Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 26
Prentun litmynda sem líkjast fyrirmyndum sínum ná- Hversvegna er þörf á slíkum aðgeröum? Getum við ekki kvæmlega hefur verið höfuðverkur Ijósmyndara, hönnuða, bara skannað inn mynd eða tekið stafræna Ijósmynd, prentsmiða og prentara allt frá upphafi litprentunar. Það skoðað hana á skjá og síðan prentað hana út og verið viss er nefnilega hvorki auðvelt né einfalt að prenta litmyndir um að litirnir í henni breytist ekkert í þessu ferli? og frá upphafi hafa menn gripið til ýmissa aðgerða til að árangurinn gæti orðið sem bestur. Litstýring er/samheiti í þessari grein er ætlunin að skoða hvað litstýring gerir og yfir ýmsar aðgerðir sem miða að því að koina litupp- hvað ekki og hvernig menn fóru að áður en litstýring varð lýsingum nokkurnveginn óbrengluðum í gegnum marg- til. Fyrst skulum við skoða hversvegna það er svona flókið slungin vinnslukerfi grafíska iðnaðarins. að prenta liti. VANDIIMIM VIÐ LITI Litir eru miklu flóknari fyrirbrigði en tölvurnar sem við not- um til að vinna með þá. Litmyndir í tölvum eru aðeins mismunandi samstæður af tölugildunum „einn“ og „núll“. Hver mynd sem við sjáum á tölvuskjánum okkar er í raun aðeins röð af þessum tveim- ur tölum. Hið sama á við um tölvuskrá sem við sendum til prentunar. Þessar runur af tölunum „einn“ og „núll“ segja ekkert um það hvernig litur lítur út, aðeins hvað þarf til að búa hann til. Hvert og eitt tæki í vinnsluferlinu túlkar þessar talnarunur á sinn sérstaka máta. A sama hátt meðhöndlar hvert og eitt einstakt tæki sem við sögu kemur i vinnsluferli prentmyndar liti á sinn cinstaka máta, sem er ólíkur öllum öðrum. Ljósmyndir geta aðeins sýnt hluta þeirra lita sem maðurinn skynjar og í prentun fækkar svo litunum enn frek- ar. Litvinnsla minnir stundum á þann barnaleik að einn hvislar orði í eyra sessunautar síns og sá hvíslar því sem hann heldur að sagt hafi verið í eyra þess næsta og svo koll af kolli. Sá síð- asti í röðinni á síðan að segja upphátt það sem honum ist hvíslað að sér. Til að fá nákvæma liti þarf að þekkja hegðun og einkenni vinna gegn sérkenn- um þeirra þannig að þau hafi sem minnst áhrif á útkomuna. Tilþ ess eru tvær aðferðir: gamla aðferðin sem oft er nefnd lokuð litstjórnun og nýja aðferðin sem kalla mætti opna lit- stjórnun en er oftast í daglegu tali nefnd litstýring. Munurinn á þessum aðferðum er ekki eðlismunur, aðeins spurning um framkvæmd. hvers einstaks tækis í vinnslukeðjunni og LITSTÝRING FYRIR DAGA LITSTÝRINGAR Allt Irá upphafi litprentunar hafa menn reynt með ýmsum hætti að koma litum nokkurnveginn óbrengluðum í gegnum hin ýmsu stig prentferlisins. Löngu áður en nokkur hafði heyrt minnst á litstýringu eða litstýringarkerfi voru allir þeir sem glímdu við það flókna verkefni að prenta eftirmyndir lit- ljósmynda á einn eða annan hátt að fást við litstýringu. Menn kölluðu það bara ekki því nafni þá en mönnum var ljós vand- inn og þeir gripu til aðgerða til að ráða bót á honum. Prentari III Prentari IV Hvert einstakt tæki meðhöndlar litupplýsingar á sinn einstaka máta. A myndinni má sjá fjórar mismunandi út- færslur á sömu litupplýsingunum. Sömu lit- gögn voru send til fjögurra mismunandi prent- ara og útkoman varð eins og myndin sýnir. 26 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.