það verkefni að end- urskipuleggja Umslag og hvernig við ættum að horfa á það sem fyrirtæki og við settum upp plön og markmið um það að verða bestir I umslagaprentun á íslandi og bestir í ísetningu gagna. Þetta var markmiðið hjá okkur. Við sett- um okkur líka það markmið að flytja í nýtt húsnæði því það var orðið svo þröngt um okkur niðri á Veghúsastíg. Það skemmtilega við þetta allt saman var að þetta gekk allt eftir og hraðar en ég átti von á og við keyptum húsnæðið hérna í Lágmúla 5 föstudaginn 13. desember 1996. Við byrjum á því að nota 650 fermetra af þessu húsi og leigðum út rest- ina en það kom fljótt í Ijós að við þyrftum á öllu húsinu að halda og '99 hafði ég samband við SKÝRR og sagði við þá að það væri eðlilegt að við sæjum um alla prentun fyrir þá en þeir voru þá með mikla prentun fyrir ríki og borg. Það gekk eftir. Við tókum yfir alla prentun og tvo starfs- menn að auki. JV.: Segðu mérfrá starfs- mannastefnunni. SH.: Við byrjuðum mjög fljótlega á að koma okkur upp starfs- mannamenningu og 1990 lögð- um við grunn að starfsmanna- stefnunni og fórum þá til London og höfum síðan farið nánast á hverju ári, m.a. til Portúgal og Barcelona, og núna síðast vor- um við í London. Þetta er byggt upp þannig að hér borga menn í starfsmannafélagið ákveðinn hluta og ég borga ákveðinn hluta og þannig söfnum við yfir allt árið og þá eigum við fyrir starfsmann og maka hans en eins og gengur komast ekki alltaf allir og ef slík staða kemur upp fær viðkomandi starfsmaður endurgreitt það sem hann hefur lagt fram. En hann fær ekki mitt framlag því að það er ekki hugsað sem laun heldur fyrst og fremst til skemmt- ana. Þessar ferðir hafa yfirleitt staðið frá fimmtudegi og fram á sunnudagskvöld og ég sé alltaf um eitt kvöld og ef við erum einhversstaðar nálægt vinum okkar sem við eigum samskipti við þá bjóðum við þeim, eins og t.d. í Englandi tók ég með félaga minn, sem er í International Printing Network, en við erum einnig í þeim samtökum, við buðum honum og konunni hans á galakvöldið. Eins þegar við vor- um í Kaupmannahöfn, þá bauð ég tveim dönskum vinum sem við höfum starfað lengi með, þeir komu og borðuðu með okkur. Þetta hefur verið afar vinsælt. Við erum með lög í starfsmanna- félaginu þar sem það er skýrt út hvað það er sem ætlast er til af mönnum og öllum er það Ijóst hvernig þetta er uppbyggt. Sigríður sem er hérna frammi á skrifstofu og Steinar prentari, þau eru yfir sjóðnum núna. Það er ekki hægt að hafa mikið lýðræði þegar svona ferðir eru valdar. Núna er valið á milli tveggja borga. Það var reynt einu sinni að hafa mikið lýðræði en þá lá við uppreisn á skútunni, það bentu allir hver í sína áttina. En þetta hefur alltaf tekist mjög vel. Það hefur alltaf allt verið pantað mjög snemma, þannig að við fáum alltaf góð hótel. Þegar við fórum til London vorum við með Dag Gunnarsson sem hefur skrifað bók um London, hann var ráð- gjafi okkar núna. Hann sá um að finna fyrir okkur staðinn og bjó til litla bók fyrir okkur um ákveðinn radíus frá hótelinu þar sem komu fram upplýsingar um áhugaverða veitingastaði og ýmislegt annað áhugavert. Við gerum fleira. Við höldum jólagleði hérna, við höldum þorrablót og förum í keilu og einnig stundum út að borða á einhvern veitingastað og svo höfum við haldið grillveislu heima hjá einhverjum, þannig að það er þó nokkuð að gera í skemmtana- lífinu. Við erum alltaf með hádeg- ismat á föstudögum. Ef það eru gestir þá kaupi ég kínverskan mat, því þá geta menn valið úr mörgum réttum. Hér hafa verið ýmsir gestir, t.d. strákarnir sem við höfum verið að vinna með í Gutenberg, Georg hjá FBM og Haraldur hjá samtökum iðnaðar- ins og ýmsir viðskiptavinir sem eru að vinna með okkur. Það er alltaf þannig að það er einhver starfsmaður sem segir: Nú ætla ég að bjóða þessum manni eða þessari konu og hann er þá búinn að skipuleggja það og þá situr þessi starfsmaður við endann á borðinu og boðsgesturinn situr honum á hægri hönd. Starfs- maðurinn stendur upp og kynnir gestinn og segir einhver deili á honum og biður síðan alla um að bjóða hann velkominn og þá klappa allir og þá er hægt að fara að borða. Þetta hefur mælst ákaflega vel fyrir. Eitt er hér sem allir starfsmenn fara í, en það er göngumæling sem er fram- kvæmd hjá Össuri. Þar eru allir mældir af sérfræðingum og það kom í Ijós til dæmis með mig að ég er með 7 til 8 millimetra skekkju og þarf að nota innlegg. Þetta eru fyrirbyggjandi ráðstaf- anir og þannig komum við m.a. í veg fyrir þakverki hjá starfs- mönnum. Einu má ekki gleyma en það er það að við erum með snafsameistara. Snafsameist- ari var Þorþjörn Friðriksson en þegar hann hætti þá tók Jón Otti við emþættinu. Hann hefur það hlutverk, að hér frammi á skrif- stofu er lítill skápur og hann sér um að alltaf sé til Jágermeister eða Gammel dansk eða eitthvað slíkt og þegar gestir eru hérna þá hefur hann einn sér til aðstoðar og þá fá allir hérna staup og svo er skálað. JV.: Hér er líka rekin merkileg menntastefna. Segðu mérfrá henni. SH.: Já, við erum með mennta- stefnu hérna. Á sínum tíma tókum við þátt í keppni innan EGIN (Europian Graphic/Media Industry Network). Við sendum inn okkar menntastefnu sem bæði er til á ensku og íslensku og við lentum í öðru sæti um menntun starfsmanna innan fyrirtækis í prentiðnaði. Það var hollenskt fyrirtæki sem varð númer eitt. Þetta byggist á því að við ætlumst til þess að hver einasti starfsmaður fari á nám- skeið. Tökum dæmi, þau sem eru útlend hérna, Adam sem vinnur á umslagavélinni og Mar- gréti konu hans sem vinnur í skráningunni í ísetningunni. Þau byrjuðu að sjálfsögðu á að fara á námskeið í íslensku og kláruðu það með glæsibrag og núna eru þau í enskunámi. Hann vill geta talað við tæknimenn og aðra sem koma hingað og lesið upplýsingar sem eru mikið á ensku, svo eru 4 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.