Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 32

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 32
Prmtsöqusetur? Einar Svansson Er ekki tækifæri í dag og jafnframt rík skylda bókagerðarmanna á (s- landi að hafa frumkvæði að varðveislu prentmuna í safni eða prentsögusetri? Þessari grein er ætlað að vekja bókagerðarmenn til umhugsunar um gildi atvinnugreinarinnar og tengsl hennar við prent-' listina, menningu þjóð- arinnar og varðveislu tungunnar. SAGA PRENTLISTAR Allar menningarþjóðir sem við miðum okkur við leggja metnað sinn í að varðveita söguna og gera hana sýnilega almenningi. Saga prentminja er samofin sögu þjóð- arinnar og bóklistin hefur hjálpað til við varðveislu tungumálsins, verið grunnur að sjálfsmynd þjóð- arinnar og einn af hornsteinum þess að Islendingar eru ein þjóð með eina tungu. Til að útbrciða fagnaðarerindið og trúna á Jesú Krist var prentun bóka mikilvægt atriði. Þetta sáu forsvarsmenn kirkjunnar fyrir og það var að tilhlutan Jóns biskups Arasonar að fyrsta prentsmiðjan var flutt til landsins og sett niður að Hólum í Hjaltadal á árunum 1525 - 1530. Almenningur var mikið til ólæs en fyrsta stafrófskverið var prentað 1695 í þágu kristindóms- fræðslu og má segja að kirkjan hafi átt stóran þátt i að varðveita íslenska tungu og menningu i gegnum aldirnar. Islendingar voru fljótir að tileinka sér prentlistina. Við vorum t.d. rúmlega heilli öld á undan Finnum og Norðmönnum og islenska var rneðal 20 fyrstu þjóðtungna heimsins sem öll Bibl- ían var þýdd á. Eftir að Guðbrandur Þorláksson varð biskup á Hólum 1571 fékk hann Jón Jónsson prentara að Breiðabólstað með tæki sín til Hóla og hóf stórfellda bókaútgáfu sem stóð með litlum hléum i hálfa öld og gat af sér perlur eins og Guðbrandsbibliu sem prentuð var 1584. Það var aðeins ein prentsmiðja til i landinu í rúmar tvær aldir eða til 1773, að undanskildum 4 árum (1589-1593) þegar Hólaprent- smiðju var skipt upp á milli bisk- ups og Jóns Jónssonar á Núpufelli í Eyjafirði. Prentsmiðjan var flutt í Skálholt 1685 og þá hófst eitt merkasta skeið íslenskrar bókaút- gáfu. Má þar nefna árið 1688, en þá komu þar út Islendingabók Ara fróða, Landnáma, Kristni saga og Grönlandia Arngrims Jónssonar lærða. Prentsmiðjan var siðan seld Hólabiskupi 1703 og flutt aftur norður að Hólum. Lítið var prentað á 18. öldinni, en hún var ein sú versta sem Islendingar hafa upplifað með sóttum, fjárpest og náttúruhamförum. Þó komu út nokkur merk rit eins og Steins- biblía og Vídalinspostilla. Hrappseyjarprentsmiðja var stofn- uð 1773 og voru prentsmiðjurnar þá orðnar tvær og var svo til ársins 1799. Hún prentaði alls um 80 verk. Má þar nefna Egils sögu og Ljóðmæli Jóns Þorláks- sonar á Bægisá. Hún er síðan flutt suður í Borgarfjörð og sett niður að Leirárgörðum. Lands- uppfræðingafélagið keypti síðan prentsmiðjuna og ári seinna Hóla- prentsmiðjuna og var Magnús Stephensen þá orðinn einráður á prentmarkaði og lokið var 270 ára sögu íslenskrar bókaútgáfu á vegum kirkjunnar. Prentsmiðjan var flutt að Beitistöðum, næsta bæ við Leirárgarða, árið 1815 og þaðan til Viðeyjar 1819. Þar var hún til 1844 þegar hún var flutt yfir sundið til Reykjavikur og gefið nafnið Landsprentsmiðjan eða Prentsmiðja landsins. Ef við höldum örlitið lengur áfram og tengjum þessa sögu við nútíðina þá var Landsprent- smiðjan seld Einari Þórðarsyni prentara 1876, en hann seldi hana síðan Birni Jónssyni eiganda ísa- foldarprentsmiðju 18. mai 1886. Þannig er Isafoldarprentsmiðja sem nú er staðsett í Garðabæ arftaki elstu prentsmiðju á Is- landi, prentsmiðju Jóns biskups Arasonar á Hólum. Það er í raun kaldhæðnislegt að tilkoma prentsmiðjanna á Vest- urlöndum opnar möguleika vestrænna þjóða til opinna og frjálsra tjáskipta sem hefur verið grunnur að ritfrelsi og málfrelsi og samfara því hefur kirkjan misst ákveðin völd yfir hugsun og þekk- ingu sem hún hafði áður. Prent- listin er því ein styrkasta stoðin i frelsi vesturlandabúa og sjálfstæð- isbarátta þjóða hefur oft byggst á hinu prentaða orði eins og við íslendingar þekkjum mætavel. Við Islendingar eigum því prent- listinni skuld að gjalda sem vert væri að greiða henni til baka með safni eða sögusetri. PRENTMINJAR Mikið hefur fallið til af prent- vélurn og prentmunum á liðnum áratugum vegna byltingar í prent- tækni. Margir dýrgripir hafa farið forgörðum en samt hefur miklu verið bjargað. Starfsmenn FBM voru oft tengiliðir á milli prent- fyrirtækjanna og safnanna þegar þau fyrrnefndu þurftu að losa sig við gamlar vélar vegna nýrrar tækni. Þjóðminjavörður og safn- vörður í Árbæjarsafni voru þeir sem tóku við safngripunum. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Islands hefur safn- að ýmsum prentminjum frá fyrstu tíð. Þangað fóru t.d. vélar frá Prentsmiðjunni Hilmi, Eddu og Steinholti, prentmyndagerðinni Litrófi o.fl. fyrirtækjum. Meðal þessara véla er setjaravél sem upp- haflega var hjá Prentsmiðju Morg- unblaðsins. 1 Þjóðminjasafninu eru einnig merkileg myndamót og letur úr Landsprentsmiðjunni, sem starf- rækt var i Reykjavík 1844-1875. Þessi myndamót voru afhent safninu 6. apríl 1868 og voru geymd þar í kössum óhreyfð í meira en heila öld. Það var ekki fyrr en 1982 sem Richard Valt- ingojer myndlistarmaður fékk þessi myndamót til hreinsunar að eigin frumkvæði og tók síðan 20 afþrykk og seldi upp i kostnað. Það er talið nokkuð vist að þessir safngripir komi að miklu leyti frá elstu prentsmiðjum landsins. Sarpur er heiti á menningarsögu- legu upplýsingakerfi sem unnið hefur verið að á vegum Þjóð- 32 www.fbm.is

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.