Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 16
UNI-Evropa Sumarskóli ungliðahreyfingarinnar Dagana 24. júní til 1. júlí Oddgeir Þ. Gunnarsson jyrir midri mynd. Stjóm FBM ákvað í byrjun árs að senda fulltrúa til þess að taka þátt í sumarskóla ungliðahreyfingar UNI sem haldinn var nú í fyrsta skipti. UNI skiptist í 4 svæði og erum við innan UNI-Evrópa. Innan UNI-Evrópa eru 15 millj. félagar sem koma frá um 900 fél- ögum. Höfuðstöðvar UNI-Evrópa eru í Lyon og Brussel. Eitt af markmiðum UNI er að tengja saman verkalýðsfélög á milli landa til þess að hægt sé að auka samvinnu þeirra á milli sem og miðla reynslu og þekkingu. UNI leggur einnig sérstaklega áherslu á að hjálpa ungu fólki. Þá hefur UNI gert 10 fjölþjóð- lega samninga við risafyrirtæki. Oddgeir Þór Gunnarsson sótti þennan skóla sem fulltrúi FBM og var hann eini fulltrúi íslenskra verkalýðsfélaga. Markmið námskeiðsins var þjálfun ungra leiðtoga innan verkalýðshreyfingarinnar, bæði með bóklegri fræðslu sem og með verklegum æfingum. Yfirumsjón með kennslunni hafði Alke Boessiger, en hún starf- ar hjá UNI við samhæfingar innan ungliðahreyftngarinnar. Auk henn- ar komu fram þrír aðrir fyrirlesar- ar, þeir Steve Ratcliffe frá Eng- landi, Savvas Shiaparis frá Kýpur og svo formaður ETYK á Kýpur, Loizos Hadjicostis. Þátttakendur á námskeiðinu voru 25 og komu þeir frá Eng- landi, Rúmeníu, Hollandi, Dan- mörku, Noregi, Kýpur, Svíþjóð, Grikklandi, Portúgal, Finnlandi, írlandi og Islandi. Þátttakendur komu frá hinum og þessum verkalýðsfélögum og var blöndunin mjög áhugaverð, þar sem baráttumálin eru mörg hver mjög svipuð. Námskeiðinu var skipt í þrjú meginþemu: • Samskiptatækni • Framsetningu • Samningatækni Farið var skipulega í gegnum hvert mál fyrir sig, bæði með kennslu og með verklegum æfing- um. Að æfingunum loknum var farið yfir hlutina, málið metið og rætt hvernig til hefði tekist og hvað hefði mátt fara betur. Dagskrá námskeiðsins var þann- ig að eftir að hafa eytt fyrsta deg- inum í kynningar á þeim 25 þátt- takendum sem sóttu námskeiðið, námskeiðinu sem slíku og svo kynningu á starfi UNI og UNI- Evrópu hófst fjörið á degi tvö, þ.e. mánudegi. Byrjað var á samskiptatækni og fór þetta fram bæði með fyrirlestr- um og æfingum. Þá var einnig fjallað um það að vera góður hlustandi. Degi 3 var að mestu eytt í fram- setningartækni, fyrst með fyrir- lestri og svo með æfingum á öllu frá raddbeitingu til líkamstjáning- ar. Þessi fyrirlestur var á grísku en var þó túlkaður jafn óðum á ensku, þar sem allt námskeiðið fór fram á ensku. Þarna kom fram eini veiki punktur námskeiðsins, þ.e. að kenna framsetningu í gegnum túlk þar sem horft var á fyrirlesarann tjá mál sitt með líkamstjáningu u.þ.b. 5 sek. áður en þýðingin kom. Ur þessu var þó bætt og sami fyrirlesturinn var fluttur aftur 2 dögum seinna og þá í mun betri útfærslu. Einnig þurftu nemendur að flytja fyrirlestur fyrir hópinn um hvaða mál sem þeir vildu og var það tekið upp á myndband og það síðan greint eftir á. Dagur 4 var svo byggður upp á sama málefni en þá var hætt á hádegi og gefið sólarfrí samanbor- ið við að hætt var á milli 5-6 aðra daga. Uin kvöldið var svo farið í bátsferð og var kvöldverður snæddur um borð. A degi 5 var farið í samninga- tækni með æfingum fyrir samn- ingafund. Skipt var í hópa og var öllum hópum úthlutað ákveðnu hlutverki. Þá fóru hóparnir hver í sína átt og samningaviðræður um eitthvert ákveðið málefni voru skipulagðar. A degi 6 voru síðan sjálfar samningaviðræðumar sem teknar vom upp á myndband og í lok þeirra vom umræður um þær. I lok dags var svo farið í að greina námskeiðið og umræður um hvað nemendurnir fengu út úr því. Auk þess að hafa verið í tiltölu- lega ströngu námi þarna úti á Kýpur þar sem hitinn var u.þ.b. 35 gráður úti við og nemendumir inni mestan part dags þá var greinilega mjög góð eining innan hópsins og augljóst að allir náðu vel saman. Farið var út að borða á kvöldin eða á krána. En það var sama hvað nemendur vom að gera, það var alltaf mjög stutt í umræðuna um verkalýðsfélögin og hvað hægt væri að gera til þess að gera þau stærri og sterkari. Öll félög virðast hafa við svipuð vandamál að glíma þó okkur hér á íslandi svipi nú greinilega meira til þeirra í Norður-Evrópu heldur en suður- álfunni. Að mati Oddgeirs var þetta mjög góður skóli og ekki síst fyrir þær sakir að þama kynntist hann 24 nýjum einstaklingum sem hafa svipaðar skoðanir og hann í verka- lýðsmálum. Góð tengsl vom mynd uð og hefur þessi hópur verið í töluverðu póstsambandi eftir námskeiðið og vonandi verður hægt að rækta þetta samband á komandi missemm og nýta þessi tengsl með samvinnu um ókomin ár. Jakob Viðar Guðmundsson Brúarsmíði. 16 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.