Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 33

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 33
s.rtm- 1 ’iff <A; * íjjpt t. |n t •» i«- -* is Lw. ///Jfc il ritt minjasafns íslands undanfarin ár. I Sarpi eru varðveittar upplýsingar um muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefni ásamt öðru efni. Undanfarin misseri hafa ýmis söfn, stofnanir og fyrirtæki skráð um 450 þúsund færslur (2004) i gagnasafn Sarps. Hægt væri að skrá íslenska prentmuni skipulega í þetta kerfi. ÁRBÆJARSAFN Árbæjarsafn hefur líka safnað prentgripum i nokkra áratugi og hefur orðið vel ágengt. I sambandi við sýningu sem þar var sett upp í Miðhúsi 1990 voru ýmis handverkfæri og lítil tæki gefin safninu af prentiðnaðar- fyrirtækjum. Þangað fór einnig setjarapúlt úr Isafold frá 19. öld og fyrsta hraðpressa Isafoldar. Prentsmiðjan Víkingsprent, hér um bil i heilu lagi, var gefin safn- inu og þar á meðal er stórt tré- letur, sem notað var til að merkja kjördeildir í öllum kosningum, einnig fylgdi með setjaravél í ágætisstandi. Lausaletur og ýmis tæki frá prentsmiðjunni PÁS og Prentmyndagerð Hafnarfjarðar hafa líka verið gefin safninu á síð- ustu árum. AÐRIR ÁHUGASAMIR Fleiri hafa safnað prentminjum, m.a. Félag bókagerðarmanna. Þar eru til þrjár tölvur, hver af sinni kynslóð, gyllingarvél, heftivél, prófarkapressa og hátt í 200 ára gömul prentvél, sem gerð var upp fyrir Biblíusýninguna í Þjóðar- bókhlöðunni árið 2000. Þá fannst þar nýlega 1 kjallarageymslu þýsk setjaravél af Typograph gerð, sem tengist prentaranum Hall- birni Halldórssyni. Þá eru margar gamlar vélar, tæki og letur til í núverandi Isafoldarprentsmiðju í Garðabæ. Prentsmiðja Siglufjarð- ar er varðveitt og prentminjar eru á minjasöfnum á Akureyri og Seyðisfirði. Fleiri prentfyrirtæki og einstaklingar geyma marga góða muni sem þyrfti að huga að og skrá hið allra fyrsta. Skráning prentminja fór fram á níunda ára- tugnum á Siglufirði og Akureyri og var það Helgi M. Sigurðsson safnvörður i Árbæjarsafni sem framkvæmdi það verk. Hjá Félagi bókagerðarmanna og Samtökum iðnaðarins eru einnig geymdar ýmsar gamlar kvikmyndir og myndbönd sem hægt væri að nota til fræðslu í væntanlegu prent- sögusetri. PRENTLISTIN OG LISTAHÁ- SKÓLINN Með kvæði Matthíasar Joch- umssonar sem hefst með hinum fleygu orðum: „Prentlist, þú gyðjan góða“ kvöddu prentarar stéttarbróður sinn Jón Trausta (1873-1918) þegar hann hætti prentiðn og snéri sér alfarið að skáldskapargyðjunni. Jón Trausti skáld hét réttu nafni Guðmundur Magnússon. Nafni hans Guð- mundur Oddur Magnússon, (Goddur) prófessor í grafiskri hönnun við Listaháskóla Islands, er áhugamaður um prentsögusafn og notar kennslufræðileg rök sem tengjast menningararfi okk- ar til að rökstyðja nauðsyn þess fyrir Listaháskóla Islands að hafa aðgang að safni prentmuna til að útskýra samhengi hlutanna fyrir nemendum sínum og efla skiln- ing á fortíðinni. Guðmundur telur einnig að íslendingar hafi ætíð fylgst vel með og verið í fararbroddi þjóða í bókagerð og prentiðju og telur að á því bygg- ist nánast menningararfur okkar. Guðmundur segir skólana fá nemendur núna sem ekki hafa hugmynd um hvernig stendur á orðum og hugtökum eins og „leading" fyrir linubil eða hvaðan „sértingur“ á harðkápu er upp- runninn. Guðmundur telur safn því kærkomið og telur mögulegt að ná utan um nánast alla prent- söguna með gripum sem vitað er um í landinu ef menn taka höndum saman. Stuðningur LHI er mikilvægur því skólinn er í raun æðsta skólastofnun landsins á sviði prentlistar og hönnunar. SÝNINGAR Fjölmargar sýningar bóka og prentmuna hafa verið haldnar á síðustu áratugum. Alltaf hefur verið mikill áhugi á að sýna sögu prentlistar og prentmuni sem tengjast henni. Einnig hefur verið áhugi meðal almennings og fag- fólks. Það birtist t.d. skemmtileg grein hér í Prentaranum 1987 þar sem sagt var frá skoðunarferð ellilífeyrisþega í Félagi bókagerð- armanna til Stykkishólms þar sem nunnurnar voru með prentsmiðju í sjúkrahúsinu: „Þaó var eins og aó koma inn á prentminjasafn, prentararnir trúóu varla sínum eigin aug- um...“ (Svanur Jóhannesson, Prent- arinn, 4. tbl. 1987) Þetta er fyrsta heimild sem ég hef fundið um orðið prentminjasafn en það er líka notað í blaði Isa- foldarprentsmiðju frá 1997. Þar er munum á sýningunni lýst með fyrirsögninni: „Vísir að prent- minjasafni“. Ég kýs samt að nota annað keimlíkt orð í framhaldi sem er vinnuheitið Prentsöguset- ur og mun rökstyðja það. Hér á eftir er upptalning á helstu prent- sýningum sem hafa verið haldnar á síðustu áratugum. Þessi listi er ekki tæmandi og nefna má að auki t.d. Prentmessu sem haldin er reglulega af Samtökum iðn- aðarins, Félagi bókagerðarmanna, Prenttæknistofnun og prentfyr- irtækjum. Síðasta Prentmessa var 2005. PRENT- OG BÓKASÝNINGAR: 1970, Kjarvalsstaðir (ca. 1970, Til heiðurs Gutcnberg) 1975, Norræna húsið (Danskt nútímabókband) 1984, Kjarvalsstaðir (Bókasýn- ing) 1988, Norræna húsið (Norræn bókbandskeppni) 1990. Árbæjarsafn (Prentminja- sýning — Prentari og bókbindari við vinnu) 1991, Norræna húsið (Norræn bókbandskeppni) 1994, Geysishúsið (Sýning ís- lenskra bóka og prentgripa) 1997, Ráðhús Reykjavikur (100 ára afmæli FBM, 4. april) 1997, Bókbandssýning og keppni (JAM klúbburinn) 1997, Isafoldarprentsmiðja (120 ára afmæli, 16. júní) 2000, Þjóðarbókhlaðan (Bibl- iusýningin) 2005, Þjóðmenningarhúsið (Nor- ræna bókbandssýningin) 2005, Þjóðmenningarhúsið (Haustsýning JAM-hópsins) 2006, Félag bókagerðarmanna (Samtök bókbindara 100 ára) SAFN EÐA SETUR Ein stærsta spurningin sem áhugafólk um varðveislu prent- muna þarf að glíma við er hvort stefna eigi að safni eða setri. Þjóðminjavörður mælir frekar með Prentsögusetri: „Eg er ekki viss um aó rétt eóa skynsamlegt sd aó stefna að stofnun sérstaks Prentminja- safns sbr. skilgreiningu safna- laga nr. 101/2001 á hugtakinu safn. Þaó gceti hins vegar verió vert að stuóla að skráningu og söfnun prentminja meó mark- vissum hœtti á vegum starfandi safna. Einnig mœtti sjáfyrir sér stofnun Prentsöguseturs, sem stuólaó gœti aó slíkri söfnun og kynningu á sögunni meó sýning- um ogfrœóslu.“ (Alargrét Hallgrimsdóttir, 5. nóvember 2002) Prentarinn 33

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.