Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 6
bæta við sig þekkingu og hafa fleiru úr að spila ef starfið sem maður gegnir breytist eða dregst saman. Prentiðnaðurinn hefur farið í gegnum miklar breytingar og ég held að flestir félagsmenn átti sig á því að engin störf eru eilíf, það þarf að endurmennta sig og halda sér ferskum til að standast tímann. Samstaðan er ekki síður mikil- væg þegar kemur að því að ræða hvað maður græðir á því að vera í verkalýðsfélagi. Það liggur fyrir að það sem ég hef talið upp væri ekki fyrir hendi hefði samstöðu launafólks ekki verið til að dreifa. Samningsstaða hvers og eins er afar takmörkuð í samanburði við fjöldann og einnig eigum við að bera ábyrgð hvert á öðru en ekki eingöngu að hugsa um sjálf okkur. Við eigum einnig að spyrja hvað við getum gert til að gera félagið öflugra og hvað við getum lagt af mörkum til að gera heiminn betri en hann er. Þá má ekki gleyma því að verkalýðshreyfingin og þ.m.t. FBM hefur lagt áherslu á að skapa möguleika fyrir félagsmenn til að njóta þess orlofs sem um hefur verið samið. Með því að bjóða félagsmönnum glæsilega orlofsaðstöðu á verði sem stenst samanburð við allt annað og gæði einnig. Ég held að það væri hægt að halda áfram lengi að telja upp kosti þess að vera félagsmaður í FBM en vísa til réttindabæklings FBM sem fylgir blaðinu, til að hver og einn geti kynnt sér það sem félagið hefur upp á að bjóða. Félagiö á langa og merka sögti. Hvað tehtr þú aö hafi skipt ináli i starfmu i gegniim árin? Eins og ég skynja styrkleika fél- agsins og hef gert er enginn vafi á að tengsl og samstarf okkar við erlend systur- og bræðrafélög hafa ráðið mjög miklu um fram- sýni félagsins í verkalýðsbarátt- unni. Bókagerðarmenn eru meðal elstu stéttarfélaganna vítt og breitt um heiminn og samstarf á alþjóða- vísu hefur ætíð verið mikið og er enn. í dag er FBM aðili að UNI Graphical, UNI Europa Graphical, en grafíski iðnaðurinn er aðili að stórum alþjóðasamtökum sem hafa innanborðs 15 milljónir félags- manna úr mörgum greinum. En einnig er FBM aðili að Nordisk Grafisk Union. I dag er mjög mikil áhersla innan UNI EG lögð á að bera saman kjarasamninga milli Evrópulanda í prentiðnaði. Að sjálfsögðu hefur líka skipt miklu máli að vel hefur verið haldið á málum félagsins og óhætt er að segja að félagið sé stöndugt, með ómetanlega eign í Miðdal og fallegt félagsheimili á Hverfisgötu 21. Jafnframt er mjög stöndugur sjúkrasjóður og öflug menntunarstarfsemi. Við höfum hafið samstarf við aðrar iðngreinar hvað varðar líf- eyris- og menntamál í Sameinaða lífeyrissjóðnum og IÐUNNI fræðslusetri. Ég tel að það verði ekki langt í að félagið taki breyt- ingum og verði hluti af stærri heild. Það má sjá þá þróun víðast erlendis og eðlilegt að við þró- umst áfram í þá átt sem tryggir félagsmönnum bestu niðurstöðu. Félagar hafa kvartaö yfir þvi aö þið séuð ekki nógu sýnilegir, lítið um vinnustaöafiindi og slíkt. Hvaö viltu segja nm þaö? Ég veit af þessu sjónarmiði og mun leggja áherslu á að vera í góðum tengslum við félagsmenn. Nú í haust hef ég verið á mörgum vinnustaðafundum, þar sem farið hefur verið yfir starfsemi félags- ins og staðið fyrir kosningu trún- aðarmanna. Það er alveg klárt að viljinn er fyrir hendi og alltaf sjálfsagt að mæta á vinnustaða- fundi til að ræða félagsmálin. A árinu 2007 þarf að huga að undir- búningi kjarasamninga og þá verður lögð áhersla á að fá sjónar- mið félagsmanna á vinnustöðum til að undirbúa kröfugerð sem leggja þarf fram í árslok. Nú vekur það athygli að á félagsfundum sjást ekki félagar undir þritiigu. Er það ekki áhyggjuefni og hvað er Itœgt að gera til að fá þetta fólk á fundi? Jú, það er vissulega áhyggjuefni að ungt fólk sýni starfi félagsins ekki meiri áhuga. Ég vil þó benda á að forusta félagsins hefur verið að yngjast og það er mikilvægt að þetta sé í bland, ungir félagsmenn og eldri félagsmenn sem verið hafa lengi í starfseminni. Það er ekki gott að segja hvað á að gera til að fá ungt fólk á fundi. Ég held að mikilvægast sé að kynna félag- ið jafnt og þétt með útgáfu á ýmsu efni, vera með viðburði sem tengja félagsmenn við félagið á ýmsum aldri og vinna úr málum sem upp koma gagnvart ungum félagsmönnum. Við þurfum að koma því til leiðar að félagsmenn viti að þau réttindi sem við höfum í kjarasamningum og hjá félaginu komu ekki af himnum ofan, held- ur fyrir þrautseigju og baráttu for- vera okkar. Þau réttindi sem við höfum fengið nú nýverið, t.d. lengra fæðingarorlof og fæðingarorlof feðra fékkst ekki nema fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar. Það má ekki gleyma því að það er einnig hægt að missa réttindi sem fyrir eru og því þurfa allir félags- menn, og ungt fólk þ.m.t., að vera tilbúnir að verja það sem áunnist hefur. Þegar launataxtinn er skoöaður og hann borinn saman við laiinakönnunina, ef maður tekur meðaltalið þar, þá ber himin og haf á milli. Þarf ekki að laga þetta? Ég vil nú ekki taka undir að um himin og haf sé að ræða á milli kauptaxtans og launakönnunar, en það er rétt að munurinn er til staðar. Það liggur í hlutarins eðli að meðaltalslaun verða ekki sömu og kauptaxtinn nema að yfirborg- anir leggist af með öllu, en mark- miðið er að hafa kauptaxtann skráðan eins réttan og kostur er. I undanförnum kjarasamningum hefur kauptaxtinn verið færður verulega nær greiddu kaupi og hefur sá árangur skilað sér mjög vel. Þannig er munur á milli kauptaxtans t.d. hjá vaktavinnu- fólki og greiddra launa mun minni en var fyrir 10 árum. Það er ekki markmið að eyða út yfirborgunum en afar mikilvægt að kauptaxtinn sé skráður sem næst raunlaunum. Mál málanna í dag er útlendingar á Islaitdi. Eru margir útlendingar í félaginu? í dag eru u.þ.b. 70 félagsmenn með erlent ríkisfang. Margir af þeim hafa starfað hér í mörg ár. Það bendir hins vegar ýmislegt til að fjölgun verði í hópnum á næstunni þar eð afar illa gengur að fá Islendinga í aðstoðarstörf í iðnaðinum. Það má ekki gleyma því að samningar eru ekki ein- hliða ákvörðun annars samnings- aðilans. Því hefur verið sérstök umræða undanfarið í samfélaginu, þegar verkalýðshreyfingunni hefur verið kennt um að launa- taxtar séu langt frá greiddu kaupi á markaði. Það snýr einnig að atvinnurekendum að sýna vilja í verki að hafa þessi mál í lagi, svo að ekki sé hægt að skekkja sam- keppnisstöðu á milli fyrirtækja með því að ráða inn erlent vinnu- afl á kauptaxta þegar enginn íslendingur fæst til vinnu á téðum taxta. Það er sjálfsögð krafa að greidd séu sömu laun fyrir sömu vinnu, hvort sem um erlent eða íslenskt verkafólk er að ræða. Það á einnig við um launajafnrétti kynjanna. 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.