Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 11
ÁRITUN ENDUR5K0ÐENDA Til stjórnarog félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna. Við höfum endurskoðað ársreikning Félags bókagerðarmanna og sjóði í vörslu þess fyrir árið 2005. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikninga, efnahagsreikninga og sjóðstreymi ásamt skýringum og sundurliðunum nr. 1 - 12. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því þer okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í aðalatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur í sér athuganir á gögnum með úrtakskönn- unum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoð- unin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. Það er álit okkaraðársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri félagsins og sjóða þessá árinu 2005, efnahag 31. desember 2005 og breytingu á handbæru fé á árinu 2005 í samræmi við lög félagsins og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 7. mars 2006 DFK Endurskoðun Gunnar M. Erlingsson, löggiltur endurskoðandi. ÁRITUN FÉLAGSKJÖRINNA SKOÐUNARMANNA Við undirritaðir, félagskjörnir skoðunarmenn Félags bókagerðarmanna, höfum yfirfarið árs- reikning félagsins fyrir árið 2005 og leggjum til að hann verði samþykktur. Reykjavík, 7. mars 2006 V sem hefur verið formaður frá 1993 baðst undan endur- kjöri. Eitt framboð barst um Georg Pál Skúlason og var því sjálfkjörið. Georg Páll Skúlason er þvi rétt kjörinn formaður FBM kjörtímabilið 2006-2008. STJÓRNARKOSNING Framboðsfrestur til stjórn- arkjörs 2006 rann út þann 31. janúar. Uppástungur bárust um 8 félagsmenn til setu í aðalstjórn og S til varastjórnar á fjórum listum. I framboði til að- alstjórnar voru: María H. Kristinsdóttir, Oddgeir Þór Gunnarsson, Páll R. Pálsson, Pétur Agústsson, Sigurður Valgeirsson, Þórgunnur Sig- urjónsdóttir, Þorkell Sigurðs- son og Örn Geirsson. Til varastjórnar: Garðar Jónsson, Óskar Jakobsson, Hrefna Stefánsdóttir, Ólaf- ur Emilsson og Sæmundur Arnason. Eftir að framboðsfresti var lokið óskaði Þorkell Sigurðs- son eftir því að nafn hans yrði tekið út af framboðs- lista og varð kjörstjórn við þeirri beiðni. Því voru sjö einstaklingar í framboði til aðalstjórnar kjörtímabilið 2006-2008. Atkvæði í stjórnarkjöri voru talin þann 24. febrúar. A kjörskrá voru 1223. Atkvæði greiddu 346 eða 28,3%. Auðir og ógildir seðlar voru 2. Aðalstjórn: Pétur Ágústsson 176 atkvæði eða S0,9%, Páll Reynir Pálsson 168 atkvæði eða 48,6%, Oddgeir Þór Gunnarsson 158 atkvæði eða 45,7%, Þórgunnur Sig- urjónsdóttir 142 atkvæði eða 41 %, Sigurður Valgeirsson 139 atkvæði eða 40,2%, María H. Kristinsdóttir 129 atkvæði eða 37,3% og Örn Geirsson 64 atkvæði eða 18,5%. Varastjórn: Hrefna Stef- ánsdóttir 228 atkvæði eða 65,8%, Ólafur Emilsson 203 atkvæði eða 58,7%, Sæmundur Árnason 189 at- kvæði eða 54,6%, Óskar R. Jakobsson 188 atkvæði eða 54,3% og Garðar Jónsson 150 atkvæði eða 43,4%. Réttkjörin til stjórnar kjör- tímabilið 2006—2008. Að- alstjórn: Pétur Ágústsson, Páll Reynir Pálsson og Odd- geir Þór Gunnarsson. Varastjórn: Hrefna Stefáns- dóttir, Ólafur Emilsson og Sæmundur Árnason. TRÚNAÐARRÁÐ Trúnaðarráð FBM frá 1. nóv- ember 2004 til 31. október 2006 er skipað eftirtöldum félagsmönnum. Aðalmenn: Emil H. Valgeirs- son, Hallgrímur Helgason, Helgi Jón Jónsson, Hinrik Stefánsson, Hrafnhildur Ólafsdóttir, Hrefna Stefáns- dóttir, Kristín Helgadóttir, Kristján S. Kristjánsson, Marsveinn Lúðvíksson, Odd- geir Þór Gunnarsson, Ósk- ar Jakobsson, Páll Heimir Pálsson, Pétur Marel Gests- son, Reynir Már Samúelsson, Reynir S. Hreinsson, Sigrún Prentarinn 11

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.