Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 8
Prenttæknistofnun verður Prenttæknisvið IÐIINNAR fræðsluseturs Á vormánuðum 2006 voru fræðslumiðstöðvar á Hallveigar- stíg loks sameinaðar eftir vetur- langa markvissa vinnu fram- kvæmdastjóra, ráðgjafa og eig- enda. Við sameiningu fjögurra fræðslumiðstöðva varð til ein rekstrareining sem fékk heitið IÐAN fræðslusetur. Innan IÐUNNAR starfa nú fimm svið, Byggingasvið, Hótel- og matvæla- svið, Málm- og véltæknisvið, Prenttæknisvið og Bílgreinasvið. Fræðslumiðstöð bílgreina sam- einaðist IÐUNNI í desember s.i. og myndaði fimmta sviðið Bíl- greinasvið. Markmið IÐUNNAR er að reka símenntunarmiðstöð fyrir þær iðngreinar sem að henni standa. Sú starfsemi sem áður fór fram innan Prenttæknistofnunar fer nú fram á Prenttæknisviði. Hlutverk Prenttæknisviðs Hlutverk Prenttæknisviðs er óbreytt frá því sem var, símennt- un, framkvæmd sveinsprófa, utanumhald um nemaleyfisnefndir og starfsgreinaráð Upplýsinga- og fjölmiðlagreina auk upplýsinga- miðlunar til prentiðnaðarins eru enn aðalviðfangsefni sviðsins. Sviðsstjóri Prenttæknisviðs er Björn M. Sigurjónsson sem áður var framkvæmdastjóri Prenttækni- stofnunar. Mottó Prenttæknisviðs er að leysa hvers manns vanda, veita snarpa þjónustu og halda vel á rekstri skrifstofunnar. Aukin þjónusta með sameiningu Viðskiptavinir Prenttæknisviðs munu strax finna fyrir aukinni þjónustu IÐUNNAR fræðsluset- urs. Boðið er upp á fleiri nám- skeið í stjómun og rekstri auk námskeiða fyrir leiðbeinendur í starfsþjálfun á vinnustað. Á Prent- Björn M. Signrjónsson tæknisviðinu sjálfu er markmið að bjóða upp á námskeið í öllum greinum prentiðnaðar á hverju ári auk annarra námskeiða sem við- skiptavinir sviðsins telja þörf fyrir. Það er hins vegar ástæða til að minna á að verkefni af þessum toga er langtímaverkefni. Fimm fræðslumiðstöðvar verða að sterk- ari heild sem sinnir 15.000 manna markaði. Það tekur tíma að ná markmiðum í rekstri og reynir meira á hvern og einn sviðsstjóra að hafa yfirsýn yfir verkefnin. Þarfagreining í nóvember og desember á hverju ári er lögð út könnun á þörf fyrir símenntun í prentiðngreinum af Prenttæknisviði. Viðtakendur eru beðnir um að svara því hvaða námskeið þeir myndu sækja á næstu 6-12 mánuðum og niður- stöðumar eru hafðar til hliðsjónar við skipulag fræðslustarfsins. Árangur af þessu verklagi var mjög góður á árinu 2006. Hlutfall þeirra sem sóttu námskeið úr prentiðnaði jókst úr 12% í 24% og var heildarfjöldi þátttakenda á námskeiðum Prenttæknisviðs um 240 að árinu loknu. Þetta var gert án aukins kostnaðar og er fyrst og fremst árangur sem næst með skipulögðum vinnubrögðum. Almennt var stemningin fyrir fræðslustarfmu góð á árinu 2006 og ber að þakka öllum þeim sem komu að þeirri vinnu þeirra fram- lag. Það er hins vegar ástæða til að hvetja félagsmenn til að svara könnun á þörf fyrir símenntun í iðnaði og hafa þannig bein áhrif á símenntunarmöguleika sína. Erlend samskipti Hlutverk Prenttæknisviðs er að fylgjast rækilega með nýjungum í prentiðnaði á alþjóðavettvangi. Til þess að auðvelda það verkefni situr starfsmaður Prenttæknisviðs- ins í stjórnum tvennra alþjóðlegra samtaka sem láta sig símenntun í grafískum iðnaði varða. EGIN samtökin (European Graphical Industry Network) eru samtök sem stjórnendur símenntunarmið- stöðva í Evrópu taka þátt í. Á hverju ári koma þessir aðilar saman og skiptast á upplýsingum, tengslum og fróðleik og fyrir litla eyþjóð eins og Islendinga er ómetanlegt að hafa aðgang að helstu menntastofnunum Evrópu í símenntun prentiðnaðar. Þá situr sviðsstjórinn einnig í stjórn Xplor ísland sem eru alþjóðleg samtök á sviði upplýsinga- og gagnavinnslu í prentiðnaði sem hafa það að meginmarkmiði að standa fyrir alþjóðlegum fræðslumessum og ráðstefnum. Til dæmis má nefna að hefði það ekki verið fyrir Xplor samtökin hefðu aldrei náðst þau tengsl sem nauðsynleg voru til að fá Ben Willmore hingað til lands. Þá eru ótalin sambönd og tengsl við háskóla og tækniskóla í Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar um heim. Öll sú vinna sem lögð er í alþjóðleg tengsl miðar að því að búa til farveg upplýsinga og þekk- ingar. Styrkir fræðslusjóðs og Prenttæknisjóðs Félagsmönnum í iðnaðinum standa til boða margvíslegir kostir í sinni símenntun. Styrkir fræðslu- sjóðs Félags bókagerðarmanna eru veittir til félagsmanna sem sækja námskeið utan Prenttækni- sviðsins en Prenttæknisjóður styrkir þá félagsmenn sem vilja sækja starfstengd námskeið utan Prenttæknisviðsins. Þá geta fyrir- tæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins sótt um styrki til Prent- tæknisjóðs vegna námskeiðahalds innan sinna veggja og geta þeir styrkir numið allt að 70% af kostnaði námskeiðanna. Starfið á vorönn 2007 Nýr sameiginlegur námsvísir kemur nú út á vorönn 2007. Á Prenttæknisviði verður boðið upp á fjölbreytt námskeið og mark- miðið er að allar greinar prentiðn- aðarins fái eitthvað fyrir sinn snúð. Sú nýbreytni verður reynd á vorönn að steypa námskeiðum saman í klasa þannig að í lok janúar verður boðið upp á tveggja daga námskeið í punktastækkun og grávægisprentun. I lok apríl verður boðið upp á þriggja daga vinnustofu í prentun og miðlun breytilegra gagna þar sem fjallað verður um allt sem snertir breyti- leg gögn, markaðsmál og prentun þeirra gagna. Þar að auki verða fjölmörg námskeið í forvinnslu, prentun og bókbandi. Það er von sviðsstjóra að þátttaka verði góð í öllum viðburðum Prenttæknisviðs- ins og að framundan sé skemmti- leg og fróðleg önn. Björn M. Sigurjónsson 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.