Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 8
Með kveðju frá auðnuleysingjanum Auður Jónsdóttir Hér fyrir margt löngu var ég auðnuleysingi. Og eins og títt er um auðnuleysingja þá lék lánið sjaldan við mig. A næturnar starf- aði ég sem uppvaskari á skemmti- stað því fæstir almennilegir atvinnurekendur kærðu sig um að ráða auðnuleysingjann, nema þá tveir fóstbræður sem vildu sem minnst afskipti hafa af skattinum og búrókratíu vegna smámuna eins og réttinda vesælla uppvask- ara. Á daginn svaf ég í kjallara- herbergi á Miklubraut, þöktu klístruðu bílaryki sem á háanna- tímanum minnti á Skaftárelda. begar ég kom heim úr vinnunni í morgunsárið til að flatmaga inni í bílarykinu dreymdi mig um að gera eitthvað annað en vaska upp glös sem daunuðu af vodkadreggj- um, súrum bjór og æluslitrum — og draumarnir náðu glæstum hæðum um leið og ég hristi síg- arettuöskuna úr fötunum, eitt sinn veiddi ég stubb upp úr brjóstaskorunni, já svona var það að tæma hundrað öskubakka í sveittri og spriklandi mannþröng. Og þarna efst á efstu hæðinni stirndi á draum sem jaðraði við að vera mýrarljós en varð æ fegurri í hvert skipti sem hann fuðraði út í bláinn. Mig langaði að búa til bók. Hvernig ég ætlaði að fara að því var hins vegar ráðgáta. Það var bara þessi löngun og ég var stað- ráðin í að uppfylla hana, prófa að minnsta kosti. Stundum, þegar líkaminn var uppspenntur eftir allt uppvaskið og það var tóma- hljóð í morgunsárinu, þá settist ég niður með stílabók og penna, en óravegur virtist vera frá end- urunnum, línustrikuðum og út- krotuðum blaðsíðum að einhverju í líkingu við bók. Ef vel lá á mér hefti ég kannski blaðsíðurnar sam- an, já til að hafa þetta bókarlegra. Svo sofnaði ég og vaknaði aftur þegar langt var liðið á daginn til að skakklappast á kaffihús með misgóðar en glæsilega innbundnar skáldsögurTfárteslanírog fann mig sífellt knúnari til að hraða mér, klöngrast frekar að krossgöt- um en liggja afvelta úti í skurði, stíma inn í nýtt tímabil og gera eitthvað af viti í þessu lífi. En ekki verður bókvitið í askana látið þegar stelpuræfil vantar peninga fyrir kaffi, sígarettum og Sóma- samlokum sem voru minn daglegi kostur. Það var nauðsynlegt fyrir mig að vinna á kvöldin — en ég varð að finna eitthvað af viti til að gera á daginn. Núna var rétta stundin til að finna heppilegan skóla. Svo var það einn daginn á skeiði mínu niður í bæ að Iðn- skólinn fangaði athyglina. Fjöldi fólks stormaði inn og út úr byggingunni og við nánari eft- irgrennslan uppgötvaði ég að það var að skrá sig í nám. Og ég lét slag standa. Skjögraði inn á skrifstofu og bældi niður skræka gleðistunu þegar mér varð ljóst að þarna var hægt að læra að búa til bók. Já, þarna mátti skrá sig í prentsmíði — sem ég og gerði. Á skólabekk Allt í einu var ég sest á skólabekk með uppbrettar ermar og meira en tilbúin að búa til mannkyns- sögu og binda hana inn í nauta- leður, fílahúð eða selskinn. Og saurblaðið átti að státa af ísbláu marmaramynstri og glæsilegri skrautskrift, helst austurrískri og tígulega flúraðri. Á fyrstu viku hafði ég einmitt fengið að vita hvað saurblað þýddi og gott ef ég varð ekki einhvers vísari um skrautskrift, pappírsgerðir, bókband og muninn á A3 og A5; ég hafði grætt dálitla vitneskju um sitt lítið af hverju og til hvers að bíða boðanna, þarna var allt til alls, tölvur og tæki og afbragðs góðir og skemmtilegir kennarar — stóð nokkuð í veginum? En fljótlega fór gamanið að kárna. Mér hafði láðst að hugsa út í það að hendur mínar státa af tíu þumalfingrum og augu mín eru svo staurblind á tölvur að ég kem seint til með að læra á nokkuð annað en ritvinnslu, sama þótt fljúgandi færir kennarar flögri í kringum mig. Því miður hvarflaði þessi stað- reynd fyrst að mér þegar ég var sest fyrir framan tölvu til að hanna blaðaopnu. En sú viðleitni var dæmd til að fara forgörðum, það var eins og stafirnir foss- uðu út af skjánum við minnstu breytingu, línurnar dönsuðu svo óþekkar að mig sundlaði, ef mér tókst með herkjum að draga mynd upp í hægra hornið þá hvarf textinn í því vinstra, fyrir nú utan það að sum horn þóttu fínni en önnur, og í ofanálag átti ég að reikna út hlutföll þrátt fyrir að seint verði sagt að stærðfræði sé mín sterkasta hlið; ég var að slig- ast af örvæntingu og vöðvabólgu. Sjaldan hafði ég upplifað mig jafn- niðurlægða og innan um allt þetta hagleiksfólk sem hristi óaðfinn- anlegar dagblaðaopnur út úr erm- inni án þess að svitna — meðan trassinn ég grenjaði eins og svín ofan í tölvuskjáinn. Næsti tími var ekki skömm- inni skárri. Allir í kringum mig horfðu áhugasamir á Harald ljúf- lingskennara handfjatla þungar plötur en ég klóraði mér í hausn- um og reyndi að fá einhvern botn í hvað þessar málmplötur hefðu með dagblöð að gera — voru þau ekki úr pappír? Mig langaði að skilja og geta en skorti hæfileik- ann. Kannski ég gæti stúderað bókbandið eilítið betur. Og þó! Ég vissi varla hvar kjölinn væri að finna á bók. Rámar í að hafa fengið örlitla uppreisn æru í litafræðitíma þar sem ég fór hröðum höndum um 8 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.