Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 28

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 28
HVER BER ÁBYRGÐIIMA? Með tilkomu einkatölvanna og skjáborðslitvinnslu hefur ábyrgðin á endanlegri útkomu orðið óljósari en áður var. Þeir sem sjá um forvinnsluna j^urfa að skila nothæfum stafrænum skrám til prentunar. Valið stendur í raun um að senda litgreindar CMYK skrár til prentsmiðjanna eða senda skrár í RGB eða Lab litham og láta prcntsmiðjuna um að breyta jreim í CMYK. Ef fyrri kosturinn er tekinn er ábyrgðin á litgreiningunni algjörlega á herðum þess sem hannar eða brýtur verkið um. Prentsmiðjan þarf aðeins að ábyrgjast að prenta innan þeirra staðla sem hún sjálf eða iðnaðurinn setja. Sé þessi valkostur tekinn þarf forvinnsluaðilinn að hafa yfirsýn yfir hvernig verkið verður prentað, hvaða pappír notaður o.s.frv. og haga litgreiningum í samræmi við það. Seinni valkosturinn leggur ábyrgðina á litgreiningunni á herðar prcntsmiðjunnar. Þeir sem sinna forvinnslunni Jaurfa jaá aðeins að skila RGB litskrám með viðhengda prófíla en prentsmiðjan sér um umskráningu úr RGB litr- úminu í rétt CMYK litrúm. Margir sjálfstæðir forvinnslu- aðilar og auglýsingastofur nýta sér jressa aðferð sem losar þá undan því að þurfa að hafa vit á prentverki. sem síðan eru látnir fylgja tölvugögnunum sem tækið sendir frá sér til næstu tækja í vinnslukeðjunni. Með þessu móti er unnið gegn sértækum eiginleikum hvers tækis líkt og áður var gert með mælingum og prufum. HVERNIG VIRKAR LITSTÝRING? Litstýring byggist á jiremur grundvallarþáttum. Viðmiðunar- litrúmi, tækjaprófílum og litstýringarvélum. Myndin hér að ofan sýnir vinnsluferli þar sem litstýringu er ekki beitt. Myndir koma frá ýmsum miðlum, frá mismunandi skönnum, úr stafrænum myndavélum og af Netinu. Frálags- tækin eru einnig mörg: prófarkaprentarar, bleksprautu- og leysiprentarar, prentvélar eða tölvuskjáir. Hver miðill þarf að tengjast hverju einstöku frálagstæki beint. Upplýsingar um litmeð- höndlun hvers frálagstækis j)urfa að liggja fyrir áður en myndgögnin eru send. Ef ætlunin er að kcyra sömu mynd út á mörgum frálagstækj- um Jaarf að búa til jafnmargar kópíur áður en gögnin eru send af stað. Viðmiðunarlitrúm eru s.k. tækjafrjáls litrúm en það þýðir að |jau byggjast á mannlegri litskynjun fremur en liteiginleikum einhvers tiltekins tækis. Slík litrúm gera okkur mögulegt að skilgreina liti eins og maður með eðlilega litsjón myndi sjá, þá ólíkt tækjaháðum litrúmum eins og RGB eða CMYK. Algengasta viðmiðunarlitrúmið í litstýringu nútímans er CIE Lab litrúmið. CIE Lab litrúmið er notað í umreikningi þegar litgögn eru færð milli tækja með ólíka litmeðhöndlun Tækjaprófílar eru eins og áður hefur verið sagt litlar tölvu- skrár sem lýsa því hvernig tiltekin tæki meðhöndla liti. Lit- meðhöndlun hvers tækis í vinnsluferlinu er kortlögð með lit- rófsljósmælingum á sérstökum prufumyndum og upplýsing- arnar sem þannig fást eru notaðar til að búa til tækjaprófíla. Þegar RGB eða CMYK tölur eru sendar í gegnum tækispróf- íl gefur hann upplýsingar um hvaða lit í CIE Lab litrúminu þessar tölur eiga að tákna. Þegar endurgera á tiltekinn þekktan lit gefur prófíllinn upp- lýsingar um RGB eða CMYK merki sem þarf að senda tæk- inu sem prófíllinn lýsir til þess að það búi til litinn sem við óskum. Litstýringarvélin sér um að umreikna tækjaháð RGB eða CMYK litgildi yfir í tækjafrjáls Lab litgildi og svo öfugt, hún 28 www.fbm.is Myndin að neðan sýnir litstýrt vinnsluferli þar sem gögn frá aðlagstækjunum eru umreiknuð fyrir hvert frálagstæki með tækjafrjálsu við- miðunarlitrúmi (CIE Lab) og nauðsynlegur umreikningur myndgagna fer fram í sjálfu kerfinu án þess að tengja þurfi hvert aðlags- tæki við hvert frálagstæki með beinum hætti.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.