Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 2

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 2
Guðmundur Guðmundsson fæddur 20. apríl 1922. Guðmundur hóf prentnám í Víkingsprenti 1939 og tók sveinspróf í prent- un 17. júlí 1944. Sveinspróf í offsetprentun 1977. Starfaði í Víkingsprenti til 1960. Síðan hjá Hamburg Officin á árunum 1960-1966 og í Braunschweig - Druck til 1970. Grafík 1970-1977. Kennari við Iðnskólann í Reykja- vík í offsetprentun árin 1977-1987. Guðmundur lést þann 21. apríl 2006. Guðlaugur Guðmundsson fæddur 6. janúar 1920. Varð félagi 4. mars 1980. Guðlaugur starfaði við aðstoðarstörf í prentsmiðjunni Leiftri frá 1966 þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Guðlaugur lést þann 22. apríl 2006. Stefán Jónsson fæddur 13. mars 1914. Varð félagi 1. janúar 1940. Stefán hóf nám í bókbandi 1939 hjá Guðmundi Gamalíels- syni og lauk námi í ísafoldarprentsmiðju 31. desember 1939. Starfaði í Isafold til 1944. Bókfelli 1944 til 1946. Hólum frá 1946 til 1965, hóf þá aftur störf í Bókfelli og starfaði þar til hann lét af störfum sökum aldurs. Stefán gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir BFÍ, m.a. í prófnefnd. Stefán lést þann 4. júlí 2006. Logi Jónsson fæddur 29. ágúst 1928. Varð félagi 1. ágúst 1951. Logi hóf nám í bókbandi í Nýja bókbandinu 1947 og tók sveinspróf 1951. Hann starfaði m.a. í Sveinabókbandinu, Bókfelli og Gutenberg til 1995 er hann lét af störfum sökum aldurs. Logi lést þann 11. ágúst 2006. Ásta Kristinsdóttir fædd 4. júlí 1917. Varð félagi 14. janúar 1976. Ásta starfaði við aðstoðarstörf í prentsmiðjunni Hilmi og síðan í Frjálsri fjölmiðlun þar til hún lét af störfum sökum aldurs. Ásta lést þann 18. ágúst 2006. Björgvin Ólafsson fæddur 6. ágúst 1916. Varð félagi 14. janúar 1936. Björgvin hóf nám í setningu í Isafoldarprentsmiðju 1931 og tók sveinspróf í janúar 1940. Starfaði þar og síðan í Víkingsprenti til 1954. í Prent- smiðjunni Rún til 1960. Síðan í Setberg og Prentsmiðju Jóns Helgasonar til 1965. Hóf störf hjá Félagsprentsmiðjunni 1966, fór þá til Færeyja og vann sem vélsetjari hjá Estra í Götu 1972 til 1980. í Leiftri og Prentsmiðju Suðurlands þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1994. Björgvin var í fyrstu stjórn Byggingasamvinnufélags prentara 1942. I trúnaðarráði HÍP 1969. Björgvin lést þann 10. september 2006. Sigrún Hjördís Eiriksdóttir fædd 10. júní 1930. Varð félagi 1. desember 1944. Sigrún starfaði við aðstoðarstörf í bókbandi m.a. í Félagsbókbandinu, Leiftri og Félags- bókbandinu - Bókfelli frá 1989 þar til hún g-, lét af störfum sökum aldurs. Sigrún lést þann 7. júlí 2006. Erla Bryndis Bjarnadóttir fædd 12. apríl 1930. Varð félagi 8. september 1947. Erla starfaði við aðstoðarstörf, í Félags- prentsmiðjunni, Offsetprenti og síðan í Félagsprentsmiðjunni til starfsloka. Erla lést þann 26. október 2006. Forsíðukeppni Prentarans Fresti til að skila inn tillögum í keppnina lauk 17. nóvember s.l. Þátttakendur voru 7 talsins og komu 9 tillögur að forsíðu. Dómnefnd skipuð Önnu Helgadóttur prentsmið, Kalman le Sage de Fontenay grafískum hönnuði og Kristínu Helgadóttur prentsmið valdi þrjár tillögur sem birtar verða á forsíðu Prentarans á næstunni. Að sjálfsögðu var gætt nafnleyndar við valið og allar forsíður voru undir dulnefni meðan dómnefnd komst að niðurstöðu. Urslit voru kunngerð í félagsheimili FBM miðvikudaginn 6. desember s.l. Sigurvegarar í keppninni voru Hjörtur Guðnason prentsmiður, Hallgrímur Egilsson, prentsmiður og Gunnar Karl Halldórsson. Ritnefnd Prentarans þakkar öllum þátttakendum fyrir þá vinnu sem lögð var í hugmyndir að forsíðu blaðsins. Innsendar tillögur verða birtar á vefsíðunni FBM.is 2 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.