Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 10
Hér birtast nokkur atriði úr kjarasamningi FBM og SA. í mörgum tilvikum hefur borið á því að félagsmenn þekkja ekki rétt sinn nógu vel. Með þessu viljum við vekja athygli á fáeinum greinum í samningnum og hvetja félagsmenn til að nýta rétt sinn sem felst í honum. Veikindi barna og leyfi af óviðráðanlegum ástæðum Foreldri skal, eftir fyrsta starfs- mánuð, heimilt að verja samtals 7 vinnudögum á hverju 12 mánaða tímabili, til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Eftir eins árs starf hjá sama vinnuveitanda er foreldrum með sama hætti heimilt að verja samtals 10 vinnudögum til aðhlynningar börnum sínum undir 13 ára aldri. Foreldri skal halda dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við. Með foreldri í 1. mgr. er einnig átt við fósturforeldri eða forráða- mann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris. Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðanlegar (force majeure) og brýnar fjöl- skylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem krefjast tafarlausrar nærveru starfsmanns. Starfsmaður á ekki rétt á laun- um frá atvinnurekanda í framan- greindum tilfellum, samanber þó gr. 4.3.1. Sumarleyfi Starfsfólk skal fá 25 virka daga í sumarleyfi með fullu kaupi, enda hafí það unnið í sama fyrirtæki í eitt ár samfleytt. Starfsfólk, sem unnið hefur 10 ár í iðninni, á rétt á 28 virkra daga sumarleyfi. Starfsfólk, sem unnið hefur skemur en eitt ár í sama fyrirtæki, skal fá sumarleyfi með fullu kaupi að tiltölu við þann tíma, sem það hefur unnið. A tímabilinu 1. júní til 30. september skal veita í einu lagi a.m.k. 21 orlofsdag, á þann liátt að sem minnst truflun verði á rekstri fyrirtækisins. Um ákvörðun og skipulag orlofs fer skv. orlofslögum. Sumar- og vetrarorlof Oski starfsmaður með 9 ára statfsreynslu að taka vetrarorlof, þá verði sumarorlof 20 dagar og vetrarorlof 10 dagar. Oski starfs- maður með 10 ára starfsreynslu eða meira að taka vetrarorlof þá verði sumarorlof 23 dagar og vetrarorlof 10 dagar. Vetrarorlof skal veitt á tímabilinu 1. október til 1. maí. Vetrarorlof skal starfs- maður nota til að auka þekkingu sína. Osk um töku vetrarorlofs skal koma fram fyrir 1. maí ár hvert. Þeir sem samkvæmt ósk atvinnu- rekenda fá ekki 21 dags sumar- leyfi á tímabilinu 2. maí til 30. september, skulu fá 25% lengingu á þeim hluta orlofstímans, sem veittur er utan ofangreinds tíma. Orlofslaun Orlofsárið reiknast frá 1. maí til 30. apríl. Laun fyrir orlofsdaga skulu greidd næsta virkan dag áður en orlof hefst. Þá skal einnig greitt orlof af yfirvinnu síðasta orlofs- árs. Orlof á yfírvinrtu er: 10,64% miðað við 25 daga og 12,07% miðað við 28 daga. Lágmarkshvíld Daglegur hvildartimi Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00 til 06:00. Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst. Frávik og frítökuréttiir Við sérstakar aðstæður, þegar bjarga þarf verðmætum, má lengja vinnulotu í allt að 16 klst. og skal þá undan- tekningarlaust veita 11 klst. hvfld í beinu fram- haldi af vinnunni án skerðingar á rétti til fastra daglauna. Þegar sér- stakar aðstæður gera það óhjá- kvæmilegt að vfkja frá daglegum hvfldartíma, skv. heimild í vinnutímasamningi ASI/VSI frá 30. desember 1996, gildir eftir- farandi: Séu starfsmenn sérstak- lega beðnir að mæta til vinnu áður en 11 klst. hvfld er náð er heimilt að fresta hvfldinni og veita síðar, þannig að frítöku- réttur, 1,5 klst. (dagvinnutíma- kaup), safnist upp fyrir hverja klst. sent hvíldin skerðist. Heimilt er að greiða út 1/2 klst. (dagvinnu- tímakaup) af frítökuréttinum óski starfsmaður þess. I öllum tilfell- um er óheimilt að skerða átta klst. samfellda hvíld. Vinni starfsmaður það lengi á undan hvfldardegi að ekki náist 11 stunda hvfld miðað við venju- bundið upphaf vinnudags reiknast frítökuréttur skv. 2. mgr. Komi starfsmaður til vinnu á hvfldar- degi er greitt fyrir unninn tíma auk þess sem frítökuréttur reikn- ast skv. 2. mgr. Framangreind ákvæði eiga þó ekki við á skipulegum vaktaskipt- um en þá er heimilt að stytta hvfldartíma í allt að átta klst. og þá án sérstakra greiðslna. Uppsafnaður frítökuréttur skv. framangreindu skal koma fram á launaseðli og veittur í hálfum og heilum dögum utan annatíma í starfsemi fyrirtækis í samráði við starfsmenn enda séu uppsafnaður frítökuréttur a.m.k. fjórar klst. Við starfslok skal ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp og teljast hluti ráðningartíma. Vikulegur frídagur A hverju sjö daga tímabili skal starfsmaður hafa a.m.k. einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma og skal við það miðað að vikan hefjist á mánu- degi. Frestun á vikulegum frídegi Þegar ekki er unnið í vaktavinnu skal almennt miða við að vikulegur frídagur sé á sunnudegi og að allir þeir sem starfa hjá sama fyrirtæki eða á sama fasta vinnustað fái frí á þeirn degi. Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að fresta vikuleg- um frídegi þannig að í stað viku- legs frídags komi tveir samfelldir frídagar á tveim vikum. Töku frídaga má haga þannig að þeir séu teknir aðra hverja helgi (laug- ardag og sunnudag). Falli frídagar á virka daga vegna ófyrirséðra orsaka skerðir það ekki rétt starfsmanns til fastra launa og vaktaálags. 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.