Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 18
Matarklstan Breiðaflörðiir Hin árlega ferð eldri bókagerðar- manna anno 2006 hófst, eins og þær fyrri, stundvíslega kl. 9 á Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýr- inni, miðvikudaginn 16. ágúst. Ekið var sem leið liggur um Vesturlandsveg framhjá væntan- legri umferðarbrú við Suðurlands- veg, þar sem reyna á að steypa brúargólfið, án þess að bflar með háfermi keyri niður uppsláttinn og slasi verkamennina. Mörgum sinnum er búið að aka niður aðvörunarskilti, sem á að stöðva stærstu bílana. Athygli vekur hversu mikið er af risa-vörubílum, sem þjóta um þjóðvegi landsins án þess að virða hámarkshraða. Daginn sem við fórum í ferðina létust þrír í um- ferðinni. Sextán ára stúlka á Kjal- arnesi og tveir ungir karlmenn við Sandgerði. Erekki mál að linni hraðakstrinum á þvengmjóum þjóðvegum landsins? Þegar við ókum framhjá Esjunni, bæjarfjalli Reykvíkinga, voru síðustu fannirnar í Gunn- laugsskarði óðum að hverfa. Um Esjuna var einu sinni ort: Falla hlés í faðminn út firðir nesja grœnir. Náttklœdd Esjan ofanlút er að lesa bœnir. Ekið var um Kjalarnes, framhjá eyðibýlinu Artúni, en þar var kvikmyndin „Síðasti bærinn í dalnum“ tekin og síðan um Hval- fjarðargöng til Borgarness og gert þar örstutt postulínsstopp, hin gátu bara slappað af eða fengið sér ís á meðan. Bflstjórinn okkar var grannvaxin stúlka, 23 ára gömul, sem keyrði eins og engill og var til fyrirmyndar á vegunum. Lét ekkert æsa sig og vakti öfund og aðdáun gamalla ökumanna og ökukennara, sem voru í rútunni. Næst lá leiðin um Mýrasýslu, Spriklandi skelfiskur étinn hrár með guðsgöfflunum. ekið framhjá Borg á Mýrum, en þar er fallegt listaverk, Sonatorrek eftir Asmund Sveinsson. Síðan var farið yfir Langá, þar sem mik- ið er risið af stórglæsilegum sum- arbústöðum og skógrækt stunduð af kappi. Á vinstri hönd blasir við Eldborg, gríðarstór eldgígur og hringlaga, en þar gaus fyrir mörg þúsund árum. Þarna rétt hjá var haldin einhver sóðalegasta úti- hátíð um verslunarmannahelgi, sem enn er hneykslast á. Þar réð græðgin ein ríkjum og margar unglingsstúlkur bíða þess aldrei bætur, sem þær lentu í þar. Við Vegamót beygjum við til hægri yfir Snæfellsnesfjallgarð, svonefnda Vatnaleið, framhjá Bauluvallavatni, sem er miklu lægri og snjóléttari heldur en Þetta er bílstjórinn okkar, hún Ragnheiður. gamla leiðin um Kerlingarskarð, en ekki var laust við að skessurn- ar í Skarðinu gæfu okkur gætur og glottu við tönn. Sagt er að þær hafi dagað uppi, þegar þær komu með silungskippu úr Bauluvalla- vatni. Nú var Drápuhlíðarfjall á hægri hönd, en eitt sinn var í tísku að sækja þangað líparítstein- flögur til að hlaða með eldstæði. Næst ókum við framhjá Helga- felli, sem er lágt fell, 73 metrar. Mörg skáld hafa kennt bækur sínar við Helgafell, t.d. bæði Kiljan og Kristmann. Mikil helgi er á fellinu og sagt er að allir fái 3 óskir uppfylltar, ef gengið er á fellið frá leiði Guðrúnar Osvífurs- dóttur án þess að líta við eða mæla orð af vörum, en það er víst þrautin þyngri. Við komurn til Stykkishólms á réttum tíma og í veitingahúsinu Fimm fiskum beið okkar þunn súpa og nýbakað brauð. Kl. 13.30 var komið að þeim áfanga, sem var tilgangur ferðarinnar, 3 til 4 tíma sigling um þann glæsilega og sögufræga fjörð, sem talinn var ein mesta matarkista fyrr á öldum, Breiðafjörð. Þama var hægt að lifa á því sem guð og nátt- úran gaf: gnægð af sel, fugli, fiski og skeldýrum. Og auðvelt að ferð- ast um fyrir daga bflsins. En lífs- baráttan gat líka verið hörð og fræg er hinsta för glæsimennisins og skáldsins Eggerts Olafssonar, en hann drukknaði ásamt brúði sinni, þegar hann hugðist flytja hana heim yfir Breiðafjörð eftir brúðkaupið: Það var hann Eggert Olafsson, frá unnar jónum hann stökk og ofan í bráðan Breiðaförð í briiðarörmum sökk. Stykkishólmur dregur nafn sitt af skeri, sem bryggja liggur út í. Kaþólskt nunnuklaustur með 18 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.