Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 10
YFIRLIT YFIR STARFSEMI FELAGS BOKAGERÐARMANNA Boðað er til aðalfundar Félags bókagerðarmanna laugardaginn 25. mars 2006 kl. 10:00 á Grand Hótel, Reykjavík. Um aðalfund félagsins segir m.a.: Aðalfund skal halda i mars- eða aprílmánuði ár hvert og skal stjórn félagsins boða til hans með minnst viku fyrirvara í fjölmiðlum og á vinnustöðum félags- manna. Greina skal skýrlega í fundarboði dagskrá fund- arins og skal einkum geta lagabreytinga ef fyrirhugaðar eru. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félags- ins, nema gerð sé lögleg und- antekning þar á. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað og hann sitja eigi færri en 35 félagsmenn, þar af meirihluti stjórnar. Verði aðalfundur ekki löglegur vegna fámenn- is, skal boða til nýs fundar á sama hátt, með þriggja daga fyrirvara og er sá fundur lögmætur hversu fáir sem sækja hann. Ollum félagsmönnum má vera ljóst að á aðalfundi eru teknar stefnumarkandi ákvarðanir fyrir félagið. bað er því mikilvægt að mæta. Þeir félagsmenn sem ekki mæta fela öðrum ákvörð- unarvaldið. STJÓRN Eins og lög félagsins mæla fyrir um sér stjórnin um rekstur félagsins milli aðal- funda. Eftir síðasta aðalfund skipti stjórn þannig með sér verkum: Varaformaður Georg Páll Skúlason, rit- ari Pétur Agústsson, gjald- keri Bragi Guðmundsson og meðstjórnendur jteir Páll R. Pálsson, Stefán Ólafsson og Þorkell S. Hilmarsson. Vara- stjórn: Björk Harðardóttir, Hrefna Stefánsdóttir, Reynir S. Hreinsson, Hrafnhild- ur Ólafsdóttir, María H. Kristinsdóttir og Sigurður Valgeirsson. Formaður er Sæmundur Arnason. I stjórn FGT deildar eru: Kalman le Sage de Fontenay, Hrefna Stefánsdóttir og Emil Valgeirsson. Formaður FGT, Kalrnan le Sage de Fontenay hefur einn- ig setið stjórnarfundi FBM. Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið 23 stjórn- arfúndi þar sem tekin hafa verið fyrir fjölmörg mál og málaflokkar. Eins og nærri má geta er hér um að ræða mál sem þarfnast mismik- illar umfjöllunar, allt frá því að vera einföld afgreiðslumál til stærri og viðameiri mála, sem þá gjarnan eru tekin fyr- ir á fleiri en einum fundi sem er æskilegt og nauðsynlegt þegar um mikilvæg og vand- nteðfarin mál er að ræða. FORMANNSKOSNING Framboðsfrestur í kjöri til formanns FBM kjörtímabilið 2006-2008 rann útjtann 10. janúar. Sæmundur Arnason ÁRITUN STJÓRNAR Stjóm Félags bókagerðarmanna staðfestir hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2005 með undirritun sinni. Reykjavík, 7. mars 2006 Stjórn: V_________________________________J 10 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.