Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 14
Á auglýsingastofum er árangur í verkefnum byggður á góðu sam- starfi hönnuða og markaðsfólks. Markaðsfólkið greinir aðstæður og dregur línur að verkefni sem síðar er sett í hendur hönnuða. Hönnuðurinn tekur við upplýsing- um sem ómótuðum leir og hefst handa við að móta og skapa það sem síðar verður að vöru. Stundum vill það gerast að hönnuðir og markaðsfræðingar ná illa saman og skilningur hvorra í annarra garð er á veikari nótun- um. Puttinn fer á loft og bent er á hinn aðilann. Hönnuðurinn er ósáttur og kvartar undan skorti á upplýsingum, lágu verði á verk- inu og afskiptasemi markaðsfræð- ingsins af hönnuninni, sem oft getur skemmt góðar hugmyndir og endanlegt verk. Á hinn bóginn sakar markaðsfræðingurinn hönn- uðinn um að skilja illa þær tak- markanir sem kúnninn setur á verkið. Þessi staða getur skaðað útkomuna og skapað neikvætt andrúmsloft, sem hlýtur að rýra álit og tryggð viðskiptavinarins við auglýsingastofuna. Hjá auglýsingastofum sem og í öðrum fyrirtækjum er alltaf hægt að gera betur og fínna leiðir til að gera viðskiptavini ánægðari. Til að ná auknum árangri kaus ég að auka þekkingu mína enn frekar og leita leiða til að brúa bilið á milli hönnunar og viðskiptafræðinnar. „Italia ... qui io vengo" Eins og hjá svo mörgum öðrum var meistaranám á óskalistanum hjá mér. Eftir að hafa starfað í nokkur ár á auglýsingastofum í Danmörku og á Islandi sem og í auglýsinga- og markaðsdeild ECCO í Danmörku, þá fannst mér vera kominn tími til stíga út fyrir rammann og auka enn frekar á þekkingu mína. Eftir árangurslitla leit í skólum. I 14 ■ PRENTARINN fyrirtækjum og fagfélögum hér heima tók Google við. Leitinni má líkja við að finna nál í hey- stakki, milljón síður úr að velja, en úr litlu að moða. Ekki bætti úr skák að ég vissi hér um bil að hverju ég leitaði, en ekki heitið á náminu. En eftir þó nokkra leit fann ég skóla - Domus Academy í Mílanó. Þrátt fyrir áhættuna við að leggja frá sér hið ljúfa og trygga líf á Islandi, treysta á LIN til að fjármagna skólagjöldin og uppi- hald, þá skyldi ég halda til Mílanó, miðpunkts viðskipta og hönnunar á Italíu, og setjast þar á skólabekk. FBM studdi vel við bakið á mér, og námstyrkurinn sem ég sótti um kom sér afar vel. Frábær hjálp á erfiðum tíma og finnst mér þetta kröftuglega gert af ekki stærra fé- lagi en raun er. Það hefur oft sann- að sig, að ef viljinn er fyrir hendi, þá er allt hægt. Nóg var af viljan- um og nú skyldi framkvæmt. Domus Academy Skólinn Domus Academy (DA), var stofnaður fyrir rúmum 20 árum og bauð þá eingöngu upp á Domus Academy MBD skoðar tengsl á milli sköpunar og vióskipta, nývœðingar og stjórnunar. eina gráðu - Master in Design. Hann þótti einstakur á sínum tíma fyrir að fara nýjar leiðir í kennslu, og þykir enn. Ákveðið var að tengja hönnunamámið við mark- aðsfræði og var námið að stómm hluta byggt á „leaming by doing“. DA, sem eingöngu er með mastersnám, býður upp á Master in Business Design, í samvinnu við University of Wales. I dag eru 7 greinar í boði; Design - Fashion & Accessories Design — Interior & Living Design - Urban Design - Car Design & Mobility — i Design og Business Design. Námið fer fram á ensku og ítölsku en þá er boðið upp á enska þýðingu samhliða fyrirlestrum. Námið, sem svipar til MBA, er diploma mastersnám og er kennt í 13 mánuði. Náminu er dreift á fjórar annir þar sem farið er í: 1. creative value and product analysis. 2. strategic environment and market analysis. 3. management of creativity and product design. 4. strategic vision and market design.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.