Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 3
H Stondum vaktina! Þegar kemur að því að gera upp budduna um mánaðamót er margt sem þarf að hafa í huga. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á það hvemig endar ná saman hjá fólki og mismunandi eftir því hvemig fjölskyldan er samansett og hvaða skuldbind- ingar við höfum tekist á hendur. Skemmst er að minnast þess hvemig vaxtabætur hurfu eins- og hendi væri veifað vegna hækkunar á fasteignamarkaði. Því var jú lofað af ríkisstjóm- inni við endurskoðun kjarasamn- inga s.l. sumar að vaxtabóta- kerfið yrði endurskoðað með það að markmiði að leiðrétta hlut þeirra sem orðið höfðu af vaxtabótum vegna breytinga á fasteignaverði. Sú breyting skil- aði fólki ekki neinum peningum í budduna heldur breytti fyrst og fremst forsendum við útreikn- ing vaxtabóta og lagði nýjan grunn til að leggja á fasteigna- gjöld. Við þurfum að vera sam- hent í þeirri kröfu að þessi leið- rétting verði gerð, en þær til- lögur sem ríkisstjómin hefur lagt til duga alls ekki. Verðlagsvakt Þá vil ég nefna fyrirhugaða lækkun virðisaukaskatts á mat- væli ofl. sem áætluð er í mars á næsta ári. Afar mikilvægt er að staðið verði að öflugri verðlags- vakt til að fylgjast með því að óþarfa hækkanir komi ekki á vöruverð áður en lækkun virðis- aukaskattsins kemst í fram- kvæmd, þannig er von til þess að lækkunin skili sér til neyt- enda eins og til er ætlast. Þar verður ábyrgð verðlagseftirlits ASI mikil og aðkoma Neytenda- samtakanna. Fyrir liggur að ASÍ mun herða eftirlit veralega með verðlagi og fjölga vörutegund- um og verslunum sem fylgst verður með næstu misseri til að tryggja sem best að lækkunin skili sér til launafólks. Einnig er mjög mikilvægt að við öll stönd- um vaktina og látum ekki breyt- inguna falla inn í vöruverð. Sækjum umsaminn rétt Að lokum vil ég koma að því sem snýr beint að hverju og einu okkar. Það snýr að því að tryggja að við breytingar á samningum á hverjum tíma fylgi hver og einn því eftir að umsamdar breytingar skili sér á launaseðil- inn. Nokkuð hefur borið á því á þeim vinnustaðafundum sem ég hef komið á undanfamar vikur að þær breytingar sem gerðar vora við endurskoðun kjara- samninga s.l. sumar og tóku gildi frá og með 1. júlí s.l. hafi ekki skilað sér á launaseðilinn. Það samkomulag sem gert var milli ASI og SA og við eram aðilar að átti að tryggja annaðhvort kr. 15.000 kauptaxta- hækkun eða a.m.k. 5,5% launa- þróunartryggingu á undanliðn- um 12 mánuðum. Samkomulagið er svohljóðandi: „Starfsmanni sem er í starfi í júlíbyrjun 2006 og starfað hefur samfellt hjá sama vinnuveitenda frá júní 2005 skal tryggð að lág- marki 5,5% launahækkun á þeim tíma. Hafi launahækkun starfsmanns verið minni á fram- angreindu tímabili skulu laun hans hækka frá 1. júlí um mis- muninn á 5,5% og þeirri launa- hækkun sem hann naut á um- ræddu tímabili. Við samanburð launa á tímabilinu skal miða við föst viku- eða mánaðarlaun að viðbættum föstum álags- og aukagreiðslum, hverju nafni sem þær nefnast." Dæmi: Sá sem fengið hefur aðeins 2,5% launahækkun sem var 1. janúar s.l. á síðustu 12 mánuðum fær 3% launahækkun frá og með 1. júlí. (5,5%-2,5% = 3%) Mikilvægt er að bera saman kauptaxtann og launaseðilinn til að fullvissa sig um að laun séu a.m.k. þau sem kauptaxtinn segir til um, hvort sem um dagvinnu eða aukavinnu er að ræða. Það era einnig fjölmörg önn- ur atriði í kjarasamningum sem mikilvægt er fyrir hvern og einn að hafa í huga til að umsaminn réttur skili sér. FBM hefur nýtt fréttabréfið, kauptaxtann, vefinn og Prentarann til að vekja at- hygli á þeim þáttum sem þarf að hafa í huga. Jafnframt hefur verið minnt á atriði í auglýsing- um sem sendar era á vinnustaði. í þessu blaði er ein opna helguð þessum atriðum. Það má ekki gleyma því að það er jafnt á ábyrgð einstakl- ings og launagreiðanda að lág- marksákvæði kjarasamninga séu haldin. Nóv. 2006, Georg Páll Skúlason prentorinn li MÁLGAGN FÉLAGS BÓKAGERÐARMANNA Ritnefnd Prentarans: Jakob Viðar Guðmundsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Anna Helgadóttir Pétur Marel Gestsson Sævar Hólm Pétursson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið eru vel þegnar. Leturgerðir í Prentaranum eru: Helvitica Ultra Compress, Stone, Times, Garamond o.fl Blaðið er prentað á 135 g Magnosatin. Prentvinnsla: Plötuútkeyrsla: Fuji Luxel Vx-9600 CTP Prentvél: Heidelberg MO-FP 5 lita ísafoldarprentsmiðja prentarinn Forsíðuna gerði Hjörtur Guðnason prentsmiður. Hún var framlag hans i forsíðukeppni Prentarans 2006. PRENTARINN ■ 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.