Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 35

Prentarinn - 01.03.2006, Blaðsíða 35
Jólaskemmtun FBM var haldin sunnudaginn 18. desember í félagsheimilinu á Hverfisgötu 21. Möguleikhúsið sýndi leikritið Landið vifra, byggt á Ijóðum Þórarins Eldjárn, við mikinn fögnuð og ánægju viðstaddra. Þvínæst var slegið upp dansiballi og sungið og dansað í kringum jólatréð. Tríó Haraldur sá um tónlistina, en bandið skipa þeir Jakob Viðar og Snorri. Að lokum komu Hurðaskellir og Stekkjarstaur í heimsókn og sungu með börnum og fullorðnum og sögðu sögur af hrakningum sínum við að komast til byggða. Þeir félagar kvöddu síðan börnin með góðum gjöfum eins og jólasveina ersiður.___________________ Jólakaffi eldri félaga var laugardaginn 17. desember Ingólfur Margeirsson las úr nýútkominni bók sinni Afmörkuð stund og sagði frá aðdraganda hennar. Þótt umfjöllunar- efnið, sem er heilablóðfall hans, sé háalvarlegt hefur honum tekist að fjalla um það á skondinn hátt. Jakob Viðar og Snorri sáu einnig um tónlistina að þessu sinni. 100 ár frá stofnun samtaka bókbindara F.r. Sojfía Ólafsdóttir, Hinrik Slefánsson og Hildur Jónsdótlir. Laugardaginn 11. febrúar s.l. voru liðin 100 ár frá stofnun samtaka bókbindara. I tilefni af því var sýning með verkum bókbindara fyrr og nú í félagsheimilinu á Hverfisgötu 21. Við opnun sýningarinnar rifjaði Svanur Jóhannesson upp sögu bókbindarafélaganna sem voru starfandi í aðdraganda Bók- bindarafélags Islands sem starfaði samfellt til ársins 1980, þegar það sameinaðist Félagi bókagerðarmanna. Hann gat þess sérstaklega að mikil réttindi og hlunnindi hefðu áunn- ist jafnt og þétt í gegnum árin og bað félagsmenn að hafa það í huga nú í dag að það væri ekki allt sjálfsagt í þeim efnum og mikilvægt væri jafnt að standa vörð um þau réttindi sem áunnist hafa og að bæta hag félagsmanna. Góð mæting var á sýninguna og rifjaði Sæmundur Arnason upp stofnfundinn fyrir 100 árum. Hann sagði „það er meiri hiti í bókbindurum í dag en var fyrir 100 árum“ en þar vís- aði hann til þess að á þessum degi fyrir 100 árum var 10 stiga frost i Reykjavík en nú 4 stiga hiti. Grein um Samtök bókbindara i 100 ár eftir Svan Jóhannesson birtist í næsta blaði. F.r. Sranur Jihannesson og Grétar SiguróssonJyrrum Jormenn Bikbindarajélags Islands. Prentarinn 35

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.